Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022
TEIKNIMYNDIR
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup, Melabúð,
Frú Lauga, Heimkaup, Veganbúðin
Unglingsárin geta verið erfið
og flókin og oft er talað
um að lifa þau af. Í nýrri
teiknimynd sem heitir því
skemmtilega nafni My Year of
Dicks er unnið með textabrot úr
bók Pamelu Ribon, handrits- og
metsöluhöfundar sem hefur getið
sér gott orð í hinum listræna
teiknimyndaheimi. Myndin er róm-
antísk gamansería sem fjallar um
fimmtán ára unglingsstelpu sem
hefur sett sér það markmið að
missa meydóminn. Hún hefur verið
frumsýnd erlendis en verður nú
sýnd á Stockfish-kvikmynda-
hátíðinni sem haldin er 24. mars til
3. apríl í Bíó Paradís. Sara Gunn-
arsdóttir leikstýrir myndinni og
klippir, en hún er enginn nýgræð-
ingur á sviði listrænna teikni-
mynda.
Teiknaði með afa
Sara kláraði háskólagráðu í mynd-
list í Listaháskólanum og hélt svo
utan til náms í CalArts í Kaliforníu
þar sem hún tók meistaragráðu í
Experimental Animation, sem
mætti þýða sem tilraunakennda
teiknimyndagerð.
„Ég hef alltaf verið teiknari. Ég
var mikið hjá afa og ömmu sem
barn og afi var alltaf teiknandi.
Þetta kemur svolítið þaðan. Ég fór
í myndlistina en vissi að ég átti
ekki heima þar beint, heldur hafði
ég meiri áhuga á kvikmynda- og
teiknimyndagerð þannig að þetta
meistaranám hentaði mér vel,“
segir Sara og segir teiknimyndir
fyrir fullorðna listform sem njóti
sífellt vaxandi vinsælda.
„Það er til ótrúlega mikið af
flottum listamönnum sem vinna
sjálfstætt en þessi list lifir á net-
inu.“
Tilraunakennt efni
Hvernig vinnur maður svona mynd
eins og My Year of Dicks?
„Þetta byrjar allt með bók eftir
Pamelu sem er sjálfsævisöguleg
minningabók sem heitir Notes to
Boys: And Other Things I
Shouldn’t Share in Public. Bókin
fékk fínar viðtökur. Sjónvarps-
stöðin FX-Network bað hana að
taka efni úr bókinni og búa til litla
seríu með stuttum teiknimynda-
þáttum fyrir þátt sem heitir Cake,
sem er sketsaþáttur með tilrauna-
kenndu efni, bæði leiknu og teikn-
uðu,“ útskýrir Sara og segir FX-
Network vera einn af fáum vett-
vöngum þar sem verið er að kaupa
slíkt tilraunakennt efni.
My Year of Dicks kitlar hlátur-
taugar áhorfandans en margir eiga
eftir að geta sett sig í spor hinnar
ungu Pamelu og vandræðagang
unglingsáranna þegar allir eru að
reyna að passa inn, segja það rétta
og kynnast ástinni og kynlífi.
Tækifæri til að leikstýra
„FX hafði svo samband við mig
sumarið 2020 og vantaði einhvern
til að leikstýra þessari seríu,“ segir
Sara og segist hafa stokkið á þetta
góða tækifæri.
„Ég hef unnið við þetta í tíu ár,
en áður hafði ég alltaf verið að búa
til teikningar sem eru innan í öðr-
um stærri verkum,“ segir hún og
útskýrir að oft séu bútar af teikni-
myndum inni í leiknum myndum
og það er einmitt það sem hún hef-
ur unnið hvað mest við hingað til.
„Þarna kom tækifæri fyrir mig
að leikstýra öllu verkinu. Ég
teikna ekki myndina ein; ég var
með sjö listamenn sem unnu við að
teikna hana, þrjá bakgrunns-
listamenn og einn sem litaði,“ seg-
ir hún og segir algengt að svo
margir komi að gerð einnar teikni-
myndar, enda mikil vinna.
„Það er svo ég sem hanna útlitið
og er með nálgunina sem listrænn
stjórnandi eða leikstjóri. Það var
frábært að geta ráðið alla þessa
góðu listamenn en þeir fengu allir
sinn sérstaka kafla eða búta og
fengu þannig að setja sitt mark á
efnið,“ segir hún og segir gerð
myndarinnar hafa í heild tekið um
eitt og hálft ár.
Þekkir kalda vetur
„Myndin verður ekki sýnd á FX-
network fyrr en síðar í sumar en
hefur verið sýnd á kvikmyndahá-
tíðinni SXSW í Texas og fékk góð-
ar viðtökur,“ segir Sara, en mynd-
in fékk þar einmitt viðurkenningu
sérstakrar dómnefndar fyrir
óvenjulega sýn í skrifum og leik-
stjórn, eða „Special Jury Recogni-
tion for Unique Vision in Writing
and Directing“.
Sara segir vinnu sína mjög
skemmtilega og finnst gott að geta
unnið hana heima hjá sér.
„Mér finnst það lúxus. Ég er bú-
in að vinna þannig lengi. Ég er
komin með annan fótinn inn í
bransann í Bandaríkjunum og eftir
að Covid kom fóru fleiri að vinna
heiman frá sér. Það gerði að verk-
um að við fjölskyldan gátum flutt
heim til Íslands,“ segir Sara, en
hún er nýflutt heim eftir að hafa
búið í Bandaríkjunum í fjórtán ár,
bæði í Kaliforníu og New York.
„Ég giftist bekkjarfélaga mínum
sem er í sama bransa og ég. Við
vinnum bæði í teiknimyndum og
kvikmyndagerð,“ segir hún og seg-
ir þau bæði í fullu starfi í Banda-
ríkjunum, þótt þau búi nú hér.
Sara hlær þegar blaðamaður
minnist á að hún hafi flutt hingað
með bandaríska eiginmanninn í
versta vetur í manna minnum.
„Hann er frá Vermont og þekkir
kalda vetur,“ segir hún og segir
þau vilja ala unga dóttur sína upp
á Íslandi.
Hvað er á döfinni?
„Ég er byrjuð á sjónvarpsþátta-
seríu fyrir Apple TV sem er byggð
á bókinni City on Fire, en sagan
gerist í New York. Það er einmitt
svona verkefni þar sem ég geri
teiknimyndir inn í leikna seríu,“
segir Sara og er greinilegt að það
er margt spennandi fram undan.
Þess má geta að Pamela verður
einn af gestum Stockfish í ár en
þær Sara munu sitja fyrir svörum
eftir frumsýningu þáttanna auk
þess sem Pamela verður einn af
þátttakendum í pallborðs-
umræðum um nútímahandritsgerð
á Bransadögum Stockfish á Sel-
fossi.
„Ég hef alltaf verið teiknari“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Hér má sjá teikningu af unglingunum úr myndinni My Year of Dicks.
Listakonan Sara
Gunnarsdóttir vinnur
við teiknimyndir sem
hún teiknar, leikstýrir
og klippir. Hún er list-
rænn stjórnandi mynd-
arinnar My Year of Dicks
sem sýnd verður á
Stockfish-kvikmynda-
hátíðinni sem hefst í
næstu viku.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Sara er nýflutt heim frá
Bandaríkjunum. Hún er
nýbúin að leikstýra mynd
sem er að gera það gott
um þessar mundir.
’
Ég er komin með ann-
an fótinn inn í brans-
ann í Bandaríkjunum og
eftir að Covid kom fóru
fleiri að vinna heiman frá
sér. Það gerði að verkum
að við fjölskyldan gátum
flutt heim til Íslands.