Morgunblaðið - 21.01.2022, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
„SAGÐI ÉG SKÓGAR? ÉG MEINTI SKÓ.
ÉG SETTI PENINGANA YKKAR Í SKÓ.“
„SMÁÁBENDING, FÉLAGI. ALDREI LÁTA ÞÁ
VITA AÐ ÞÚ KUNNIR AÐ LESA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... töff!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SÉRÐU,
GRETTIR?
SVONA VEIÐIR
MAÐUR MÚS!
FLOTT HJÁ
ÞÉR, JÓN
ÞÚ BYRJAR Á
MÁNUDAGINN
HRÓLFUR! ÞAÐ ERU
TVEIR DÁTAR Á
LEIÐINNI!
ÚR HVAÐA ÁTT? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI! ÉG HEYRÐI ÞÁ SEGJASTÆTLA
AÐ SNÚA BÖKUM SAMAN!
FJÁRMÁLA-
RÁÐGJÖF
lands og erlendis. Konan er búin að
fara þrisvar sinnum holu í höggi en ég
einu sinni þannig að ég þarf að æfa
meira ef ég á að eiga séns í hana í
golfi, en alltaf þegar við spilum saman
erum við í keppni um hvort okkar
vinni. Hingað til hefur hún unnið oft-
ar en ég. Ég var svo lánsamur fyrir
nokkrum árum að komast í mjög
skemmtilegan golfhóp sem heitir
Húkkarar og samanstendur af sextán
körlum sem allir telja sig vera topp-
golfara og keppa stíft allt sumarið.
Það er mjög góður félagsskapur og
mikil keppni allt sumarið. Við hjónin
höfum líka verið með áskriftarkort að
leikhúsum núna bráðum í 30 ár og
finnst ómissandi að sækja góðar leik-
sýningar á veturna.“
Fjölskylda
Eiginkona Jóns er Bryndís Lýðs-
dóttir, f. 14.2. 1962, hjúkrunarfræð-
ingur. Þau búa í Garðabæ. Foreldrar
Bryndísar eru hjónin Lýður Jónsson,
f. 17.9. 1925, vörubifreiðarstjóri, nú
búsettur í Hafnarfirði, og Mundheið-
ur Gunnarsdóttir, f. 23.2.1932, d. 6.1.
2022, húsmóðir og ritari. Þau bjuggu í
Reykjavík.
Synir Jóns og Bryndísar eru tvíbur-
arnir Lýður, f. 26.12. 1993, með meist-
arapróf í viðskiptafræði, býr í Garða-
bæ, og Pétur Axel, f. 26.12. 1993,
viðskiptafræðingur, býr í Kópavogi.
Alsystkini Jóns: Magnús Þórir, f.
15.5. 1963, d. 16.11. 1963, og Þóra
Steinunn, f. 8.11. 1971, félagsráðgjafi,
býr í Garðabæ. Systkini Jóns sam-
feðra: Snjólaug, f. 28.7. 1958, d. 17.8.
1972, bjó í Reykjavík, Jón Guðmann,
f. 31.12. 1959, viðskiptafræðingur, býr
í Kópavogi, og Pétur Axel, f. 16.9.
1980, framkvæmdastjóri, býr í Hafn-
arfirði. Systkini Jóns Axels sam-
mæðra eru Edda Escarzaga, f. 22.4.
1957, tölvunarfræðingur, býr í Flór-
ída, og Sveinn Guðmundsson, f. 4.8.
1958, hæstaréttarlögmaður, býr í
Reykjavík.
Foreldrar Jóns voru Pétur Axel
Jónsson, f. 31.3. 1938, d. 15.7. 1983,
héraðsdómslögmaður í Reykjavík, og
Magnþóra G.P. Þórisdóttir, f. 5.10.
1938, d. 15.9. 1974, húsmóðir í
Reykjavík.
Jón Axel
Pétursson
Ingigerður Sigurðardóttir
húsmóðir í Reykjavík
Einar Ágúst Guðmundsson
bifreiðarstjóri í Reykjavík
Steinunn Sveinsdóttir
athafnakona og húsmóðir í Reykjavík, kjörforeldrar hennar
voru Sveinn Magnús Hjartarson og Steinunn Sigurðardóttir
Magnús Þórir Kjartansson
lögfræðingur í Reykjavík
Magnþóra G. P. Þórisdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðrún Magnþóra Magnúsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Kjartan Konráðsson
verslunarmaður í Reykjavík
Þóra Magnúsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Einar Matthías Jónsson
múrari í Reykjavík
Ástríður Einarsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Jón Axel Pétursson
bankastjóri í Reykjavík
Elísabet Jónsdóttir
húsmóðir á Eyrarbakka, síðar í Reykjavík
Pétur Guðmundsson
skólastjóri á Eyrarbakka
Ætt Jóns Axels Péturssonar
Pétur Axel Jónsson
lögfræðingur í Reykjavík
Hjálmar Jónsson sendi mér póst
fyrir margt löngu: „Sá á fés-
inu að Halldór Blöndal er gestur
Framsóknarflokksins í vöfflukaffi
um helgina og flytur limrur. Það
kallar á viðbrögð:
Halldór nú stígur á stokkinn
og streymir af honum þokkinn.
Limrur hann flytur,
léttbrýnn og vitur
og gengur í Framsóknarflokkinn.“
Ég fékk góðan póst á þriðjudag:
„Kunningi Jóns Ásgeirssonar á
Þingeyrum kom til hans og leitaði
ráða um brúnan hest sem hann átti
og hélt að væri gæðingsefni. Þegar
Jón hafði reynt hestinn kastaði
hann fram þessari vísu:
Brúnn á gangi gerist rýr
garp sem ber óhrelldan.
Gjöktir eins og gamalkýr.
Gerðu það fyrir mig: Seld’ann.
Önnur óskyld. Ort til barns-
móður sinnar:
Gleymdu ekki góðum vin,
þó gefist aðrir nýir,
þeir eru eins og skúraskin,
skyndilega hlýir.“
Sigurlín Hermannsdóttir segir
frá því á Boðnarmiði að eftir helgi
upphófst hér smá umræða um nafn
leikara frá liðinni öld.
Gary Grant eða Cary?
Hann gjarnan var kallaður Gary
þeim gömlu fannst hann svo „starry“
g virtist þar G
sem var reyndar C
svo vinurinn hét eins og karrí.
Erlingur Sigtryggsson yrkir
„veðurvísu“ með athugasemdinni
„e.t.v. stæld eða stolin“:
Hér er hvorki hlýtt né kalt.
Hráblaut þoka leggst um allt
Hitinn svona hangir við
helvískt bölvað frostmarkið.
„Áfram veginn“ segir Ármann
Þorgrímsson:
Bæði kemur skúr og skin
og skaflar uppi á heiðum.
Er að þyngjast umferðin
á öllum mínum leiðum.
„Úr neðstu skúffunni. – Róm-
antík ca. 1966“ skrifar Hörður
Björgvinsson:
Stjörnur skarta og skína á
skugga svartrar nætur,
ljóma bjartir logar þá
ljúft við hjartarætur.
Gömul vísa í lokin:
Laxinn stekkur strauminn á
og stiklar á hörðu grjóti.
Illt er að leggja ást við þá
er enga kann á móti.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Netpóstur er alla vega
ÚTSALA
20% - 50% - 70%
Opið:
mánudaga til föstudaga kl. 9-18
laugardaga kl. 11-16
rafkaup.is