Morgunblaðið - 21.01.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 21.01.2022, Síða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022 60 ÁRA Nonni er Reykvíkingur, ólst upp í Norðurmýrinni og Breiðholti en býr í Graf- arvogi. Hann er hárskeri og eigandi hár- snyrtistofunnar Effect. Hann var lengi varaformaður Meistarafélags hárskera. Áhugamál Nonna eru snóker, körfubolti og veiðar, en hann hefur orðið Íslandsmeistari í 1. flokki í snóker. „Ég er enn að keppa í snóker en er meira í bumbubolta í körfunni. Svo eyði ég miklum tíma á sumrin í veiði, sérstaklega í Veiðivötnum.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Nonna er Hanna Antonsdóttir, f. 1972, sölumaður hjá Ísam. Börn Nonna eru Halla Karen, f. 1983, Elín Klara, f. 1992, og Hjálmar Gauti, 1994. Barnabörnin eru fjögur og það fimmta er á leiðinni. Foreldrar Nonna: Guð- mundur Magnússon, f. 1926, d. 2012, húsasmíðameistari, og Þorbjörg Gísla- dóttir, f. 1930, fv. starfsmaður Breiðholtsskóla, búsett í Reykjavík. Jón Halldór Guðmundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Fólk sækir að þér úr öllum áttum og þú skilur síst hvað veldur því. Kláraðu verkefni sem þú hefur slegið á frest. 20. apríl - 20. maí + Naut Taktu það ekki illa upp þótt vinir þínir séu þér ekki sammála í öllu. Þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Reyndu að skipuleggja þig því annars er hætt við að hlutirnir fari úr bönd- unum og þú sitjir eftir með sárt ennið. Sýndu samstarfsmönnum tillitssemi. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þér finnst þú eitthvað viðkvæmur gagnvart öðrum þessa dagana. Varastu að gagnrýna aðra um of því þú ert nú svo sem hvorki betri né verri sjálfur. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú hefur mikla þörf fyrir að bæta sjálfa/n þig með einhverjum hætti. Reyndu að stunda líkamsrækt þér til skemmtunar, lesa eitthvað sem heillar þig og dansa. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þetta er góður tími til að ræða vandamálin við maka þinn eða náinn vin. Taktu þá áhættu að verða óvinsæll. 23. sept. - 22. okt. k Vog Dagurinn í dag ber með sér óreiðu sem aðeins fastmótuð áætlun getur unnið bug á. Hlýddu vel á sjónarmið annarra áður en þú tekur ákvarðanir. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Til þess að ná árangri þarftu að vera raunsær og gera þér glögga grein fyrir því hvað er mögulegt og hvað ekki. Hlutirnir eru oft öðruvísi en maður heldur. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er ekkert að því að verð- launa sjálfan sig þegar maður hefur staðið sig vel og veit af því. Allt sem þú byrjar á í dag reynist ábatasamt í framtíðinni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ekki ræða mikilvæg peningamál við vini eða í hópi í dag. Taktu hlutunum eins og þeir eru og reyndu að gera það besta úr stöðunni hverju sinni. Láttu verkin tala. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú ert ekki eins og þú átt að þér og ættir að vera heiðarlegur við sjálfa(n) þig og aðra. Íhugaðu hvaða takmörkum þú villt ná á næstu tveimur árum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Háleitar hugmyndir um hagkvæmar fjárfestingar sækja á þig. Með því að ein- beita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni. varð hluti af sölu- og markaðssviði MS þar sem ég var framkvæmda- stjóri, var skyr selt til tveggja landa og veltan mjög takmörkuð. Þegar ég hætti árið 2019 eftir mjög skemmti- lega og öfluga uppbyggingu hljóp sal- an á þúsundum tonna og sameiginleg velta okkar og samstarfsaðila á tug- um milljarða. Ég hef alltaf notið þeirrar gæfu að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og áhugavert hverju sinni og það eru sannarlega forréttindi. Stoltastur er ég sennilega af því að hafa leitt vinnuna við uppbyggingu og útbreiðslu Íseyjar skyrs vörumerk- isins í gegnum tíðina enda held ég að útbreiðsla þess og vinsældir séu að mörgu leyti einstakar þegar horft er til íslenskra vörumerkja í matvæla- iðnaði. Þegar ég hugsa til baka á þessum tímamótum er mér fyrst og fremst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að vinna með öllu því góða fólki sem vann með mér að uppbyggingu og útbreiðslu Íseyjar skyrs vöru- merkisins á alþjóðlegum mörkuðum.“ Í dag starfar Jón sem fram- skemmtilegt verkefni sem gekk upp í samræmi við þær áætlanir sem gerð- ar voru á sínum tíma. Þegar ég tók við útflutnings- starfsemi MS árið 2010, sem þar með J ón Axel Pétursson fæddist í Reykjavík 21. janúar 1962 og bjó fyrstu árin í Vestur- bænum. Hann gekk í Mela- skóla, Hagaskóla og út- skrifaðist síðan úr Verslunar- skólanum árið 1982. „Á unglingsárum fór ég aldrei í sveit eins og tíðkaðist gjarnan þá en byrjaði snemma að vinna ýmis störf. Vann í fiski, við verslunarstörf, banka og síðasta sumarstarfið mitt og það eftirminnilegasta var að fara til sjós tvítugur á togarann Snorra Sturluson sem gerður var út af Bæjarútgerð Reykjavíkur. Það var ómetanlega skemmtileg reynsla að fá að kynnast sjómennskunni og af því hefði ég ekki viljað missa. Síðan fór ég í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands.“ Starfsferill „Þegar ég var að hefja nám tvítug- ur missti ég föður minn en hann var með lögfræðiskrifstofu sem sinnti sértækum verkefnum fyrir opinber fyrirtæki. Ég tók við rekstri skrifstof- unnar og rak hana samhliða námi mínu í viðskiptafræðinni og það var góð reynsla sem nýttist mér seinna á starfsævinni.“ Hann útskrifaðist síð- an sem viðskiptafræðingur frá Há- skóla Íslands árið 1990. Fyrsta starf Jóns eftir útskrift var fjármálastjóri hjá Goða hf. frá 1990 til 1994. „Fyrirtækið átti í töluverðum rekstrarerfiðleikum og þessi tími var að mörgu leyti erfiður en að sama skapi góð reynsla.“ Síðan var Jón sölu- og markaðsstjóri hjá Gevalia til 1999 og vann síðan sem forstöðu- maður einstaklingstrygginga hjá VÍS í tvö ár. „Frá þeim tíma hef ég unnið í 20 ár sem stjórnandi fyrir fyrirtæki í eigu íslenskra kúabænda og ávallt líkað vel að vinna í þágu hagsmuna þeirra. Fyrst var ég framkvæmdastjóri Emmessíss í fimm ár, sem var mjög skemmtilegur tími því fyrirtækið gekk vel. Síðan var ég kallaður til að taka við starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS en á þess- um tíma lá fyrir að fara í miklar sam- einingar og hagræðingaraðgerðir í fyrirtækjum kúabænda í mjólkur- iðnaði. Það var krefjandi en jafnframt kvæmdastjóri Eignareksturs sem er fjölskyldufyrirtæki sem þjónustar fasteignafélög og hefur verið í örum vexti á undanförnum árum. „Þar eru spennandi tímar fram undan því markaðurinn sem fyrirtækið vinnur á er í örum vexti og við bjóðum góða þjónustu sem mikil eftirspurn er eftir.“ Áhugamál „Helstu áhugamál okkar hjóna í gegnum tíðina hafa m.a. verið ferða- lög innanlands og utan. Vorum á tímabili í gönguhópi sem fór í mjög skemmtilegar gönguferðir um fjöll og firnindi innanlands og mikið til að byrja með á Hornströndum og þá út frá þeim fallega stað sem Hesteyri er. Enn fremur höfum við verið dugleg að stunda skíði á veturna og golf á sumrin. Við höfum farið í mjög skemmtilegar skíðaferðir til Ítalíu og Austurríkis með góðum félögum og það eru alltaf góð og skemmtileg frí. Í seinni tíð hefur golfið tekið meiri tíma hjá okkur hjónum og við verið dugleg að stunda það bæði innan- Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri Eignareksturs ehf. – 60 ára Fjölskyldan Jón og Bryndís ásamt Lýð og Pétri þegar þeir útskrifuðust sem stúdentar frá Verslunarskólanum. Leiddi útrás Íseyjar út í heim Í Korpu Fyrsta skipti sem Jón fór holu í höggi, á 4. braut árið 2020. Til hamingju með daginn Reykjavík Theódór Dan Guðbrandsson fæddist 19. mars 2021. Hann vó 4.320 g og var 51 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Kristþóra Gísla- dóttir og Guð- brandur Daníelsson. Nýr borgari 1 Ræktum og verndum geðheilsu okkar Nýir skammtar daglega á gvitamin.is Prófaðu eitthvað nýtt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.