Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Síða 18
inni en auk Telde er komið við á ólífubúgarði og í litlu þorpi sem heitir Aguiner. Stolt San Francisco er kirkjan San Juan Bautista, eða Kirkja Jóhannesar skírara, sem stendur við samnefnt torg í hjarta hverfisins. Hún var upphaflega reist seint á 15. öld og hliðið, sem er upprunalegt, er í Sevilla/ portúgalsk-gotneskum stíl. Turnarnir eru aft- ur á móti í nýgotneskum stíl, reistir snemma á síðustu öld. „Kirkjan er gríðarlega falleg, að innan sem utan, og leynir á sér,“ segir Svana. „Öllu er vel við haldið þarna og allt í þessum dásamlega gamla stíl. Þetta er svolítið eins og að ferðast aftur í tímann.“ Svana segir lífið og ferðaþjónustuna á Kan- arí óðum vera að færast í fyrra horf eftir heimsfaraldurinn. Auðvitað hafi eitt og eitt fyrirtæki ekki lifað lokanirnar af en umferð ferðamanna sé eigi að síður að verða eðlileg. Enn er grímuskylda innandyra en Svana segir engan kippa sér upp við það. „Það er bara staðalbúnaður; bíllykillinn og gríman.“ Hún segir Íslendingana upp til hópa voða glaða að vera farnir að ferðast aftur og margir hafi framlengt dvöl sína á Kanarí í vetur, þeg- ar þeir sáu að lífið er að mestu farið að ganga sinn vanagang. Loksins, loksins. Þessar tröppur þjónuðu forð- um þeim tilgangi að hjálpa hefð- arkonum að komast á hestbak. Falin perla á Kanarí Að koma í hverfið San Francisco í bænum Telde á Kanarí er eins og að ferðast aftur í tímann, segir Svanhildur Davíðsdóttir fararstjóri, sem er nýfarin að bjóða upp á hópferðir þangað. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Í þessari litlu verslun í San Francisco má kaupa ólífuolíu og vodka þráðbeint frá býli. Maður á gangi í gamla hverfinu við ólífugarðinn, steinsnar frá kirkjunni. Hjónin Svanhildur Davíðsdóttir og Karl Rafns- son hafa verið fararstjórar á Kanarí í áratug. Þetta tré í San Francisco var ekki gróðursett í gær. Þ egar hjónin Svanhildur Davíðsdóttir, kölluð Svana, og Karl Rafnsson, kall- aður Kalli, fararstjórar hjá Vita, fóru í vetur að svipast um eftir nýjum stöðum á Kan- arí, eða Gran Canaria, til að fara með hópa sína á var þeim bent á San Francisco, einn elsta hluta bæjarins Telde, sem er sá næststærsti á eyjunni, á eftir Las Palmas. Þau slógu til og sjá svo sannarlega ekki eftir því. „Það er mjög fallegt þarna í San Francisco og það sem meira er, við sjáum aldrei neina aðra ferðamenn. Þannig að næðið er gott. Mér skilst að það sé helst göngu- og hjólreiðafólk sem kemur þarna við. Heimamenn hafa tekið okkur opnum örmum, enda björgum við alveg fjárhag bakarísins,“ segir Svana og hlær. „Við erum búin að fara í fjórar ferðir nú þeg- ar og ætlum í þá fimmtu á þriðjudaginn og fólk hefur verið gríðarlega ánægt. Þetta er ekki endilega það sem það bjóst við að sjá þegar það kom hingað en eykur svo sannarlega við upplifunina,“ bætir hún við en ríflega 40 manns eru jafnan í hverjum hópi. „Við vorum þarna á mánudaginn í ekkert sérstöku veðri en það eyðilagði ekki upplif- unina.“ – Hvað kallar þú „ekkert sérstakt veður“? „15 til 20 stiga hita og skúrir. Bara svona ís- lenskt sumarveður,“ svarar hún hlæjandi. Einmitt. Svana og Kalli hafa starfað sem fararstjórar á Kanarí í áratug og segir hún áhuga Íslend- inga á því að skoða sig um á eyjunni hafa færst í vöxt. Þau ætla því að bjóða áfram upp á þessa ferð. Alla vega fram á vorið. Ferðin hefst árla morguns á ensku strönd- 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.3. 2022 FERÐALÖG

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.