Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Blaðsíða 28
ROKK Nancy Wilson, oftast kennd við rokk- hljómsveitina Heart, hefur áhuga á því að semja rokkplötu með kántrídrottningunni Dolly Parton. Hún lýsti þessu yfir í samtali við bandarísku útvarpsstöðina 95.5 KLOS í vikunni í tilefni af því að Parton hafnaði til- nefningu í Frægðargarð rokksins (Rock And Roll Hall Of Fame); telur sig ekki þess um- komna. „Það var mikil reisn yfir því hjá henni [að draga sig út] og fær mig til að vilja semja rokkplötu með henni,“ sagði Wilson um hina 76 ára gömlu Parton. „Ég ætti að slá á þráðinn til hennar. Hún hefur samið sum af bestu lögum sögunnar. Hún gæti þetta.“ Vill gera rokkplötu með Dolly Parton Er goðsögnin Dolly Parton á leiðinni í rokkið? AFP/Bridget Bennett 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022 LESBÓK DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. ÁST „Þegar maður er að gera mynd og leikararnir verða ástfangnir þá leggst maður bara á bæn og von- ar að upp úr slitni áður en tökum lýkur,“ segir banda- ríski kvikmyndaleikstjórinn Adrian Lyne í samtali við breska blaðið The Independent en aðalleikararnir í nýjustu mynd hans, Ben Affleck og Ana De Armas, fóru að rugla saman reytum meðan á gerð myndarinnar stóð. Hann viðurkennir þó að neistaflugið á milli Affleck og De Armas hafi komið sér vel enda er myndin, Deep Water, erótískur sálfræðitryllir, rétt eins og frægasta mynd Lynes, Fatal Attraction. Sambandi leik- aranna tveggja er lokið í dag og víst litlir kærleikar með þeim. Vonar að ástin deyi Ana De Armas varð ástfangin. AFP/Valerie MACON James Hetfield sá bara um sönginn. 40 ár liðin frá fyrsta gigginu TÍMAMÓT Í vikunni voru 40 ár lið- in frá því þrassbandið Metallica stóð í fyrsta skipti á sviði fyrir framan fólk. Það var í Radio City í Anaheim í Kaliforníu 14. mars 1982. Aðgangseyrir var 15 dollarar og borguðu 75 manns sig inn. Band- ið skipuðu: James Hetfield söngur (hann var ekki byrjaður að syngja og spila um leið á gítar á þessum tíma), Dave Mustaine gítar, Ron McGovney bassi og Lars Ulrich trommur. Á efnisskránni voru níu lög, mest ábreiður eftir Diamond Head, Blitzkrieg og fleiri, en tvö frumsamin, Hit the Lights og Jump in the Fire sem bæði voru á fyrstu breiðskífu Metallica, Kill ’Em All sem kom út 16 mánuðum síðar. E ftir velheppnað gigg í Knox- ville Civic Coliseum í Tennes- see að kvöldi 18. mars 1982 héldu málmgoðið Ozzy Osbourne og band hans sem leið lá með tónleika- rútu sinni til Orlando í Flórída, þar sem troða átti upp á rokkhátíð nokk- urri. Ozzy sparaði ekki áfengið við sig á leiðinni, fremur en fyrri dag- inn, sem varð til þess að gítarleikari bandsins, Randy Rhoads, spjaldaði hann um nóttina: „Þú veist að þú átt eftir að drepa þig á þessu, dag einn.“ Síðan tóku þeir félagar á sig náðir. Ozzy óraði ekki fyrir því þá en þetta urðu síðustu orðin sem hann heyrði af vörum Rhoads. Ekið var alla nóttina en komnir til Flórída numu menn staðar í Lees- burg árla morguns til að laga loft- ræstinguna í rútunni sem hafði bil- að. Landareignin var í eigu sérleyfisbílafyrirtækisins Calhoun Brothers og þar var að finna flug- braut fyrir litlar flugvélar og þyrlur. Rútubílstjórinn, Andrew Aycock, sá sér leik á borði en hann bjó að einka- flugmannsprófi enda þótt hann hefði ekki endurnýjað réttindin í þrjú ár. Aycock tók Beechcraft Bonanza-vél sem var á brautinni ófrjálsri hendi og flaug nokkra hringi yfir svæðið með Don Airey hljómborðsleikara og Jack Duncan tónleikastjóra. Ein- hverjum þótti hann fljúga óþægilega nálægt rútunni, þar sem flestir úr hópnum sváfu á sínu græna. Til- gangurinn var víst að vekja Tommy Aldridge trommuleikara. Förðunarmeistari hópsins, Rachel Youngblood, vildi líka komast í stutt útsýnisflug og úr varð að fyrr- nefndur Randy Rhoads slóst í hóp- inn. Hann var ákaflega flughræddur en eftir að Aycock hafði fullvissað hann um að hann myndi fara varlega vegna þess að hin 58 ára gamla Yo- ungblood væri veil fyrir hjarta sló Rhoads til. Hann langaði að taka loftmyndir og senda móður sinni. Rhoads reyndi að fá Rudy Sarzo bassaleikara með sér en hann vildi frekar sofa aðeins lengur. Að sögn sjónarvotta var Aycock staðráðinn í að „vekja“ rútuna. Flaug í tvígang mjög nærri henni og reyndi í þriðja sinn. Þá vildi hins vegar ekki betur til en að hann rak annan vænginn í þak rútunnar með þeim afleiðingum að hann klofnaði í tvennt og flugmaðurinn missti alla stjórn á vélinni. Hún rakst í fram- Randy Rhoads gat látið gítarinn tala tungum. Flickr.com Þau eru dáin, þau eru dáin! Fjörutíu ár eru um helgina liðin frá því að gítarleikarinn Randy Rhoads fórst í flugslysi í Flórída, aðeins 25 ára að aldri. Hann var mörgum harmdauði en hafði djúpstæð áhrif á stuttum ferli. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Fyrst þegar ég heyrði Crazy Train þá var það kúl grúvið en síðan kom þessi vöruflutningalest í gervi gítars æðandi inn. Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði rokklag og varð hræddur þegar gítarinn byrjaði.“ Þannig komst gítarséníið Steve Vai einu sinni að orði í sjón- varpsviðtali um þekktasta lagið sem Randy Rhoads gaf út. Hann er ekki sá eini sem sótt hefur innblástur í leik Rhoads gegn- um tíðina. Nefna má Dimebag Darrell og Kirk Hammett. Þá sagði Tom Morello úr Rage Against the Machine einu sinni: „Randy Rhoads er á vissan hátt Robert Johnson málmsins. Það liggur ekki margt eftir hann en það hefur haft gríðarleg áhrif.“ Tommy Aldridge, sem lék á trommur með bandi Ozzys, segir samvinnuna við Rhoads hafa verið hápunktinn á sínum ferli. „Að vinna með mönnum eins og Randy Rhoads er magnað, þeir rífa mann upp á hnakkadrambinu og lyfta manni upp á sitt plan.“ Hræddi Vai upp úr skónum Steve Vai.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.