Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 11
20.3. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan Nánar á fjallkona.is BRJÁLÆÐISLEGA GÓÐUR BRUNCH LAUGARDAGA & SUNNUDAGA 11.30-14.30 Sex geggjaðar tegundir af Eggs Bendickt, brunch-turn, avókadó toast og allskonar gotterí ar. Þá mun okkur ganga eins vel og hægt er,“ segir Sigga. Viljið þið nota Eurovision sem stökkpall fyr- ir frægð og frama? „Þetta er ótrúlega gott tækifæri sem við vilj- um auðvitað nýta okkur til að koma áfram okk- ar tónlist,“ segir Beta. „Kannski getur þetta gefið okkur svigrúm til að skapa, án þess að þurfa að hugsa um að borga reikninga,“ segir Elín. „Tónlistin þarf nefnilega stundum að mæta afgangi þegar þarf að borga þá,“ segir Sigga. Mikil einlægni í kántrí Systurnar segja allar að draumurinn sé að vera í fullu starfi við að vera í hljómsveit og fá að spila úti um allan heim. „Alveg absólút,“ segir Beta. „Við erum líka bandarískir ríkisborgarar og það væri gaman að fá að taka þátt í þeirri senu líka,“ segir Elín en þær segjast vera mikið inni á kantrílínunni og því hafi lag Lovísu hentað þeim afar vel. „Ég hef verið núna síðasta ár að taka upp sóló kántríplötu. Við höfum allar verið í kántrí og erum að fara að gefa út nýtt efni núna á næstunni með Lovísu,“ segir Elín. „Við fundum það í keppninni að samstarfið við Lovísu var bara upphafið,“ segir Beta. „Mörgum finnst kántrí eitthvað hallærislegt en það er mjög stór hluti fólks í Bandaríkj- unum sem hlustar á það. Það er stór heimur þarna úti,“ segir Beta. „Það er svo mikil einlægni í kántrí og svo fal- legar sögur,“ segir Sigga. Systurnar koma undir nafninu Systur þegar út verður komið, en lagið verður flutt á ís- lensku. Þær fara út 30. apríl og verða á Ítalíu í tvær vikur. Hvernig mun ykkur ganga að vera saman í tvær vikur dag og nótt? „Það verður geggjað!“ segir Beta. „Við erum sko alltaf saman. Við munum ríf- ast svona tvisvar, en það fer eftir því hvar við erum í tíðahringnum,“ segir Sigga og þær skellihlæja. „Já, það er sko hræðilegt! Því þær eru sam- taka í tíðahringnum og þá er ég ein á móti tveimur,“ segir Beta. „Takk fyrir að segja alþjóð hvenær við erum á túr,“ segir Sigga og hlær. „En að öllu gamni slepptu rífumst við sjald- an en ef það gerist leysum við fljótt allan ágreining sem kemur upp. Við erum svo rosa- lega nánar að við erum í raun hluti af hver annarri.“ Heima með barnabörnum Yngri bróðir systranna, Eyþór, fer með þeim til Torínó, en hann á von á barni á hverri stundu. „Mamma og pabbi ætla ekki út því þau ætla að hjálpa til með barnið,“ segir Sigga. „Okkur finnst gott að vita af þeim heima með börnunum,“ segir Elín og ber mikið lof á litla bróður, sem er reyndar 24 ára. „Hann er tónlistarséní. Hann spilar á allt og er að fara að gefa út sjálfur sitt efni,“ segir El- ín. „Úti á Ítalíu verðum við í vinnunni en for- eldrar okkar eru svo yndisleg að vera heima á meðan að hugsa um barnabörnin,“ segir Beta. „Ég fyllist oft miklu stolti að geta verið að vinna með systkinum mínum og eiga foreldra sem styðja svona vel við bakið á okkur. Við tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ segir Beta og hinar taka undir það hvað fjölskyldan sé mik- ilvæg. „Mér fannst svo fallegt þegar sonur minn sagði mér hvað hann væri stoltur af mér og hvað við værum að setja gott fordæmi. Við getum allt, alveg sama hvað,“ segir Sigga. Ætlið þið ekki að njóta ykkar í Torínó? „Jú, heldur betur, þetta verður svo gaman,“ segir Beta. „Ég er að fara í ferðalag með systrum og bróður til Ítalíu!“ segir Sigga og segist afar spennt. Sigga, þú kannski leyfir stelpunum eitthvað að komast að? Systurnar hlæja, enda segja þær oft gert góðlátlegt grín að þessu. „Trúðu mér, það er mjög gott að hafa Siggu, ég á það til að fara bara í „flatline“ þegar ég er í sjónvarpsviðtali og þegi kannski í góðar tutt- ugu sekúndur,“ segir Elín og brosir. „Við vorum í viðtali um daginn og vorum ægilega ánægðar af því okkur Elínu tókst að tala,“ segir Beta og hlær. „Við erum bara mjög spenntar fyrir þessu!“ segir Sigga hinar taka undir. Við látum þetta gott heita og höldum út í veturinn að taka nokkrar myndir. Lítil stúlka stendur fyrir utan með móður sinni og horfir agndofa á systurnar þrjár þar sem þær stilla sér upp fyrir mynda- töku. Móðirin spyr varfærnislega hvort hún megi nokkuð fá eina mynd af dóttur sinni með þeim. Það héldu þær nú. Það var glöð lítil stúlka sem kvaddi nýjustu Eurovision-farana okkar sem eflaust munu standa sig með sóma. Morgunblaðið/Eggert ’ Ég fyllist oft miklu stolti að geta verið að vinna með systkinum mínum og eiga for- eldra sem styðja svona vel við bakið á okkur. Við tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut. Systkinin tóku sig vel út á sviðinu um síðustu helgi. Eyþór er á trommum og Sigga, Elín og Beta syngja og spila á gítara lagið Með hækkandi sól.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.