Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.03.2022, Blaðsíða 29
haldinu á nærliggjandi tré áður en
hún hrapaði á bílskúr óðals í
grenndinni, þar sem hún var í ljós-
um logum. Rhoads, Youngblood og
Aycock létust öll samstundis. Lík
þeirra voru svo illa leikin eftir brun-
ann að styðjast þurfti við tann-
læknaskýrslur og persónulega
skartgripi þeirra til að bera kennsl á
þau. „Þau voru öll í bútum, líkams-
partar úti um allt,“ segir Sharon
Osbourne, eiginkona Ozzys, í end-
urminningum sínum, en hún vaknaði
þegar vélin rakst á rútuna.
Don Airey varð vitni að slysinu –
og slapp raunar með skrekkinn.
Hann stóð þar álengdar og tók ljós-
myndir sem hann ætlaði að gefa
Rhoads. Honum fannst eins og
menn væru að takast á um borð;
vængir vélarinnar blöktu ótt og títt
og um tíma varð hún hornrétt, að-
eins um mannshæð frá jörðu. Airey
lagði frá sér myndavélina og náði
með naumindum að henda sér niður
áður en vélin hæfði hann. Andartaki
síðar sá hann hana út undan sér rek-
ast í rútuna.
Rudy Sarzo rifjar í endurminn-
ingum sínum upp að hann hafi vakn-
að við áreksturinn og séð Jack
Duncan æða um í angist sinni og
hrópa: „Þau eru dáin, þau eru dáin!“
Tommy Aldridge greip slökkvi-
tæki og hljóp í átt að brennandi flak-
inu – en fékk ekki við neitt ráðið.
Ozzy vaknaði einnig með andfæl-
um og hélt fyrst að rútan hefði lent í
árekstri við aðra bifreið. Hann
gagnrýndi síðar hversu lengi við-
bragðsaðilar hefðu verið á vettvang;
enginn hefði komið í hér um bil hálf-
tíma.
Fréttir af slysinu bárust hratt og
unnusta Rhoads, Jody, var undir
stýri á bíl sínum þegar útvarpsstöð
nokkur byrjaði að leika hvert lagið
af öðru af plötunni Blizzard of Ozz
með Ozzy Osbourne áður en út-
varpsmaðurinn greindi frá slysinu
og að Rhoads væri látinn.
Rudy Sarzo minnist þess að hafa
fundið kirkju nærri hótelinu sem
hópurinn ritaði sig inn á eftir slysið.
Þegar hann kom inn var hún tóm,
fyrir utan einn mann sem grét há-
stöfum nærri altarinu. Augljós sorg
hans hreyfði við Sarzo. Þegar mað-
urinn spurði svo „af hverju, af
hverju?“ áttaði bassaleikarinn sig á
því að þetta var Ozzy Osbourne.
Með kókaín í blóðinu
Einhverjir töldu sig hafa séð Aycock
neyta kókaíns fyrir slysið og krufn-
ing leiddi í ljós að hann var með efn-
ið í blóðinu. Þá var hann illa sofinn;
hafði ekið alla nóttina. Síðar kom í
ljós að hann hafði einnig verið undir
stýri þegar þyrla fórst í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum sex árum
áður með þeim afleiðingum að far-
þegi lést. Sarzo heldur því fram í
endurminningum sínum að Sharon
Osbourne hafi vitað um þetta atvik
og hellt sér yfir Duncan eftir slysið
og spurt hvernig honum hafi dottið í
hug að hleypa ósofnum manni undir
áhrifum fíkniefna upp í flugvél með
farþegum.
Þar með lauk stuttu en gifturíku
samstarfi Randys Rhoads og Ozzys
Osbournes. Sá síðarnefndi hafði ver-
ið rekinn úr Black Sabbath 1979 og
þegar hann freistaði þess að setja á
laggirnar sólóband var honum bent
á Rhoads, sem þá var í Quiet Riot.
Ozzy hefur marglýst að hann hafi
ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið
þegar Rhoads, sem var með bak-
grunn í klassík, hóf að gæla við
hljóðfærið. Þar kvað sannarlega við
nýjan tón. Saman gerðu þeir tvær
plötur, Blizzard of Ozz (1980) og
Diary of a Madman (1981). Tón-
leikaplatan Tribute kom út fimm ár-
um eftir andlát Rhoads. Á bakhlið
albúmsins komst Ozzy svo að orði:
„19. mars 1982 mun aldrei líða
mér úr minni. Þá missti ég ekki að-
eins besta vin minn, heldur færasta
tónlistarmann sem ég hafði kynnst.
[...] Guð blessi þig, Randy vinur
minn.“
Ozzy og Sharon Osbourne, Zakk Wylde, Yngwie Malmsteen, Rudy Sarzo og
fleiri gleðjast með Delores Rhoads, móður Randys, þegar gítarleikarinn var
tekinn inn í Hollywood Rockwalk 22 árum eftir dauða sinn, árið 2004.
AFP/Frazer Harrison
20.3. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
LOKSINS Hinir vinsælu gam-
andramaþættir Atlanta, í leikstjórn
Donalds Glovers, snúa loks aftur á
FX í Bandaríkjunum í lok mánaðar-
ins eftir fjögurra ára hlé. Sem fyrr
eru í forgrunni rapparinn Alfred
„Paper Boi“ Miles (Brian Tyree
Henry), umboðsmaður hann (Glo-
ver sjálfur), og hinn tryggi aðstoð-
armaður Darius (LaKeith Stan-
field). Þegar við skildum við þá var
Alfred á leið í Evróputúr og fróð-
legt verður að sjá hvernig fer en
þessi þriðja sería verður sú síðasta.
Atlanta snýr loksins aftur
Gloverinn vel til hafður að vanda.
AFP/Jean-Baptiste Lacroix
BÓKSALA 9.-15. MARS
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Blástjarna efans
Valdimar Tómasson
2
Brotin bein
Angela Marsons
3
Ísadóra Nótt fer á
ballettsýningu
Harriet Muncaster
4
Tjernobyl-bænin
Svetlana Aleksíevítsj
5
Umskiptingur
Sigrún Eldjárn
6
Algjör steliþjófur
Þórdís Gísladóttir
7
Þetta gæti breytt öllu
Jill Mansell
8
Bara móðir
Roy Jacobsen
9
Drag plóg þinn yfir bein
hinna dauðu
Olga Tokarczuk
10
Independent People
Halldór Laxness
1
Blástjarna efans
Valdimar Tómasson
2
Ísland pólerað
Ewa Marcinek
3
Jóðl
BragiValdimar Skúlason
4
Mislæg gatnamót
Þórdís Gísladóttir
5
Skepna í eigin skinni
Hrafnhildur Hagalín Guð-
mundsdóttir
6
Hamingja
Didda
7
Djöflarnir taka á sig náðir
og vakna sem guðir
Jón Kalman Stefánsson
8
Ég brotna 100% niður
Eydís Blöndal
9
Meinvarp
Hildur Eir Bolladóttir
10
Þetta voru bestu ár ævi
minnar
Jón Kalman Stefánsson
Allar bækur
Ljóðabækur
Fátt veit ég betra en skáldsögu
sem lýsir flóknu innra lífi hjá
breyskum manneskjum. Það
hljómar eflaust skelfilega nið-
urdrepandi fyrir suma en fyrir
manneskju sem hefur sálfræði í
senn að áhugamáli og atvinnu þá
er það dásemd. Allra best er ef
bókin fylgir sögupersónunum yfir
langt tímabil og gerist í menn-
ingarheimi sem ég
þekki lítið til.
Bandaríski rithöf-
undurinn Jonathan
Franzen skrifar
svona bækur af
stakri list og eru
allar hans í uppá-
haldi. Ég lauk ný-
lega við nýjustu bók hans Cross-
roads en hún fjallar um fjölskyldu
í miðvesturríkjum Bandaríkj-
anna þar sem við fylgjum hverj-
um og einum úr fjölskyldunni
þegar hann gengur í gegnum alls
kyns flækjur og tilvistarspurn-
ingar. Þessari bók fylgir líka sá
bónus að sögusviðið er að hluta
verndarsvæði frumbyggja í Nýju-
Mexíkó sem er heimur sem ég
þekki afar lítið.
Ég setti mér þá óformlegu
reglu fyrir nokkrum árum að um
það bil önnur hver bók sem ég
læsi yrði á ensku og hin á ís-
lensku. Þessa reglu setti ég mér
þegar ég áttaði mig á því að nán-
ast allt sem ég las
var á ensku og að
máltilfinning mín
fór versnandi. Þá
vildi svo til að ég
las Híbýli vindanna
og Lífsins tré eftir
Böðvar Guð-
mundsson og ást mín á íslensk-
unni varð samstundis endur-
vakin. Af nýlegum íslenskum
bókum sem ég hef lesið þá nefni
ég fyrst Tilfinningar eru fyrir
aumingja. Það er saga sem virð-
ist í fyrstu lítil og hversdagsleg,
en eftir því sem ég hugsaði meira
um innihaldið þá stækkaði hún
og viðfangsefnið. Síðan las ég aft-
ur Elín, ýmislegt í
síðustu viku. Mér
fannst eins og ég
hefði bara alls ekki
náð snilldinni sem
fólk sér í bókinni
þegar ég las hana í
fyrsta sinn. Ég held
ég hafi færst eilítið
nær því að skilja allt það sem
leynist undir niðri í texta þeirrar
bókar við endurlesturinn.
Fræðibækur eru vitanlega
aldrei langt undan. Sjálf er ég
meðal höfunda tveggja bóka sem
komið hafa út nýlega, önnur um
þróun á íslenskum stjórnmálum í
kjölfar efnahagshrunsins (Electo-
ral Politics in Crisis after the
Great Recession) sem var skrif-
uð með kollegum mínum við Há-
skóla Íslands. Hin bókin fjallar
um samsæriskenn-
ingar á Norður-
löndum (Conspi-
racy Theories in
the Nordic Count-
ries) og var skrifuð
með norrænum
kollegum. Bókin
Nudge, the Final Edition eftir þá
Cass Sunstein og Richard Thaler,
brautryðjendur á sviði hegð-
unarvísinda, er líklega sú fræði-
bók sem ég hef nýlega lesið sem
ég myndi mæla með við sem
flesta að lesa.
HULDA ÞÓRISDÓTTIR ER AÐ LESA
Flókið innra líf
Hulda Þóris-
dóttir er
dósent við
stjórnmála-
fræðideild HÍ.