Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022 V ið brennum flest í skinninu að sjá að fullyrðingar um að varnarlið Úkraínu sé komið á sigurbraut gangi eftir. En óttumst að ósk- hyggjan, sem bjartsýnisfréttirnar hafa kveikt, sé of góð til að stand- ast. Það tekur tíma að taka lönd Fyrrnefndar fréttir byggjast flestar á þeirri stað- reynd að þrjár vikur hafi ekki dugað Rússlandi Pút- íns til að leggja Úkraínu undir sig. Guð láti gott á vita, muldrum við í barminn. Í þágu raunsæis og til að koma í veg fyrir yfir- þyrmandi vonbrigði, ofan á aðra eymd sem þetta óafsakanlega árásarstríð kallaði yfir varnarlitla þjóð, hefur verið minnt á hernaðarmátt og heift Hit- lers og Jóseps Stalíns, sem gerðu atlögu að Póllandi úr vestri og austri í aðdraganda seinni heimsstyrj- aldar. Þeir kumpánar þurftu nærri helmingi lengri tíma til að ljúka óþverraverkinu en Pútín hefur þeg- ar notað til sinna trakteringa. Pólland varð að nota þorra síns styrks til að taka á móti húnum Hitlers úr vestri og gat ekki vænst óheilinda Stalíns og alþýðuríkis hans úr austri. Um það hafði verið gerður leynisamningur í „friðarsátt- mála“ þessara tveggja af verstu subbuleiðtogum sögunnar. Innrásarstríðið um Noreg er sagt hafa tekið nasista tvo mánuði eða svo, en þangað sendu Bretar og fleiri nokkurn liðsafnað. Fall Frakklands varð hins vegar með ólíkindum snöggt og það ýtti á að fyrrnefnt lið var kallað frá Noregi. Annar kafli sama stríðs Í upphafi þessarar lotu var talið að Pútín ætlaði sér nú að tryggja samtengingu sinna nýstofnuðu „al- þýðulýðvelda“ sem voru hluti af skrefinu sem stigið var 2014, þegar Krímskagi var sóttur inni í Úkraínu, og um leið að tryggja öruggt umhverfi skagans og nauðsynlegt aðgengi um landveg að Rússlandi. Taldi Pútín þá víst eða mjög líklegt að Úkraínumenn sæju sitt óvænna og leituðu samninga á þeim nótum sem Pútín hafði kynnt frá fyrsta degi. Vestræn ríki settu, að eigin sögn, þungar refsiaðgerðir á Pútín vegna ósvífni hans og yfirgangs 2014. En stað- reyndin er sú að helstu þátttökuríkin í þeim efnum gerðu lítið með þær ákvarðanir sjálf og gleymdu þeim svo óðar en varði. Fljótlega hófust stórsamningar um kaup og flutn- ing á olíu til Evrópuríkja, þótt enn væri látið eins og refsiaðgerðir væru í gangi gagnvart Pútín, til að knýja hann til að skila Krímskaga og öðru því sem hann hafði haft upp úr krafsi sínu átta árum fyrr. Var reyndar tekinn sérstakur snúningur til að ganga freklega gegn hagsmunum Úkraínu í þeim málatilbúnaði öllum, sem veikti stöðu þeirra og fjár- hagslega tiltrú. Of gott til að vera satt? Þótt rétt þyki að slá á áköfustu væntingar um leið og haldið sé í vonirnar um hið besta, þá færast þær hugsanir einnig nær að hugsanlega gæti sú jákvæða þróun, sé hún raunin, „neytt“ Pútín til að beita enn meiri þunga en hann hafði einsett sér, til að ná sínu fram, vildi hann halda í trúverðugleika sinn heima fyrir. Pútín þyldi illa að hverfa næsta tómhentur heim, þegar jarðarfarirnar stæðu sem hæst í byggð- um Rússlands. Hvað sem meintum erfiðleikum Pútíns í stríðs- rekstrinum líður hefur hann enn undirtökin, þótt hann hafi ekki enn brotið baráttuviljann á bak aftur. „Heimurinn“ hefur hafnað því að taka beinan þátt í stríðsrekstrinum við hlið Úkraínu, nema þá með útvegun öflugra vopna. Þau eru mjög mikilvæg en hafa flest komið óguðlega seint, og þrengist um leið- ir, sem dregur óneitanlega úr gagni þeirra. Bitunum fjölgar, sem þungt er að kyngja Rússar hafa hins vegar ekki lagt undir sig þau land- flæmi, sem einhverjir höfðu vænst að gert yrði á þremur fyrstu vikum stríðs. En þrátt fyrir kröftuga viðspyrnu heimamanna og útrúlegan kjark hefur enn sem komið er enginn skiki, sem Rússar höfðu þegar tekið, náðst til baka. Haldi slík þróun áfram, sem verið hefur, er tvennt líklegt: Að sigur árásar- aðilans verði dýrkeytari en ætlað var og eins hitt, að mjög hart verði gengið að varnaraðilanum til að knýja fram uppgjöf, og hafa þó engin vettlingatök verið brúkuð til þessa! Þá virðist sú von ein liggja óræð eftir að einhverjir þegnar Pútíns, og þá einkum sá hluti þeirra, sem helst getur náð til hans, séu búnir að fá miklu meira en nóg. En jafnvel þótt svo væri og innanhússbylt- ing sem heppnaðist yrði ofan á er ekki gefið að nýir herrar í Kreml teldu sér óhætt að gefa frá sér stöðu- legan ávinning sem svo dýru verði var keyptur. Það tók töluverðan tíma að koma Nikita Krútsjoff frá völdum eftir klúður hans í Kúbudeilunni. Eftir- maðurinn, Leoníd Brésnev, var þunglamalegur afturhaldskommi af gamla skólanum, sem sat lengi og dró verulega úr því innanlandsfrelsi sem Krút- sjoff hafði þó staðið fyrir, eftir að hann afhjúpaði Stalín í frægri „leyniræðu“ sinni um óvættinn. En vissulega er Rússland nútímans ekki spegil- mynd þessarar fornu tíðar, þótt Pútín sé eini leið- togi ríkisins um langa hríð, sem er kominn nokkuð á veg um að jafna langa valdatíð Stalíns. Pútín hefur fengið góðan stuðning í öllum kosningum, en hefur þó aldrei náð 113% fylgi í kjördæmi, eins og Stalín fékk á sinni tíð, þegar best gekk. Þeir málefnatómu hiksta enn Einn undarlegur kækur hefur gert vart við sig hjá sama fólkinu nú, eins og varð eftir að bankar féllu á Íslandi, eins og víðar, austan hafs og vestan. Þá reyndi Samfylking að nota depurð þjóðarinnar til þess að lauma henni laskaðri inn í Evrópusam- bandið! Ákefð vinstri-grænna að komast í „hreina vinstristjórn“ sem reyndist sú óvinsælasta sem lengi hafði setið þoldi engin bönd. Flokkarnir, sem að henni stóðu, sáu ekki fyrir stórbrotnar hrakfarir sínar og það eftir aðeins eitt kjörtímabil! Steingrímur Sigfússon, sem lofað hafði af ákefð kvöldið fyrir kosningar að aldrei kæmi til greina af hans hálfu og VG að samþykkja inngöngu í ESB, snerist í heilan hring um nóttina, enda kom þá í ljós að hann hafði þá þegar látið undan kröfum Samfylk- ingar í þeim efnum, þótt hann lygi til um það mál! Nota átti lostið, sem þjóðin var í, eftir áfallið eftir misnotkun útrásarmanna sem átt höfðu alls kostar við bankakerfið, til að troða þjóðinni í ESB. Það tókst ekki, en allt það auma bjástur eyddi miklum tíma frá nauðsynlegri uppbyggingu og eitraði and- rúmsloftið með þjóðinni. Því miður uppfyllti stjórn- in, sem tók við, ekki þá sjálfsögðu skyldu sína að skrúfa til baka alls konar aðgerðir sem voru hluti af „samningagerð um inngöngu“, í ofsanum við að þoka þjóðinni í þá átt, svo að samþykkja mætti glæpinn bæði hér og í Brussel. Var mikið slys að flokkarnir tveir, sem fengu svo ríflegan stuðning, skuli ekki hafa sinnt þeirri sjálf- sögðu skyldu sinni að stroka út það efni sem nú var ónýtt, og eins að skrúfa til baka yfirgengilegar Ókræsilegir tilburðir en sverja sig í ættina ’ Bréfritari sat nokkra lokaða fundi þar sem sú umræða fór fram og beitti Clinton sér af þunga. En hann varð þó að gefast upp. ESB-löndin voru algjör- lega ófær um að axla þetta verkefni. Reykjavíkurbréf18.03.22

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.