Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 17
skattahækkanir vinstristjórnarinnar, sem voru með ólíkindum. Finna ekki rök sem halda Það hefur vakið eftirtekt undanfarna áratugi, að jafnvel áköfustu ESB-sinnar á meginlandinu hafa átt erfitt með að finna sterk rök fyrir því að stofnun ESB hafi orðið álfunni til góðs. Helsta sanninda- merkið, sem þeir hafa í vandræðum sínum reynt að teygja sig í, var að ekki hefði orðið stríð í álfunni eft- ir að til ESB hafði verið stofnað og svo ályktað að stofnun sambandsins hefði tryggt þann frið! En meginhluti ESB hafði gengið í NATÓ 1949, löngu fyrir daga ESB, og Bandaríkin höfðu áratugum saman haft rúmlega 100 þúsund hermenn á megin- landinu, auk Breta sem voru með myndarlegt lið þar lengi vel. Hverjir áttu að stofna til stríðs í álfunni við þær aðstæður? En svo varð reyndar stríð í smærri kantinum í Balkanlöndunum. Forseti Bandaríkjanna sagði að ESB-ríkin yrðu að slökkva þá elda enda væru þeir í túngarðinum hjá þeim. Bréfritari sat nokkra lokaða fundi þar sem sú umræða fór fram og beitti Clinton sér af þunga. En hann varð þó að gefast upp. ESB-löndin voru algjör- lega ófær um að axla þetta verkefni. Clinton forseti Bandaríkjanna ákvað þá að þau með bakstuðningi NATÓ skyldu skakka leikinn, en það gerði hann nauðugur vegna hreins aumingjadóms ESB- ríkjanna. En rétt eins og „hreina vinstristjórnin“ ætlaði að misnota alþjóðlega bankakreppu, með íslenskum séreinkennum, vegna stjórnlausrar framgöngu svo- kallaðra „útrásarvíkinga“, sem mjög höfðu verið mærðir af þeim sem síst skyldu, til að pönka þjóð- inni inn í ESB, eru nú systurflokkarnir, Samfylking og Viðreisn, sem lengi hafa verið í hallærislegri málefnanauð, að leitast við að gera ill örlög Úkraínu, undir hrammi Rússa, að sérlegu tilefni til þess að Ís- land gangi í Evrópusambandið! Ekkert samhengi er í því og er reyndar öðru nær. En rétt er að minna á að búrókratar í Brussel stóðu fyrir því að ýta undir óróa og stjórnarkreppu í Úkraínu, með skrítnum og óljósum stuðningi Obama forseta, sem varð til þess að Pútín notaði upphlaupið og pólitískan klofning í landinu til að ná Krímskaga og tveimur bitum sem nærri Rússlandi liggja. Refsiaðgerðirnar, sem fylgdu í kjölfarið, reyndust plat, eins og nú er alræmt orðið. Gervirefsingar og veik forysta vestan hafs skaðar Sú staðreynd varð m.a. til þess að Pútín taldi sér óhætt að veðja aftur á sama hest, og ESB-löndin brugðust seint og illa við og Þjóðverjar beinlínis bönnuðu öðrum þjóðum för um lofthelgi sína ætluðu þau að veita Úkraínu vopnastyrk til að verja sig. Var það allt með miklum ólíkindum, og þó aðallega dapurlegt. Veik forysta Joes Bidens bætti ekki úr skák. Hann byrjaði mistök sín á því að segja á blaðamannafundi, eftir að her Rússa hrúgaðist upp við landamæri Úkraínu, að héldi Pútín forseti sig við tiltölulega pena og hógværa innrás í Úkraínu yrði ekki nein ástæða til að blanda sér í slíkt. Pútín horfði og hlust- að á þessi ósköp undrandi og þakklátur. Kanslari Þýskalands neitaði lengi að staðfesta að olíuleiðslan mikla á milli Þýskalands og Rússlands, sem þá var í burðarlið, yrði úr sögunni gerði Pútín innrás. Kanslarinn neyddist svo alllöngu síðar til að snúa tregur við blaðinu, en þá hafði Pútín fengið aukið svigrúm og mun þrengra var orðið um að veita Úkraínu stuðning sem skipti raunverulegu máli. Margt af þessu hefur verið þyngra en tárum taki. Og svo kemur sú kúnstuga kenning að öll þessi af- leita framkoma eigi að leiða til þess að lönd gangi í ESB! Jafnvel ríki eins og Finnland og Svíþjóð, sem hafa um langt árabil haft það sem ófrávíkjalegt póli- tískt prinsip í sinni tilveru, að aldrei megi þau ganga í NATÓ, og eru í ESB, hafa áttað sig á að sú aðild hefur ekkert með öryggismál að gera. Svíþjóð, sem hefur um árabil verið skyldug til þess að taka upp evru, hefur ekki getað komið því niður um kokið á þjóðinni, þótt mjög hafi það verið reynt. Kannski munu þeir þar reyna á ný á sömu fölsku forsendunum og systurflokkarnir mál- efnasnauðu á Íslandi sem mjálma nú um svo hjákát- lega. Hvers konar söfnuður er þetta eiginlega? Ekki er hann beysinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 20.3. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.