Morgunblaðið - 21.01.2022, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2022
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fjórir íslenskir myndlistarmenn
taka þátt í alþjóðlegri sýningu í
Kaupmannahöfn sem hefst á morg-
un, laugardag, í Fotografisk Cent-
er. Sýningin ber titilinn Snefnug
og andre overraskelser eða Snjó-
flygsur og önnur undur og má á
henni sjá verk
16 listamanna
frá fjórum lönd-
um. Þeir ís-
lensku eru Einar
Falur Ingólfs-
son, Hallgerður
Hallgrímsdóttir,
Katrín Elvars-
dóttir og Tinna
Gunnarsdóttir og
er sýningar-
stjórinn einnig
Íslendingur, Sigrún Alba Sigurð-
ardóttir.
Í tilkynningu segir að á sýning-
unni sé unnið með ljósmyndina
sem frásagnaraðferð og sjónum
beint að listamönnum sem í verk-
um sínum fangi tilveruna, þá ekki
síst ýmis undur náttúrunnar, á
ljóðrænan og næman hátt. „Snjó-
korn, gróður, lifandi og dauðir
fuglar og samspil manns og nátt-
úru eru þar í forgrunni. Snjóflygs-
an eða snjókornið birtist hér sem
táknmynd þess að við höfum ekki
stjórn á náttúrunni,“ segir m.a. í
tilkynningu en auk ljósmynda sýn-
ir Tinna Gunnarsdóttir þrívíð verk
og hljóðlistamaðurinn Jacob Kirke-
gård er með verk sem höfðar til
allra skynfæra. Margir af fremstu
ljósmyndurum Norðurlanda eiga
verk á sýningunni, þ.á m. Elina
Brotherus.
Fékk frjálsar hendur
Sigrún er spurð að því hvernig
þessi sýning hafi komið til. „Ég
hef verið að vinna dálítið í Dan-
mörku og þekki ágætlega til í
myndlistarheiminum hér. Mér var
boðið fyrir um ári að setja upp
sýningu í Fotografisk Center,“
svarar Sigrún og segir að safn-
stjórinn, Signe Kahr Sørensen,
hafi haft samband við hana eftir að
hafa lesið grein eftir hana um nor-
ræna samtímaljósmyndun sem birt
var í tímaritinu Art. „Hún gaf mér
alveg frjálsar hendur og að hennar
frumkvæði komu Landskrona Foto
og Northern Photographic Center
í Oulun inn í samstarfið þannig að
sýningin fer þangað eftir að hafa
verið hér í Kaupmannahöfn. En ég
bjó sem sagt til konseptið og valdi
listamennina og verkin á sýning-
una,“ segir Sigrún.
Hægði á öllu
Sigrún er beðin um að segja bet-
ur frá konseptinu sem nún nefndi.
„Það er kannski best að segja frá
því þannig að ég bjó hérna úti í
Kaupmannahöfn síðasta vetur og
þá var náttúrulega kóvíd og allt
það og allt lokað. Ég fór oft í
göngutúra og tók eftir því að það
voru svo margir úti við að ganga,
úti í skógi var alltaf fullt af fólki
og einhvern veginn hægði á öllu og
fólk fór að taka betur eftir um-
hverfi sínu. Á sama tíma var ég að
lesa bók eftir mann sem heitir
Hartmut Rosa og er að tala um
þetta „resonance“-hugtak, hvernig
maður hlustar á umhverfið og
bregst við og samspil manns og
náttúru,“ útskýrir Sigrún.
Að opna betur augun og
lifa sig inn í umhverfið
Sigrún segist hafa farið að skoða
þetta í verkum norrænna lista-
manna og grunnhugmynd eða
konsept sýningarinnar snúist að
miklu leyti um að vekja athygli á
hinu smáa og hvetja áhorfendur til
að vera vakandi fyrir hinu óvænta
sem eigi sér t.d. stað í hversdags-
legum göngutúr. „Þannig að það
eru margar myndir sem tengjast
náttúrunni á sýningunni og oft ein-
hver smáatriði þannig að þetta er
kannski hvatning til fólks um að
opna augun betur og lifa sig inn í
umhverfið, ekki bara skoða það
heldur verða hluti af því,“ segir
Sigrún. Henni finnist mikilvægt
sem sýningarstjóri að búa til frá-
sögn, að verkin tali vel saman og
segi sögu. „Og þetta er svolítil
vetrarsýning, ég myndi ekki vilja
opna hana að sumri til. Það er dá-
lítið mikill snjór og myrkur yfir,“
segir hún.
Fotografisk Center er að Stal-
gade 16 í Kaupmannahöfn og fyrir
þá sem staddir verða í borginni á
morgun er vakin athygli á lista-
mannaspjalli sem fram fer þann
dag kl. 14.
Vakandi Úr syrpu Magnus Wennmans, Where the children sleep frá 2015.
Ljósmyndin sem frásagnaraðferð
Sigrún Alba
Sigurðardóttir
- Snjóflygsur og önnur undur nefnist sýning 16 listamanna frá fjórum löndum í Fotografisk Center
í Kaupmannahöfn - Fjórir Íslendingar þeirra á meðal og sýningarstjóri Sigrún Alba Sigurðardóttir
Ljósmynd/Elina Brotherus
Klassískt Kunnuglegt mótíf í ljósmynd hinnar finnsku Elinu Brotherus úr syrpu hennar Sebaldiana frá 2019.
Heimasíða Fotografisk Center:
www.fotografiskcenter.dk