Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 21.01.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 21.01.2022, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta byrjaði allt með því að RÚV núll var að gera efni fyrir ungt fólk og við fórum að gera sketsa þar og það gekk mjög vel. Í framhaldi af því fengum við síðan að gera þessa sketsaseríu, sex þætti, tuttugu mínútu hver þáttur,“ segir Steiney Skúladóttir þegar hún er beðin að segja frá tildrögum þáttaraðarinnar Kanarí sem hef- ur göngu sína á RÚV kl. 20.05 í kvöld, 21. jan- úar. Auk Steineyjar skipa hópinn Kanarí þau Máni Arnarson, Pálmi Freyr Hauksson, Eygló Hilmarsdóttir, Guðmundur Felixson og Guð- mundur Einar Láru- Sigurðsson. Kanarí-hópurinn framleiddi vikulega grín- sketsa fyrir RÚV núll sem vöktu mikla lukku auk þess sem samnefnd sketsasýning var á fjöl- unum í Þjóðleikhúskjallaranum í haust. „Við skrifuðum þættina haustið 2020 og fórum svo beint eftir það að gera leiksýninguna. Það er al- veg óháð hvað öðru, það eru ekki sömu skets- ar,“ segir Steiney. „Það var mjög fyndið að vera lokaður inni í mesta Covid-inu og hugsa: „Ég held að þetta sé fyndið en ég hitti mjög fáa þannig að kannski er ég búin að missa vitið.“ Sketsasýningin hlaut góðar viðtökur. „Upp- runalega áttu þetta að vera átta sýningar en við enduðum á að sýna fimmtán og planið er að sýna fleiri þegar Covid leyfir. Þá verður fólk kannski búið að sjá sjónvarpsþættina og hugsar þá kannski: „Já, þau eru fyndin,““ segir Steiney og bætir við: „Vonandi.“ Í þessari nýju þáttaröð skoða þau samskipti, íslenska menningu, samfélagsmiðla og allt sem er mannlegt í kómísku ljósi. „Eina reglan sem við settum okkur var að við gerðum ekkert um Covid. Fólk nennir ekki að pæla í Covid.“ Enda á Kanarí að skemmta landsmönnum og fá þá til þess að gleyma sér í stutta stund. Steiney segir að heitið á verkefninu, Kanarí, hafi einmitt orðið til vegna þess að þau hafi vilj- að halda í áhyggjuleysið sem gjarnan einkennir hugmyndina um sólarlandaferðir: „Bara fara í eitthvert frí, gleyma amstri dagsins og hafa smá gaman.“ Vinna eftir reglum spunaformsins „Við kynntumst öll í gegnum Improv Ísland. Við erum spunaleikarar,“ segir Steiney en Eygló er sú eina sem er menntuð í klassískri leiklist og Steiney og Guðmundur Felixson þekktu hana vel úr Herranótt í MR. Þótt skets- ar á borð við þá sem Kanarí semur séu ekki fluttir í spuna kemur þjálfunin úr spunaforminu sér vel. „Við notum aðferðirnar úr spunanum til þess að vinna grínið. Þar er maður að vinna eft- ir ákveðnum reglum. Maður setur upp ákveð- inn grunnveruleika og svo er maður alltaf að leita, í samstarfi við áhorfendur, að því hvað er fyndið. Ef það gerist eitthvað óvenjulegt og áhorfendum finnst það fyndið þá eltum við það. Við búum að spunanum í svona skrifferli og eig- um ákveðið tungumál sem við getum gripið til.“ Hún útskýrir að þau reyni að koma auga á það óvenjulega í hverjum þeim aðstæðum sem þau setji fram og velti síðan fyrir sér hvernig þau geti stækkað þetta óvenjulega og komið áhorf- endunum meira á óvart. „Það eru rosa fræði á bak við þetta og miklar pælingar. Þetta er fín lína. Það er eitt að fá fyndna hugmynd en svo er annað að láta hana halda út í heilan skets. Til þess þarf maður að endurskrifa og endurskrifa og við gerðum það með þessa sketsa.“ Þáttaserían sem fer af stað í kvöld er mun stærra verkefni en síðast þegar Kanarí var á skjánum, árið 2018. Þá birtist einn skets á viku en nú fylla þau heila þáttaröð. „Við skrifuðum tvö hundruð sketsa og sextíu komust í þáttinn. Þetta er miklu meira magn en síðast.“ Skemmtilegast þegar eitthvað klikkaði Þótt reynslan úr spunanum hafi nýst við skrifin eru spunaleikararnir óvanir því að fylgja handriti. „Í undirbúningsvinnunni eru svipaðir vöðvar sem við erum að nota en þetta er öðru- vísi á sviðinu. Ég átti erfitt með tilhugsunina um að eiga að leika það sama aftur og aftur. Ég er spunaleikkona en ekki klassísk leikkona. Hvernig læt ég þetta líta út fyrir að vera að ger- ast í fyrsta sinn? Í spunanum er allt að gerast í fyrsta sinn. Við fundum það, bæði þegar við vorum að taka upp þættina og gera leiksýn- inguna, að stundum langar okkur að búa til eitt- hvað nýtt svo við urðum að vera svolítið öguð. Okkur fannst oft skemmtilegast í sýningunum þegar eitthvað klikkaði og við urðum að spinna.“ Að flytja sketsa á sviði er síðan allt annað en að sjá þá rúlla á skjánum. „Ég er mjög spennt fyrir kvöldinu, að fá þetta bara í sjónvarpið. Leikhúsið er svo lifandi, sérstaklega í gríni. Þá er maður að spila inn á fólkið í salnum og les í viðbrögðin. Þegar þetta er komið í sjónvarp er þetta bara tekið upp fyrir fram og bara ein leið til að skila þessu af sér. Það er öðruvísi. En ég er mjög spennt að sjá hvað fólki finnst. Við höf- um ekki hugmynd en erum að vona að fólki finnist þetta jafn fyndið og okkur.“ Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir Koma áhorfendum stöðugt á óvart - Grínþættirnir Kanarí hefja göngu sína á RÚV í kvöld - Samnefnd sýning í Þjóðleikhúskjallara vakti mikla lukku í haust - Hópur spunaleikara hefur þurft að venjast því að vinna eftir handriti Kanarí Hópurinn vonast til að fá áhorf- endur til að gleyma daglegu amstri. Myndlistarkonurnar Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Hrönn Björns- dóttir opnuðu í gær sýninguna Upphaf í Gallerí Gróttu á Seltjarn- arnesi. Öll verkin eru abstrakt og expressjónísk málverk unnin með blandaðri tækni í fyrra og í byrjun þessa árs. „Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Hvert andartak er nýtt upphaf, opið tækifæri til að eiga samtal við tímann og skapa. Allt og ekkert er fullkomið í senn, upphaf og spuni í trausti flæðis,“ segir í til- kynningu um sýninguna en Upphaf er fyrsta samsýning Jóhönnu og Hrannar sem hafa átt farsælt sam- starf í Anarkíu listasal í Kópavogi sem síðar varð Artgallerí Gátt sem þær ráku ásamt fleiri listamönnum um árabil. Báðar eiga að baki nokkrar einkasýningar auk fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hvert andartak er nýtt upphaf Samstarf Jóhanna og Hrönn. Væntanleg þáttaröð Amazon byggð á Hringadróttinssögu JRR Tolkiens hefur verið hulin leyndarhjúpi en nú virðist örlítið gat komið á þann hjúp því The Guardian greinir frá því að þáttaröðin muni bera titilinn Lord of the Rings: The Rings of Power og því ljóst að nokkrir hringar verða í spilinu. Í yfirlýsingu frá umsjónar- mönnum þáttanna, sk. „show- runners“ á ensku, segir að í þeim verði sameinaðar allar helstu sögur annarrar aldar Miðjarðar, hvernig hringarnir voru hertir í eldi og hvernig hinn myrki herra Sauron reis upp til valda. Þá verður einnig fjallað um síð- asta bandalag álfa og manna. Með yfirlýsing- unni fylgdi myndband sem sýnir titil þátt- anna mótaðan af járnsmiði. Áður en hringurinn eini kom til sögunnar voru sumsé margir til og hefjast sýningar á þáttunum á Amazon Prime Video 2. september næstkomandi. Ekki einn hringur heldur tuttugu Sauron hinn illi. SÉRFRÆÐINGAR Í GÓÐGERLUM Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.