Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022 KNATTSPYRNA Þ egar hann var strákur varði Frenkie de Young mörgum sumarfríum með fjölskyldu sinni á tjaldsvæði nærri L’Escala í Katalóníu, þar sem gestir og gang- andi fengu á undan öðrum að njóta þess að sjá hann spila á spænskri grund. Annað veifið var kíkt í heim- sókn á Camp Nou og ungi maðurinn ákvað hver draumaáfangastaður sinn sem knattspyrnumanns væri. Fyrir þremur árum skrifaði mið- vellingurinn knái undir drauma- samninginn við Barcelona. Hvernig hefur þessi tími verið? „Ég er bara glaður að vera hjá Barcelona enda hefur mig langað að vera hérna frá unga aldri. Draum- urinn hefur ræst. Því er hins vegar ekki að neita að ég hefði viljað vera búinn að vinna fleiri titla en við gerð- um fyrstu tvö árin. Ég bjóst við meiru, orðum það bara þannig. Þess utan er ég hæstánægður hérna og verð vonandi um ókomin ár.“ – Hvernig var að koma hingað, talaðirðu þegar spænsku? „Já, vegna þess að eftir að ég skrifaði undir hjá Barcelona í janúar 2019 var ég áfram í fimm mánuði hjá Ajax og notaði tímann vel til að sækja spænskutíma í Hollandi. Fyr- ir vikið gat ég bjargað mér á spænsku þegar ég kom hingað til Barcelona. Ég talaði hana ekki reip- rennandi, en ég gat gert mig skiljan- legan og skilið hvað hinir leikmenn- irnir voru að segja. Ég gerði með öðrum orðum allt á spænsku og get ekki sagt annað en að allir hafi að- stoðað mig eftir bestu getu. Auðvit- að breyttist margt út af því að ég hafði aldrei búið erlendis áður. Mér var hins vegar mjög vel tekið og leið strax eins og ég væri hluti af hópn- um. Það hjálpaði líka til að ég komst strax í byrjunarliðið, þannig að um- skiptin gengu hratt og örugglega fyrir sig.“ Fékk strax sms frá Busquets – Hvaða leikmenn studdu við bakið á þér umfram aðra? „Þegar ég skrifaði undir fékk ég strax sms frá Sergio Busquets. „Frábært að fá þig og ef þig vantar aðstoð þá er ég alltaf til staðar,“ sagði hann. Um leið og ég kom til borgarinnar var hann fljótur að benda mér á veitingastað og panta borð fyrir mig og unnustu mína, Mikky. Ekki nóg með það, hann lét eigandann líka vita að við værum að koma, þannig að þeir báru okkur á höndum sér. Ég kunni að meta þetta, ekki síst í ljósi þess að Bus- quets leikur svo að segja sömu stöðu og ég á vellinum og gæti hafa litið á mig sem ógnun við sig.“ – Fannstu strax fyrir samkeppni frá öllum í liðinu? „Nei, ég fékk það aldrei á tilfinn- inguna. Fann ekki að nokkur maður hugsaði: „Jæja, hérna er nýr mið- vellingur mættur sem gæti þýtt minni leiktíma fyrir mig.“ Þvert á móti voru allir mjög hjálplegir enda hugsa menn einfaldlega: Þeir bestu spila og enginn getur haft áhrif á það nema ég sjálfur. Það er ekki eins og að öðrum sé um að kenna ef mað- ur er ekki að spila. Þannig finnst mér menn yfirleitt upplifa það.“ – Heimsfaraldurinn setti margt úr skorðum fyrsta veturinn sem þú varst hjá Barcelona. Hvernig horfir þú á þann tíma? „Ég man að við spiluðum heima gegn Sociedad – leik sem við unnum – og eftir það var deildinni slegið á frest. Við hættum líka að æfa um óákveðinn tíma. Væntingar manna stóðu til þess að við gætum byrjað að æfa aftur innan tveggja vikna og að deildin færi aftur af stað eftir þrjár til fjórar vikur, en síðan leið bara og beið og skilaboðin urðu sífellt nei- kvæðari. Sjálfur náði ég að skjótast til Hollands, rétt áður en girt var fyrir öll ferðalög, og við biðum þar þangað til við urðum að snúa til baka.“ Heyrði hvað allir sögðu – La Liga byrjaði loks aftur í júní. Hvernig var að leika á tómum leik- vöngum? „Það var mjög undarlegt, sér í lagi til að byrja með enda áttum við þessu ekki að venjast. Skyndilega heyrði maður hvað allir voru að segja. Þegar þjálfarinn er hinum megin á vellinum heyrir maður ekki orð sem hann segir en núna heyrði maður allt. Svo var það bergmálið – eins og í hornspyrnum – þegar menn öskruðu. Það fór svo allan hringinn. Fólk heima í stofu heyrði þetta að vísu ekki vegna þess að gervihljóð voru notuð í útsendingunum. Þegar upp var staðið varð þetta bara norm- ið, við gerðum þetta svo lengi. Það er hins vegar ekkert launungarmál að án andrúmsloftsins á völlunum nær adrenalín leikmanna ekki sömu hæð- um.“ – Á þínu öðru tímabili unnuð þið konungsbikarinn og komust nálægt því að vinna La Liga. Tvö jafntefli og ósigur í seinustu fjórum leikjunum þýddi að þið rétt misstuð af lestinni. Sumir halda því fram að tapið gegn Granada, sex leikjum fyrir mótslok, hafi verið banabitinn. Ertu sammála því? „Ég, ég held það. Við vorum langt á eftir en komumst síðan á mikla siglingu og færðumst nær og nær. Þá kom að leiknum við Granada en hefðum við unnið hann hefði topp- sætið verið okkar. Það hefði breytt öllu að komast á toppinn, ekki síst andlega, og slegið hin liðin út af lag- inu. Maður veit svo sem aldrei en ég er sannfærður um að hefðum við unnið leikinn hefðum við átt mjög góða möguleika á að verða meist- arar.“ Sá besti frá upphafi – Síðasta sumar yfirgaf Lionel Messi félagið mjög óvænt. Hvar varstu staddur þegar þú fékk þær fréttir? „Ég var að sækja föður minn og bróður á flugvöllinn þegar ég fékk skilaboðin. „Messi er að fara frá Barcelona.“ Til að byrja með trúði ég þessu ekki en fljótlega fengum við vísbendingu um hvað væri í raun og veru á seyði. Það hafði verið orð- rómur á kreiki en ég tók aldrei mark á honum. Þess vegna var þetta skell- ur.“ – Hvaða áhrif hafði þetta á félag- ið? „Hann var andlit félagsins. Þann- ig að þegar hann fór – eftir allt sem hann hafði gert fyrir félagið – var það þungt högg fyrir alla. Við sökn- um hans enn þá. Þegar maður af þessu tagi er ekki lengur til staðar gjörbreytist allt sem hendi sé veif- að.“ – Hvernig var að vera allt í einu án hans inni á vellinum? Hélduð þið samt ósjálfrátt áfram að leita að honum? „Þegar þú ert með svona mann í liðinu þínu reynirðu vitaskuld að finna hann eins oft og kostur er – þannig að leikurinn lagar sig ósjálf- rátt að honum, sem eðlilegt er. Eftir að hann fór þurftum við að endur- skipuleggja okkur, bæði sem ein- staklingar og lið. Að mínu viti er hann sá besti á svo til öllum sviðum fótboltans. Hvort sem við vorum að æfa slúttið okkar, stöðuskilning eða hvað sem var, alltaf var hann bestur. Ekkert sem um hann hefur verið sagt er oflof; í mínum huga er hann sá besti frá upphafi.“ Getur lært margt af Xavi – Fáeinum mánuðum eftir brott- hvarf Messis leysti Xavi Ronald Koeman af sem þjálfari liðsins. Hafa æfingarnar breyst mikið? „Sumt hefur ekkert breyst, enda leikur Barcelona alltaf með ákveðnum hætti, burtséð frá því hvað þjálfarinn heitir. En allir þjálf- arar eru með sínar áherslur.“ – Hefurðu fengið einhver per- sónuleg ráð frá Xavi sem hafa hjálp- að þér á vellinum? „Við erum vitaskuld báðir miðvell- ingar að upplagi í svo til sömu stöðu, þannig að í þeim skilningi getur hann kennt mér margt. Við stingum stundum saman nefjum á skrifstof- unni hans og hann sýnir mér mynd- bönd úr leikjunum mínum. Hann út- skýrir hvernig hitt og þetta blasir við honum og hvað ég geti gert til að bæta mig. Við horfum á brot af því hvernig ég staðset mig og hvernig best sé að leysa hinar og þessar stöður sem koma upp í leikjum og taka bestu ákvarðanirnar. Þetta hef- ur hjálpað mér mikið, maður áttar sig betur á því hver staðan er hverju sinni og hvað sé best að gera. Við horfum aftur og aftur á sömu brotin, þannig að þetta síast allt inn.“ Vill vera mikið í boltanum – Þú hefur leikið margar stöður hjá Barcelona; varst meira að segja not- aður sem miðvörður um skeið hjá Koeman – og stóðst þig vel. En hver er þín uppáhaldsstaða? „Það er ekkert endilega einhver ein ákveðin staða sem ég vil helst spila. Að því sögðu þá finnst mér ég hafa mest fram að færa í stöðum, þar sem ég er mikið í boltanum og þar af leiðandi vel inni í leiknum. Það er þá helst á miðjunni, þar sem ég má detta til baka til að sækja bolt- ann og hefja uppbygginguna.“ – Þú nefndir Sergio Busquets áð- an, sem leikur stundum í sömu stöðu og þú. Hvernig myndir þú skilgreina hans leik? „Hann er frábær leikmaður. Allir vita að hann er góður á boltanum en hann er ekki síðri án hans. Ég held að fáir átti sig á því hversu marga bolta hann vinnur og hversu vel hann staðsetur sig þegar við erum án boltans.“ – Ykkur hefur gengið ágætlega að undanförnu. Kannski var 4:2- sigurinn á Atletico vendipunkturinn. Hvað finnst þér um þann leik og hver eru markmiðin fram á vorið? „Á þeim leik var leikvangurinn svo gott sem fullur aftur, andrúms- loftið var gott og margt jákvætt á seyði, rautt spjald og mörg mörk – sum hver glæsileg. Markmiðið er alltaf að vinna öll mót sem við tökum þátt í. Úr þessu verður erfitt að vinna La Liga en við höfum sett stefnuna á að vinna Evrópudeild- ina.“ Frá því að hann komst fyrst í liðið hjá Ajax hefur Frenkie de Jong allt- af verið númer 21. Það er virðingar- vottur við afa hans heitinn. „Ég fékk að velja númerið mitt hjá Ajax og valdi 21 vegna þess að afi minn var fæddur 21. apríl. Þegar maður er ungur eru efri númerin oftast laus og 21 var eitt af þeim. Mér hefur alltaf liðið vel með það á bakinu og hef því haldið mig við það.“ Hefði viljað vinna fleiri titla Þrjú ár eru liðin frá því að hollenski knatt- spyrnumaðurinn Frenkie de Jong skrifaði undir draumasamning- inn við Barcelona. Hér lítur hann yfir feril sinn á Spáni til þessa, útskýrir hvernig Sergio Busquets studdi hann frá fyrsta degi, hvað hann hefur lært af Xavi og hvernig honum leið þegar Lionel Messi yfirgaf félagið. Arthur Renard info@arthurrenard.nl AFP AFP Frenkie de Jong lét drauminn rætast og gekk í raðir Barcelona. De Jong saknar Lionels Messis sárt enda sé hann sá besti frá upphafi vega.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.