Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 14
UPPELDI 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022 áherslu á að styrkja tengslamyndun ungbarna og barna við foreldra sína með það að mark- miði að styrkja undirstöðu geðheilbrigðis fjöl- skyldna.“ Fræðslan algjört lykilatriði Hann segir karlmenn bæði þurfa að vita og skynja hversu mikið konan þarf á umönnun og nærgætni þeirra að halda, að ekki sé minnst á barnið. Karlar standi sig oftast vel þegar þeir átti sig á viðfangsefninu og viti hvernig þeir eiga að takast á við það. Að veita þeim fræðslu gefi þeim möguleika á að læra um það sem hin verðandi móðir er að takast á við á meðgöngu. Það sé oft flóknara en feðurnir geri sér grein fyrir við fyrstu sýn. Hann segir tengsl einnig vega þungt. „Til að geta myndað örugg tengsl við barnið sitt þurfa karlar að vera í góðum tengslum við sjálfa sig svo þeir hafi betri forsendur til að sýna móður og barni samkennd. Það þýðir að þeir þurfa að geta fundið hvernig þeim sjálfum líður, en einnig það getur verið flóknara en ætla mætti. Og þeir þurfa að temja sér að bregðast við líð- an sinni á viðeigandi hátt hverju sinni, rétt eins og þeir þurfa að bregðast rétt við þörfum og tilfinningum barnsins.“ Með fræðslu skapast betri forsendur fyrir aukinni og nánari þátttöku feðra í umönnun barnsins fyrstu mánuðina og misserin, sem á endanum stuðlar að jafnri umönnunarábyrgð. „Verðandi feður þurfa að öðlast aukinn skiln- ing á því hvað verðandi móðir er að ganga í gegnum og þeir þurfa að skilja þörf hennar fyrir stuðning og virðingu, sem er grundvöllur fyrir öryggi hennar. Lykilatriði er að feður séu öruggir í sambandinu og upplifi að verðandi barnsmóðir treysti þeim og óski þátttöku þeirra í þessum mikilvægasta kafla ævi þeirra beggja. Það að barnshafandi kona finni sam- kennd og vilja gagnvart þátttöku karlsins strax á meðgöngu gefur henni öryggi og vellíð- an. Finni karlinn aftur á móti til máttleysis síns geta viðbrögðin orðið neikvæð, jafnvel of- beldi.“ Aukin ábyrgð valdhafa Ólafur Grétar bendir á, að við mannfólkið séum tegund sem þurfi hjálp og veiti hjálp. Það eigi svo sannarlega við um foreldra- hlutverkið. Ekki hvarfli að nokkrum manni að setjast undir stýri án þess að hafa fengið fræðslu um það hvernig eigi að keyra bíl. „Barnauppeldi og -umönnun er þúsund sinn- um flóknara fyrirbæri og auðvitað þurfa allir fræðslu um það hlutverk. Og auk fræðslu þurfa foreldrarnir líka aðstoð þannig að þeir hafi betri forsendur til að annast nýburann.“ Í umræðunni um foreldravald kallar Ólafur Grétar eftir aukinni ábyrgð valdhafa. Ábyrgð stjórnvalda og vinnumarkaðarins felist í því að tryggja foreldrum fræðslu og aðstoð þannig að þeir hafi betri forsendur til að rísa undir kröf- um foreldrahlutverksins en líka til að njóta þess út í æsar, enda sé ekkert meira gefandi ef allt er í blóma. Hann segir yfirvöld því miður ekki hlusta á ráð UN Women og félagsins Fyrstu fimm, þar sem hann er sjálfur stofnfélagi og situr í stjórn, heldur flytji vandann yfir á konur og kvennastéttir í stað þess að styrkja foreldra í sínu vandasama hlutverki með fræðslu og að- stoð. Fyrsta og mikilvægasta kennarann sem hafi úrslitaáhrif á líðan barna og námsárangur. Að félaginu Fyrstu fimm standa fjölskyldur og fagaðilar með sameiginlegan áhuga á velferð barna. „Á sama tíma og ráðherra vill – rétti- lega – að Ísland verði til fyrirmyndar í lofts- lagsaðgerðum þarf líka aðgerðir til að tryggja að íslensk börn séu ekki áfram í neðstu sætum Evrópu í námi – og færni í félagslífi.“ Ástæða þess að umönnun og uppeldi barna hafa vissulega lent meira á herðum kvenna, jafnvel nú á okkar upplýstu tímum, tengist, að dómi Ólafs Grétars, skorti á því að feður hafi sjálfir fyrirmyndir til að fylgja í föð- urhlutverkinu. Þess vegna skipti öllu að þeir fái skipulega fræðslu og geðheilbrigðisþjón- ustu þegar þeir verða feður. Ábyrgð beggja verðandi foreldra þurfi að aukast og dugar ekki bara að huga að sambandi hvors foreldris um sig við barnið. „Það eru vond skilaboð ef ekkert er haldið í höndina á feðrum þegar þeir eignast sitt fyrsta barn. Hvers vegna eiga þeir þá að trúa því að kerfið grípi þá einhvern tíma seinna? Það er mjög áríðandi að karlar treysti kerfinu, þegar veikindi knýja dyra og annað slíkt.“ Hugum að parasambandinu Hann segir líka mikilvægt að huga að para- sambandinu. Ráði parið ekki við umönnunar- kröfurnar geti það haft slæm andleg og jafnvel líkamleg áhrif á börnin og í versta falli fært ábyrgðina af uppeldi þeirra yfir á uppeldis- og velferðarstéttir. Konur hafa tekið mikinn þátt í þróun á vinnumarkaði auk þess að leggja sitt af mörk- um við frumkvöðlastarf en því fylgja stóraukin lífsgæði. „Þar er allt á réttri leið, þrátt fyrir allt, en aðkallandi þörf er á að styrkja feður í tengslamyndun við börn sín til að jafna byrð- ina. Þannig má á endanum draga úr hinu fræga samviskubiti kvenna yfir því að þær sinni ekki börnum sínum nægilega vel ef þær eru ekki hjá þeim öllum stundum. Ef þær vita að feðurnir kunna og vilja uppfylla þarfir barnsins og séu í góðum tengslum við þá, þá dregur úr áhyggjum kvennanna og öllum líður betur,“ segir Ólafur Grétar. En án fræðslu og aðstoðar hefur orðið til ójafnvægi með þeim afleiðingum að umönn- unarbyrði hér á landi er mögulega sú þyngsta og dýrasta í Evrópu, að dómi Ólafs Grétars. Að viðbættri óviðunandi slæmri nýtingu á mann- auði sem birtist til dæmis í miklu brottfalli í skólakerfinu. „Af þessum ástæðum verður að jafna umönnunarbyrðina.“ Góð kynslóðatengsl Einn af styrkleikum velferðarkerfisins okkar, að áliti Ólafs Grétars, er sá að íslenskir feður taka nú sjálfstætt fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð eða um 30% af hinu sameig- inlega orlofi foreldranna. Feður annars staðar á Norðurlöndunum taka aðeins 10-15%. „Mín skilaboð eru einföld: Verum sænskari!“ Hann rifjar upp hversu mikil áhrif sænski fjölskylduráðgjafinn Göran Wimmerström hafði á hann um miðjan tíunda áratuginn en hann gekk þá undir nafninu „ólétti pabbinn“. „Maður fæddist upp á nýtt við að hlusta á það sem hann hafði fram að færa. Það snýst meðal annars um að feður tengist börnum sínum í frum- bernsku.“ Við fæðingu fyrsta barns þurfa nýir for- eldrar á öllum sínum styrk og stoð samfélags- ins að halda, það þarf jú þorp til að ala upp barn, eins og máltækið segir. „Einn af okkar styrkleikum sem samfélag er vissulega stór- aukin þátttaka feðra í umönnun barna sinna nú þegar, en einnig nálægð fjölskyldna og góð kynslóðatengsl eins og rannsóknir dr. Sigrún- ar Júlíusdóttur benda til. Þær leiða í ljós kosti þess að tvær kynslóðir hjálpist að í að vera fyr- irmyndarforeldrar og svo afar og ömmur.“ Ólafur Grétar talar af reynslu. Sjálfur varð hann faðir fyrir 34 árum án þess að hafa for- sendur til að átta sig á því hvað hann var í við- kvæmri stöðu. „Þegar dóttir mín var tveggja ára skildum við æskuástin mín og veröld mín hrundi. Það að missa þær og að vera vakinn af dóttur minni alla morgna setti líf mitt á hliðina og það tók mig langan tíma að jafna mig með einstakri hjálp frá vinum, systkinum og góðum sérfræð- ingum. Það var ekki fyrr en í námi í sálfræði- legri ráðgjöf, þegar dóttir mín var orðin 10 ára, sem ég varð meðvitaðri um mína viðkvæmu stöðu með tilkomu foreldahlutverksins.“ Gera þarf betur Af öllu þessu má ráða að ástandið gæti verið verra hér á landi; eigi að síður segir Ólafur Grétar að gera þurfi betur. Fréttir af ójafn- vægi á heimilum í Covid-19 og fyrirsjáanleg eftirköst kalli á mikilvirkar aðgerðir af því tagi sem hér hefur verið lýst. „Kallað hefur verið eftir aðgerðum allan þann tíma sem Covid-19 hefur geisað en of lítið gerst.“ Feðra-, meðgöngu- og parafræðslan sem Ólafur Grétar býður upp á er viðbragð við að- kallandi þörf sem sveitarfélög, ríki og aðilar vinnumarkaðarins sinni ekki nægilega vel. „Hún hefur það markmið að ef barnshafandi pör og foreldrar barna allt að þriggja ára aldri huga að ákveðnum þáttum, andlegum, félags- legum og hvað snertir innbyrðis tengsl, þá eru mun minni líkur á því að fjölskyldan þurfi ann- ars og þriðja stigs þjónustu og minnkar stór- lega hættuna á að foreldrar skilji vegna álags.“ Það er því til mikils að vinna. Erfið staða drengja Dæmin sýna að drengir eru þyngra kynið í uppeldi og umönnun og Ólafur Grétar hefur mikið velt erfiðri stöðu drengja í skólakerfinu hér á landi fyrir sér. Þeir séu mjög illa settir og leita þurfi út fyrir Evrópu til að finna lakari stöðu samkvæmt svonefndri Hechinger- skýrslu. „Það að drengir njóti sín ekki í skóla- kerfinu eykur umönnunarbyrði sem stjórnvöld flytja eins og er yfir á konur. Atvinnulífið vill vernda frumkvöðlaauðinn sem í konum býr, þannig að því ætti að renna blóðið til skyld- unnar.“ Hann hefur eftirfarandi til málanna að leggja: „Sinnum þroskaþörfum drengja í frum- bernsku og það verður ekki þörf fyrir að hegna þeim fullorðnum.“ Ólafur Grétar bendir á, að það halli strax á drengi í móðurkviði en dánartíðni karlkyns fóstra mun vera marktækt hærri en kvenkyns fóstra. „Flestallt sem úrskeiðis getur farið í móðurkviði kemur oftar fram hjá karlkyns fóstrum. Barnalæknar sem sérhæfa sig í ný- burum vita að meðal fyrirbura farnast stúlkum betur en drengjum við sambærilega með- göngulengd. Sú staðreynd er minna þekkt að barnshafandi kona undir miklu álagi á frekar á hættu að missa fóstrið sé það karlkyns. Áber- andi dæmi um viðkvæmni karlkynsins er að glími foreldri við þunglyndi bregst drengur fyrr við því og á sýnilegri hátt en ef um stúlku er að ræða. Slíkt foreldri er ekki jafn næmt á hegðun og þarfir barnsins og foreldri sem líður vel, sem aftur hefur áhrif á þroska barnsins síðar meir. Eirðarleysi er algengara meðal drengja en stúlkna. Það má að hluta til rekja til líffræðilegra ástæðna, en samfélagslegar hug- myndir um karlmennsku geta átt það til að ýta undir vandann. Karlkynið er veikara kynið.“ Leita síður aðstoðar Afleiðingar þessarar menningarblindu eru að sögn Ólafs Grétars meðal annars að: Þrisvar sinnum fleiri drengir en stúlkur greinast með hegðunarvanda í skólum. Unglingspiltar og fullorðnir karlmenn leita sér síður aðstoðar þegar erfiðleikar steðja að, en átakanlegustu sönnunargögn þess er hærri sjálfsvígstíðni karla óháð aldri. Þessari þróun segir Ólafur Grétar brýnt að snúa við – og byrja þurfi strax! ’ Það að drengir njóti sín ekki í skólakerfinu eykur umönnunarbyrði sem stjórn- völd flytja eins og er yfir á kon- ur. Atvinnulífið vill vernda frumkvöðlaauðinn sem í kon- um býr, þannig að því ætti að renna blóðið til skyldunnar. Ólafur Grétar segir brýnt að faðir og móðir deili ábyrgð- inni á uppeldi barna sinna. Colorbox Ólafur Grétar segir brýnt að allir verð- andi feður séu meðvitaðir um eftirfar- andi: - Rannsóknir sýna að feður eru jafn mikilvægir geðheilsu barna og mæður. - Sem dæmi má nefna að þunglyndi og kvíði feðra strax eftir fæðingu barns hefur mikil áhrif á börnin. -Þau eru þá í meiri hættu varðandi það að þróa með sér tilfinninga- og hegðunarvanda síðar á ævinni. - Sýnt hefur verið fram á að geta föð- ur til að vernda börn fyrir afleiðingum geðheilsubrests móður sé mikilvægur þáttur. - Til að auka getu föður til að vernda börn og styðja veika móður þarf hann fræðslu og aðstoð. Þetta þurfa allir verðandi feður að vita

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.