Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022 MENNTUN Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Ennþá meira úrval af listavörum Listverslun.is Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16 K annanir sýna að um það bil 39% barna í Reykjavík (2019) ná ekki að lesa sér til gagns við lok 2. bekkjar. Þetta hlut- fall þyrfti að lækka niður í 10-20%, sem er markmið Kveikjum neist- ann!-nálgunarinnar. Prófessor Sissel Skaalvik kallar bilið milli þeirra sem hafa færni til að læra að lesa og þeirra sem hafa líffræði- legar ástæður fyrir lestrarerfið- leikum „menntunarlesblindu“ (e. educational dyslexia). Skoðum þetta aðeins betur. Alls eru það um 39% barna í 2. bekk í Reykjavík sem ekki hafa náð læsi við lok skólaársins (gátu ekki lesið sér til gagns). Fræðimennirnir John Stein (Oxford University) og Joel Talcott (Aston University) telja að 2-4% einstaklinga hafi lífeðlisfræði- legar ástæður fyrir lesblindu (e. vis- ual processing problems). Í vísindagreinum er oft sagt að 4- 10% einstaklinga glími við einhvers konar erfiðleika í lestri sem er oft kölluð lesblinda (e. dyslexia). Þann- ig má segja að í Reykjavík séu um 29-35% barna í 2. bekk sem eru með svokallaða „educational dys- lexia“, það er að segja hafa ekki fengið næga þjálfun og stuðning til að ná læsinu. Það merkir að hvorki foreldrar/forráðamenn (hringur 1) né skólinn (hringur 2) (sjá mynd 1) hafi náð að kenna þeim börnum að lesa. Tökum 25 barna bekk sem dæmi, þá erum við að tala um 7-9 börn sem vantar þessa aðstoð. Reiknum með að talan sé sú sama fyrir allan árganginn, þá eru það 1.160-1.400 börn á landsvísu. Ef við skoðum PISA 2018, þá er árangur íslenskra 15 ára unglinga í lesskilningi á sama hátt, þá eru það 34% drengja og 19% stúlkna sem ekki lesa sér til gagns. Það merkir að 24-30% drengja og 9-15% stúlkna eru með „educational dyslexia“. Þetta eru staðreyndir sem við verðum að skoða betur og bregðast við. Við verðum hreinlega, bæði for- eldrar og skóli, að efla markvissa þjálfun og eftirfylgni (samanber fræðimanninn Ericsson). Nýtum okkur fremstu vísindin í lestrar- kennslu barna og unglinga. Það sem við köllum „best practice“. Það að 34% drengja og 19% stúlkna, 15 ára, séu undir þrepi 2 er mjög alvarleg staða því lestur er lykill að þekkingu, menntun og al- mennum lífsgæðum. Rannsóknir sýna einnig mikilvægi þess að kom- ast upp á þrep 2 eða hærra til að komast í gegnum framhaldsskóla og út í atvinnulífið. Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sál- fræði við NTNU í Þrándheimi og pró- fessor við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, MVS, Háskóla Íslands hermundur@hi.is Helga Sigrún er kennsluráðgjafi á Skóla- skrifstofu Vestmannaeyja og læsisfræð- ingur Herdís Rós er læsisfræðingur og sérkennari við Grunnskóla Vest- mannaeyja Svava er grunnskólakennari og verk- efnastjóri Rannsóknarsetursins Mennt- unar og hugarfars við HÍ Menntunarlesblinda Börn og foreldrar brugðu á leik og leystu þrautir þegar lestrarátakið var kynnt í Bókasafni Vestmannaeyja í haust. Morgunblaðið/Ómar ’ Nýtum okkur fremstu vísindin í lestrarkennslu barna og unglinga. Stuðningur foreldra og skóla Börn Skólar Foreldrar Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson Helga Sigrún Þórsdóttir Herdís Rós Njálsdóttir Svava Þ. Hjaltalín Fornleifafræðingar lyftu á fimmtu- dag hulunni af steingerðum leifum hvals, sem synti um höfin fyrir 36 milljónum ára og fundust í eyði- mörk í Perú á liðnu ári. „Við höfum kynnt hér hinn nýja perúska basilosaurus, þetta er heil höfuðkúpa forns hvals, sem lifði fyrir 36 milljónum ára,“ sagði Mar- io Urbina, fornleifafræðingur og leiðtogi hópsins, sem fann beina- grind hvalsins. Leifarnar fundust í lok árs í fyrra í Ocucaje-eyðimörkinni um 350 km suður af Lima, höfuðborg Perú. Á þessum stað var grunnsævi fyrir milljónum ára og í sandhólum eyði- merkurinnar hafa fundist sláandi leifar ýmissa frumstæðra sjávar- spendýra. Fornhvalurinn hefur verið um 17 metrar á lengd og hefur notað stóra skoltana og sterklegar tenn- urnar til að borða túnfisk, hákarl og innbyrða torfur af sardínum. „Þessi fundur er mjög mikil- vægur vegna þess að engir sam- bærilegir steingervingar hafa fund- ist annars staðar í heiminum,“ sagði Urbina, sem vinnur við rann- sóknir við San Marcos-þjóðarhá- skólann í Lima. Fundurinn er líka sagður sér- stakur vegna þess hve heillegir steingervingarnir eru og mun nýt- ast til að átta sig á sögu Perúhafs. Steingerð höfuðkúpa af basilosaurusi, sem synti um höfin fyrir 36 milljónum ára, er nú til sýnis í Perú. AFP/Ernesto Benavides Fundu fornhveli

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.