Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Blaðsíða 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022
það sérstakt að þær systur séu nú áberandi í
fjölmiðlum.
„Ég sem er svo mikið introvert, en það
stuðar mig ekki þannig. Þetta fylgir þessu, en
við urðum eiginlegar frægar yfir nótt,“ segir
Elín.
Sigga er gift Bandaríkjamanni og á fjögur
börn, það yngsta er þriggja ára stúlka sem
hún á með eiginmanninum en fyrir átti hún
þrjá drengi sem eru nú stálpaðir.
„Ég fór ekki í menntaskóla fyrr en eftir að
ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Ég fór út eins
og Elín, að ferðast og vann sem au-pair. Svo
fór ég í menntaskóla og tók líka sjúkraliðann,
en ég elska að vinna með börnum með sér-
þarfir. Skemmtilegasta vinna sem ég veit; það
er draumavinna. Ég ætlaði alltaf í hjúkrun
eða tónlist og fór þá í Listaháskólann og klár-
aði tónsmíðar þar. Eftir það tók ég einkaþjálf-
arann og nú er ég líka að læra hjúkrun. Ég er
svolítið úti um allt og veit ekki hvað ég vil
verða þegar ég er orðin stór,“ segir Sigga sem
segist nú þurfa að taka sér hlé frá hjúkr-
unarnáminu til að taka þátt í Eurovision.
„Ég elska að vinna með fólki og finna að ég
get hjálpað, en tónlist er líka svo heilandi,“ seg-
ir Sigga.
Beta kláraði ekki menntaskóla en hún fór út
átján ára sem au-pair.
„Ég eignaðist svo strákinn minn 21 árs og
var í skóla lífsins en þegar ég var 27 fór ég í
kennaradeildina eins og ég nefndi, en mitt að-
alstarf er að kenna börnum tónlist í Hjalla-
stefnunni,“ segir Beta og segist gjarnan vilja
þakka mentorum sínum og fyrirmyndum, þeim
Þórdísi Heiðu Kristjánsdóttur og Hildi Guð-
nýju Þórhallsdóttur.
„Það er þeim að þakka að ég er í þessu
dásamlega starfi sem tónlistarkennari. Ég
væri ekki í þessu án þeirra. Það er besta vinna í
heimi! Ég mætti á mánudaginn í vinnuna og öll
börnin og allir kennarar tóku á móti mér með
blóm, syngjandi lagið. Ég fékk knús frá hverj-
um einasta nemanda og kennara og fór bara að
hágráta. En nú þarf ég að taka mér frí og það
er svo mikill skilningur og stuðningur,“ segir
Beta.
„Beta er svo mikið „sweetheart“; það elska
hana allir nemendur. Hún hefur alltaf verið
svona. Börnin okkar elska Betu mest,“ segir
Sigga.
Beta segist einnig hafa mikinn áhuga á
kvikmyndatónlist.
„Ég fór á þriggja mánaða fjarnámskeið í
Berkeley til að læra að semja kvikmynda- og
auglýsingatónlist. Það heillar mig mikið núna
og langar að fara meira út í það.“
Lovísa er fjórða systirin
Systurnar hafa verið saman í hljómsveitinni
Sísí Ey síðan 2011, ásamt Friðfinni „Oculus“
Sigurðssyni.
„Við vorum uppgötvaðar á Sónar Reykjavík
og spiluðum svo á Sónar Barcelona. Það fór ein-
hver bolti að rúlla í kringum 2012,“ segir Elín.
„Við spiluðum á Glastonbury og nokkrum
sinnum í Noregi. Við elskum Noreg,“ segir
Sigga og segir þær semja elektróníska dans-
tónlist.
„Carmen Jóhannsdóttir var líka með okkur
og á fullt af lögum,“ segir Beta og segir bandið
ekki hafa verið mjög virkt undanfarið.
„Við Sigga erum báðar með þriggja ára
börn; það hefur ekki gefist tími,“ segir Elín.
„En nú er minn tími kominn eins og Jóhanna
sagði, orðin fertug,“ segir Sigga og segir dreng-
ina sína vera á leið að feta í fótspor hennar.
„Strákarnir okkar eru í tónlist og miklir
móðurbetrungar,“ segir Sigga og Beta tekur
undir það.
Hvernig kom það til að tókuð þátt í Söngva-
keppninni með lagið hennar Lay Low?
„Hún sendi okkur hópskilaboð og prufu af
laginu og spurði hvort við værum til í að syngja
það,“ segir Elín.
„Það er mjög mikið að gera í vinnunni en ég
sagði stelpunum að við ættum að gera þetta,
það yrði svo gaman. Við vissum ekki að við
myndum ná svona langt en langaði aftur að
tengjast tónlistinni og koma okkur saman.
Þarna kom tækifærið,“ segir Beta og þær segj-
ast stundum hafa hitt Lovísu í gegnum tíðina
en ekki þekkt hana vel.
„Hún er svo yndisleg. Ég gerði kántríplöt-
una Galdur árið 2008 með fyrrverandi manni
mínum þegar við vorum í hljómsveitinni Pikk-
nikk og þá hittumst við stundum. En núna er
hún bara fjórða systirin!“ segir Sigga.
„Hún er dásamleg og hefur ótrúlega fallega
nærveru; það er ekki annað hægt en að elska
hana,“ segir Elín.
Systurnar segjast hafa strax heillast af lag-
inu.
„Við erum með kántríundirtón, en mamma
er fædd og uppalin í Ameríku. Við eigum amer-
íska ættingja og ég hef heillast mikið af kantrí-
tónlist,“ segir Elín.
„Eitt sem við sameinuðumst mikið í sem litl-
ar stelpur, sérstaklega ég og Beta, var að
radda og við vorum mjög ungar þegar við gát-
um það. Við systurnar vorum oft að syngja í
bílnum,“ segir Sigga.
„Þær, mér var ekki gefin þessi rödd-
unargjöf,“ segir Elín en hinar eru ekki sam-
mála því.
„Þær eru snillingarnir í því, en ég tek „basic“
röddina,“ segir Elín, en Beta er með hæstu
röddina og Sigga lægstu.
Aldrei stressaðar á sama tíma
Hvernig hefur undirbúningurinn verið fyrir
keppnina, var þetta mikil vinna?
„Já, þetta var brjáluð vinna en það
skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu! Við
vissum ekkert hvað við vorum að fara út í en
höfum kynnst svo skemmtilegu fólki. Við eig-
um nú nýja vini og vonandi fyrir lífstíð,“ segir
Sigga og hinar taka sannarlega undir þessi
orð.
Þær hrósa framleiðendum og öllum sem
komu að undirbúningi keppninnar í hástert.
„Ragnhildur Steinunn er þvílíkur snillingur
að pródúsera og leikstýra. Hún er ótrúleg og
miklu meira en kynnir í flottum kjól,“ segir
Sigga.
„Hún er með svo flotta útgeislun og með svo
mikinn metnað,“ segir Beta.
„Við berum allar mikla virðingu fyrir henni.
Hún passar upp á að allir fái að njóta sín, og all-
ir aðrir sem komu að þessu,“ bætir Elín.
„Allir starfsmenn hjá Rúv og í kringum
þessa keppni eru dásamlegt fólk. Salóme er
snilldar pródúsent og leikstjórinn Unnur El-
ísabet dáleiddi okkur með sínu einstaka jafn-
aðargeði og endalausu jákvæðni,“ segir Elín.
Voru þið stressaðar?
„Ég var sú stressaða; ég er með sviðsskrekk.
Þá fer ég að skjálfa, en í miðju laginu er ég orð-
in góð. Það er líka nýtt að standa uppi á sviði
þar sem fólk er ekki bara komið til að horfa,
heldur líka til að dæma mann. Ætli maður ótt-
ist ekki að valda vonbrigðum,“ segir Sigga en
hinar systurnar segja það misjafnt hversu
stressaðar þær séu.
„Ég er ekkert óbærilega stresssuð, en ég fer
eiginlega bara í blakkát á sviðinu,“ segir Elín.
„Við erum aldrei stressaðar á sama tíma; þar
liggur styrkurinn,“ segir Beta og segir þær allt-
af geta gefið hver annarri uppörvandi augnaráð
ef þær sjá að einhver er að stressast upp.
Nú horfa tæpar 200 milljónir á Eurovision,
hvernig leggst það í ykkur?
„Það skiptir minna máli fólkið sem er að
horfa heima; ég geri mér enga grein fyrir þeim
fjölda. Ég er meira stressuð að standa fyrir
framan áhorfendur og sjá þeirra viðbrögð,“
segir Sigga.
Þær viðurkenna að það sé auðvitað stress-
andi að vera í beinni útsendingu og segja að
það örli á kvíða yfir að gera mistök, en að þær
ætli ekki að einblína á það.
„Það er svo mikil fegurð í mistökunum líka,“
segir Sigga.
„Já, ef eitthvað fer úrskeiðis þá er það bara
svo, við erum mannlegar,“ segir Elín.
„Ég vil kenna börnum að það er allt í lagi að
gera mistök. Það er enginn fullkomin,“ segir
Beta.
„Við erum ekki á neinum stalli, við erum
bara manneskjur,“ segir Sigga.
Að sýna Úkraínu stuðning
Talið víkur að komandi Eurovision-keppni sem
fer fram í Torínó á Ítalíu dagana 10.-14. maí.
Systurnar segja atriðið verði eitthvað breytt
fyrir stóra sviðið þar.
„Við verðum með álfa, ég elska álfa,“ segir
Sigga í gríni.
„Ætlarðu að vera með álfa Sigga mín?“ spyr
Elín og hlær.
„Við ætlum að breyta einhverju og erum
með geggjaðan stílista,“ segir Beta og segja
þær einvalalið vera í kringum þær sem er nú í
óða önn að skipuleggja atriðið og útlit.
„Að fara út með öllu þessu frábæra fólki er
svo geggjað,“ segir Sigga.
Eru þið búnar að hlusta á öll lög hinna kepp-
endanna?
„Já, alla vega lögin sem verða með okkur á
kvöldi. Mér finnst portúgalska lagið alveg
geggjað,“ segir Sigga og Elín nefnir að norska
lagið sé gott.
Systurnar segjast hafa fylgst með Eurovisi-
on frá barnsaldri, þótt þær geti ekki kallast
Eurovision-nördar.
„Við höfum aldrei sleppt að horfa á Eurovisi-
on og þegar við vorum litlar var alltaf stórt Eu-
rovison-partý heima hjá Kristjáni frænda og
þar mættu allir og við gáfum stig,“ segir Elín.
„Mamma tók líka þátt í Söngvakeppninni,“
segir hún.
Hvað finnst ykkur um það að Úkraína vinni
ef til vill vegna stríðsins?
„Okkur finnst það fínt, við erum ótrúlega litl-
ar keppnismanneskjur,“ segir Sigga.
„Það er frábært ef þessi vettvangur er not-
aður til að sýna Úkraínu stuðning,“ segir El-
ín.
„Það sást aðeins í úkraínska fánann á hend-
inni á Elínu þegar við fórum í viðtal við 60 Min-
utes,“ segir Sigga og bætir við að þær séu fem-
ínistar, styðji minnihlutahópa og fagni
fjölbreytileikanum.
Hafið þið einhverja hugmynd um í hvaða
sæti þið lendið?
„Nei, ég er bara föst í núinu. Það er svo mik-
ið í gangi núna og ég hef raunverulega ekki
hugsað út í þetta,“ segir Elín.
„Auðvitað langar okkur að komast á úr-
slitakvöldið til að fá að taka þátt í ævintýrinu
alla leið. En ég get bara lofað því að við gerum
okkar besta og höldum afram að vera við sjálf-
Elín, Beta og Sigga voru
allar í eins kjólum þeg-
ar þessi mynd var tek-
in, en Elín er þarna eins
árs, Beta fimm ára og
Sigga tíu ára.
Það var stuð á úr-
slitakvöldinu. Frá vinstri
má sjá Eyþór, Ellen, Lovísu,
Zöe Ruth Erwin, sem er
bakrödd systranna, Siggu,
Betu, Elínu, Eyþór yngri og
konu hans Sigríði Karen.
Ljósmynd/Mummi Lú