Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022 w w w. i t r. i s S ý num hver t ö ð r u tilli t s s emi S íðastliðinn mánudag var greint frá áformum mínum um að Ís- land opni sendiráð í Póllandi. Ákvörðuninni hefur verið ákaflega vel tekið enda er djúpstæður skilningur á því hér á landi að vináttutengsl Ís- lands og Póllands eru mjög mikilvæg og dýrmæt. Ákvörðunin um stofnun sendiráðsins er einnig rökrétt í ljósi þess að Pólland starfrækir sendiráð hér á landi og er sú regla almennt í gildi að gagnkvæmni sé í rekstri send- iskrifstofa. Þess vegna er eðlilegt og tímabært að taka það skref að opna sendiráð Íslands í Varsjá. Skylda sem fylgir fullveldi Rekstur sendiskrifstofa í erlendum ríkjum og þátttaka í starfi al- þjóðastofnana er skylda sem fylgir því að vera fullvalda þjóð og að eiga sinn stað meðal þjóða heims. Á und- anförnum árum hefur ítrekað komið í ljós hversu mikils- vert það er fyrir Ísland að eiga öfl- ug sendiráð. Þetta var ekki síst dýr- mætt í gegnum faraldurinn þar sem mikið reyndi á að geta veitt ís- lenskum ríkisborg- urum stuðning. Til viðbótar við þjón- ustu við íslenska ríkisborgara gegna sendiráð Íslands mikilvægu hlutverki í tengslum við pólitíska, menningar- lega og viðskiptalega hagsmuni. Öll þessi hlutverk eru þess eðlis að mik- ilvægt er að byggja upp þekkingu, sterk sambönd og tengsl bæði við stofnanir og einstaklinga sem skipt geta máli þegar á reynir. Í þeim efn- um skiptir máli að hafa hugfast að tengslin og þekkingin þurfa að vera þegar til staðar og ekki dugir að reyna að koma þeim á fót þegar hent- ar; ekki frekar en mögulegt er að kaupa tryggingu eftir að tjónið er orðið. Því miður eru horfur í alþjóða- málum þessi misserin verri en verið hefur um langa hríð. Fyrir utan stríðsrekstur Rússa í Úkraínu má nefna að enn glímir heimurinn við margvísleg eftirköst heimsfaraldurs kórónuveirunnar og þeirra marghátt- uðu truflana sem urðu af hans völd- um. Pólitísk samskipti ríkja eru því að mörgu leyti flóknari en þau voru fyrir einungis örfáum árum. Í marg- slungnari veröld þarf sjálfstæð þjóð að kunna að fóta sig af eigin ramm- leik og gæta að því að byggja upp skilning og tengsl sem hægt er að reiða sig á. Í menningarlegu tilliti getur rekst- ur öflugra sendiskrifstofa skipt miklu máli. Í venjulegu árferði fara fram hundruð viðburða um heim allan þar sem sendiskrifstofur Íslands eiga þátt í að koma íslenskri menningu á framfæri. Áætlað er að fjöldi slíkra viðburða á þessu ári verði á annað hundrað og er þá ótalin margvíslegur annar stuðningur sendiráða við ís- lenska menningu. Þetta er mikilvægt hlutverk fyrir fámenna þjóð sem þó hefur mikið fram að færa á sviði menningar og listar. Hvað varðar viðskiptahagsmuni Ís- lands er mikilvægi utanríkisþjónust- unnar ótvírætt. Ísland er lítið og opið hagkerfi. Það er í eðli slíkra hagkerfa að treysta mjög á alþjóðleg viðskipti. Það er því ekki óeðlilegt að viðskipta- mál séu eitt helsta viðfangsefni utan- ríkisþjónustunnar. Það er nefnilega varla hægt að tala lengur um innan- landsmarkað og útlandamarkað í ís- lensku atvinnulífi. Ísland er í nánast öllum skilningi hluti af alþjóðlegu við- skiptaumhverfi. Þetta þýðir að það skiptir höfuðmáli fyrir efnahagslega hagsmuni Íslands að tryggt sé að ís- lensk framleiðsla og íslenskt hugvit hafi sem bestan aðgang að stórum markaði. Í þessum efnum skipta góð gagnkvæm sam- skipti við önnur lönd miklu, en einna mest á Ísland þó undir öflugum og skilvirkum alþjóð- legum stofnunum og góðum við- skiptasamningum. Hvað slíkt al- þjóðlegt samstarf varðar er ljóst að mikilvægt er að forgangsraða og að fjárfesta skynsamlega. Fjölhæfni og viðbragðsflýtir Þegar kemur að því að reka utanrík- isþjónustu er ljóst að Ísland á ekki að fara í felur með þá staðreynd að við erum fámenn þjóð. Ísland þarf ekki að keppast um að hafa sambærilegan íburð og umstang eins og gjarnan einkennir utanríkisþjónustur stærri þjóða. Þvert á móti á það að vera keppikefli Íslands að sýna fram á hagkvæmni og útsjónarsemi í öllum rekstri. Verkefnin sjálf og hagsmunir Íslands eiga að vera ráðandi í fjár- festingu og nálgun Íslendinga þegar kemur að rekstri sendiskrifstofa er- lendis. Víða um heim vekur fjölhæfni og viðbragðsflýtir íslenskrar utanrík- isþjónstu athygli. Það á að vera metn- aður okkar að viðhalda því orðspori og efla það. Þannig nýtum við best þá orku og fjármuni sem við verjum í hið mikilvæga starf sem utanríkisþjón- ustunni er falið. AFP/Wojtek Radwanski Mikilvægi sterkrar utanríkisþjónustu Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@althingi.is ’ Víða um heim vekur fjölhæfni og við- bragðsflýtir íslenskrar utanríkisþjónstu athygli. Það á að vera metnaður okkar að viðhalda því orðspori og efla það. Samstöðufundur með Úkraínu í Varsjá. Til stendur að opna íslenskt sendiráð í höfuðborg Póllands.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.