Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 12
UPPELDI 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022 J afnréttisbyltingin er okkur ótrúlega mik- ils virði, bæði konum og körlum. Hún hófst þegar konur tóku sér um síðir stöðu við háborðið, fyrst inni á heim- ilunum, síðan á almennum vinnustöðum, þá í stjórnmálum og loks eru þær farnar að láta að sér kveða í fjármálaheiminum. Nú síð- ast báru konur svo hitann og þungann af bar- áttunni við Covid-19, bæði innan og utan heim- ilis,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og þátttakandi í tengslabyltingu karla undanfarinn aldarfjórð- ung eða svo. Hann segir sigur kvenna mikinn en jafnrétt- isbylting þeirra hafi um leið reynst vera mikil gjöf fyrir karla, þvert á það sem þeir hefðu kannski búist við. „Ekkert var frá þeim tekið, nema valdhrokinn, en í staðinn hafa þeir öðlast dýpri tengsl við sjálfa sig og maka sína, jafn- framt því að þeir geta nú fundið sig miklu bet- ur í föðurhlutverkinu en áður,“ segir hann. Ýmsa áfanga má greina í jafnréttisbylting- unni. „Það er óhætt að segja að Bríet Bjarn- héðinsdóttir hafi riðið á vaðið. Síðan fylgdi kosningaréttur kvenna í byrjun 20. aldar. Jafnréttislöggjöf í nokkrum skrefum. Sókn kvenna út á vinnumarkaðinn. Félagsbyltingin á sjöunda og áttunda áratugnum þegar konur uppgötvuðu vald sitt. Getnaðarvarnir og fæð- ingarorlof,“ rifjar Ólafur Grétar upp. Í þessu sambandi nefnir hann líka tilkomu fæðingarorlofs feðra í upphafi þessarar aldar. Það hafi ekki bara veitt feðrum tækifæri til að dýpka sambandið við börnin sín, heldur líka leyst konur undan þeirri ábyrgð að bera næst- um einar ábyrgðina á fyrstu mánuðum og misserum í ævi barnsins. „Sigurinn felst sum sé í því að karlar taka næsta stóra skrefið í átt að jafnri umönnunarábyrgð fjölskyldunnar. Þannig hjálpum við bæði konum og körlum og eyðum ójafnvæginu sem verið hefur við lýði og losum konur undan of mikilli ábyrgð. Karlar vilja stíga upp og ekki vera byrði.“ Fordæmi sjómanna Það kemur kannski einhverjum á óvart en Ólafur Grétar segir að halda megi fram með gildum rökum að innblásturinn að þessum sigri sé sóttur til Slysavarnaskóla sjómanna. „Lengi vel ríkti þegjandi samkomulag hér á landi um að óhjákvæmilegt væri að á hverju ári færust eða slösuðust alvarlega tugir sjó- manna við Íslandsstrendur. Íslensk eða erlend skip fórust með manni og mús og allir urðu sorgmæddir svolitla stund en héldu svo áfram og hugsuðu sem svo að svona væri þetta bara. Hafið gaf og hafið tók.“ Svo varð hugarfarsbreyting. Slysavarnir þróuðust hröðum skrefum og bylting varð þeg- ar Slysavarnaskóli sjómanna tók til starfa. Sjómenn höfðu nánast litið á það sem örlög að svo og svo margir hlytu að fara á hverju ári, en nú urðu engir ötulli talsmenn slysavarna en sjómennirnir sjálfir. „Enginn fer lengur á sjó- inn nema hafa numið í Slysavarnaskólanum og reglulega sækja þeir ný námskeið til að halda við kunnáttunni. Sjómenn ganga nú á undan með góðu fordæmi og sjá um að öryggis- reglum sé framfylgt um borð í skipum þeirra. Í stað þess að ábyrgðin sé bara hjá útgerðar- mönnum, þá gæta þeir nú hver annars. Árang- urinn er ótrúlegur – sjö ár í röð án þess að al- varleg slys hafi orðið á sjó. Þetta er fordæmi á heimsmælikvarða, enda frægt orðið.“ Ólafur Grétar spyr hvort ekki sé ástæða til að taka uppvaxandi kynslóðir í landinu jafn al- varlega og sjómenn: „Ber ekki samfélaginu skylda til að veita þeim hliðstæða vernd og fullvöxnum sjómönn- um? Hvar er gat í undirbúningi að farsælu æviskeiði barns? Jú, – feður verða oft sárlega utanveltu í því ferli að undirbúa og fylgja eftir fæðingu og fyrstu árum barns.“ Allt er hægt með réttum aðferðum Enda þótt við séum á réttri leið segir Ólafur Grétar enn þá vanta upp á að umönnunarbyrði foreldranna sé jöfn. Þess vegna hyggst hann hleypa af stokkunum verkefninu „Allt er hægt með réttum aðferðum“. Áætlað er að verkefnið standi í 1.000 daga og Ólafur Grétar segir best að það hæfist sem allra fyrst. „Verkefnið, sem ég hef þróað með hjálp rannsókna færustu sér- fræðinga, hefur það markmið að hámarka ávinninginn af tilkomu fæðingarorlofs fyrir feður, með fræðslu og aðstoð sem kallað hefur verið eftir allt frá árinu 1995.“ Til að gera betri grein fyrir manninum þá heldur hann úti Meðgöngufræðslu Ólafs Grét- ars á Facebook og Instagram og býður þar verðandi og nýjum foreldrum fræðslu sér að kostnaðarlausu. „Mæður fá ókeypis mæðra- vernd og í jafnréttisríki þurfa feður feðra- vernd.“ Með þessum námskeiðum sinnir hann 10- 15% verðandi feðra sem „fyrsta stoppistöð“, eins og hann kallar það, sem gefur þeim auk- inn fyrirsjáanleika og aukna vitund um eigin styrk- og veikleika. „Ef þörf er á frekari að- stoð og stuðningi bendi ég þeim á að leita sér hjálpar við fyrsta tækifæri, til dæmis hjá geð- heilsuteymi HH fjölskylduvernd eða hjá sjálf- stætt starfandi sérfræðingum.“ Fræðslan og aðstoðin eru sérstaklega hönn- uð fyrir verðandi feður og feður í fæðingar- orlofi ásamt mökum þeirra á landinu öllu. Í framhaldi af þátttöku í feðraverndinni, sem feður skrá sig í sjálfir, býðst fjölskylduvernd ásamt maka. „Sérstök áhersla er lögð á þá sem eiga maka sem starfa í félags- eða heilbrigðisþjónustu ásamt þeim sem fást við kennslu eða löggæslu. Það er að segja störf sem útheimta bæði mik- inn tíma og orku hjá þeim sem þeim gegna. Segja má að sökum vinnuálags verði þessar stéttir að eiga maka sem ber skilyrðislaust 50% umönnunarábyrð.“ Eitt skref í þessari fræðslu – sem Ólafur Grétar kallar feðravernd – er að styðja karl- menn til þess að mynda tengsl við barn og maka sem hjálpar þeim að takast á hendur að minnsta kosti hálfa umönnunarábyrgð. „Fræðslan er byggð á bestu þekkingu og þrautreyndum aðferðum sem erlendir og inn- lendir sérfræðingar hafa beitt.“ Málefnið brennur á Ólafi Grétari eins og kemur fram í greininni Fjölskylduvernd, feður og frumtengsl – reynsla af sjálfboða- og hug- sjónastarfi í nýjasta tímariti Geðverndarfélags Íslands. Þar lýsir hann áhugaverðu ferðalagi, þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. „Það rímar vel við áherslur Geðverndarfélags Íslands um aukna fræðslu fyrir foreldra og fagfólk með „Á sama tíma og ráðherra vill – rétti- lega – að Ísland verði til fyrirmyndar í loftslagsaðgerðum þarf líka aðgerðir til að tryggja að íslensk börn séu ekki áfram í neðstu sætum Evrópu í námi – og færni í félagslífi,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson. Morgunblaðið/Eggert Ekkert var frá þeim tekið, nema valdhrokinn Þótt við séum á réttri leið þá vantar enn upp á að umönnunarbyrði foreldra sé jöfn. Þess vegna hyggst Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi hleypa af stokkunum verkefninu „Allt er hægt með réttum aðferðum“. Það hefur það markmið að hámarka ávinninginn af tilkomu fæðingarorlofs fyrir feður, með fræðslu og aðstoð sem kallað hefur verið eftir í meira en 25 ár. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Sigurinn felst sum sé í því að karlar taka næsta stóra skrefið í átt að jafnri umönnunarábyrgð fjölskyldunnar. Þannig hjálpum við bæði konum og körlum og eyð- um ójafnvæginu sem verið hefur við lýði og losum konur undan of mikilli ábyrgð. Karlar vilja stíga upp og ekki vera byrði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.