Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Blaðsíða 2
Segðu mér frá nýju þáttunum þínum. Ég gerði fjórar stuttar myndi sem heita Sögur sem breyta heiminum, mjög svo hógvær titill. Þetta eru í raun portrett af fjórum einstaklingum, viðtal og ljósmyndir. Þau eiga það sameiginlegt að einhver atburður eða ákvörðun breytti lífi þeirra til frambúðar. Ég byrja með því að spyrja bara: Hvað gerðist? Hvaða fólk er þetta og hvernig fannstu það? Þetta er ekki landsþekkt fólk, en þau eiga öll sögu sem gerði líf þeirra stærra og betra. Ég hef alltaf á ferlinum haft augu og eyru opin og þá rekur á fjörurnar fólk sem vekur áhuga manns. Hvernig vannstu þessa þætti? Viðmælendur komu til mín í ljósmyndastudíó og ég tók af þeim portrett og viðtal um leið, en svo sjáum við einnig senur úr lífi þeirra. Hver þáttur, sem er fimmtán mínútna langur, endar á því að sýnd er portrettmynd af viðmælandanum sem við höfum þá kynnst í gegnum myndina. Er ekki óvenjulegt að taka portrett í miðju viðtali? Jú, en ein ljósmynd getur sagt svo margt. Mig langaði að setja ljós- myndir inn í sögurnar því um leið og ljósmynd sést, kemur einhver kyrrð í frásögnina. Um leið langaði mig að hverfa aftur til þeirrar hefðar þegar fólk kom í stúdíó og lét taka af sér ljósmynd, sem eng- inn gerir lengur. Það verður einhver athöfn úr því. Ljósa- og myndatökumeistarinn Bjarni Felix blessaði þetta svo með sinni frábæru vinnu. Er von á fleiri þáttum? Já, það eina sem ég kann er að halda áfram. Búa til meira, spyrja meira. Sögur fólks falla aldrei úr gildi. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORSTEINN J. SITUR FYRIR SVÖRUM Að breyta heiminum Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Þ að er góð spurning; ég hef einmitt verið að ræða þetta við eiginkonu mína,“ svaraði breski blaðamaðurinn Tim Judah, þegar ég spurði hann á föstudaginn fyrir viku hvað hann ætlaði sér að vera lengi í Kænugarði, þaðan sem hann hafði skrifað frá upphafi innrásar Rússa. „Staðreyndin er sú að þetta er stærsta fréttin í heiminum í dag; þannig að það er ekki auðvelt að láta sig hverfa núna. En til að svara spurningunni þá skulum við orða þetta svona: Ég fer um leið og mér finnst ég ekki vera öruggur lengur. Það er heldur ekki eins og ég sé eini blaðamaðurinn hérna; við erum fjölmörg. Að því sögðu þá er dauður blaðamaður auðvitað gagnslaus. Þannig að þetta þarf að vega og meta frá degi til dags,“ bætti hann við og strauk hendinni yfir þreytulegt andlitið á hótel- herbergi sínu í Kænugarði. Mætt hafði á honum. Daginn eftir að viðtalið birtist á fréttavef Morgunblaðsins varð mér hugsað til Tims en þá barst frétt þess efnis að bandarískur blaðamað- ur, Brent Renaud, hefði verið skot- inn til bana í bænum Irpin, rétt hjá Kænugarði, þar sem Tim hafði verið að afla efnis skömmu áður. Annar særðist. Fleiri kollegar hafa fallið síðan. Ég heyrði síðast í Tim á fimmtudag- inn. Þá var hann enn í Kænugarði og leið sem fyrr eins og hann væri örugg- ur. Sókn Rússa hefði tafist; þeir hefðu hvorki komist lönd né strönd. Það er mikið á sig lagt til að flytja heiminum fréttir af því sem er að gerast í stríðinu í Úkraínu – líf og limir eru bókstaflega undir. Hugrekki, segja sum- ir. Fífldirfska, segja aðrir. Gildir svo sem einu enda kjarni málsins sá að við fáum vonandi gleggri mynd af gangi mála á vígstöðvunum og í grennd við þær en ef upplýsingamiðlun væri bara á hendi rússneskra og úkraínskra yfirvalda. Blaðamennirnir sem þarna eru staddir eiga mikið lof skilið. Hugsið ykkur stöðuna í Rússlandi, eins og hún blasir við okkur. Árið 2022 fá landsmenn bara þær upplýsingar sem stjórnvöldum eru þóknanlegar og þau telja óhætt að miðla. Búið er að banna vestræna fréttamiðla og allt að 15 ára fangelsi bíður þeirra sem ekki nota „rétt“ orð um stríðið. Í þessu ljósi kemur ekki á óvart að Marína Ovsjanníkova hafi heillað heimsbyggðina með framgöngu sinni þegar hún mótmælti stríðinu í beinni útsendingu rússneskrar ríkisstöðvar og baðst afsökunar á að hafa borið út lygar. Sá gjörningur hlýtur að hafa vakið einhverja landa hennar til umhugs- unar. Hvort það skilar sér í auknum mótmælum mun tíminn leiða í ljós. Enn þá öruggur í Kænugarði Pistill Orri Páll Orm- arsson orri@mbl.is ’ Það er mikið á sig lagt til að flytja heiminum fréttir af því sem er að gerast í stríðinu í Úkra- ínu – líf og limir eru bókstaflega undir. Bryndís Guðmundsdóttir Lakkrís í öllu formi. SPURNING DAGSINS Hvað er besta nammið? Þór Sigurgeirsson Lakkrís, hann er stórhættulegur og ég má eiginlega ekki borða hann. Alma Sigrún Sigurgeirsdóttir Alls konar súkkulaði. Adolf Ársæll Gunnsteinsson Harðfiskur og hákarl. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Fjórir nýir þættir Þorsteins J., Sögur sem breyta heiminum, eru nú komnir í Sjónvarp símans. Bjarni Felix Bjarnason sá um kvikmyndatöku og lýsingu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.