Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
OPINN FUNDUR
FRAMKVÆMDAÁÆTLUN
UM STEFNU ÍSLANDS Í
MÁLEFNUM NORÐURSLÓÐA
HÁSKÓLANUMÁAKUREYRI & FJARFUNDUR
FIMMTUDAGINN 31. MARS 8:30 - 16:00
S
K
R
Á
N
IN
G
Erindi og dagskrárliðir
08:30 Skráning og morgunkaffi
09:00 Opnunarávarp: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
09:10 Ávarp: Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri og formaður Arctic Mayors Forum
09:20 Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands í málefnum norðurslóða:
Kynning á stefnu Íslands í málefnum norðurslóða
09:35 Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Íslandsdeildar
þingmannaráðstefnu norðurslóða: Starf Íslandsdeildarinnar
og þingmannaráðstefnunnar
09:50 Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands:
Kynning á verkefninu, verkáætlun, tímaáætlun og þemahópum
10:30 Pallborð: umræður og kynning á þemahópum um stefnu Íslands í málefnum
norðurslóða: A. Alþjóðlegt samstarf og skuldbindingar; B. Loftslagsbreytingar,
vistkerfi og mengunarvarnir; C. Samfélag og innviðir; D. Uppbygging og
framlag til málefna norðurslóða; E. Leit og björgun, fjarskipti, björgunarklasi
12:00 Hádegisverður
13:00 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti (óstaðfest)
13:20 Heiðar Guðjónsson, formaður Norðurslóða-viðskiptaráðs:
Norðurslóða-viðskiptaráðið
13:35 Hugarflug um aðgerðir og forgangsröðun
15:20 Samantekt
15:30 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og
fyrrverandi forseti Íslands: Ísland á norðurslóðum, framtíðarsýn
Fundarstjóri: Sigríður Huld Blöndal, sérfræðingur, utanríkisráðuneyti
Nánari upplýsingar á fb.me/nordurslodanetid
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Norður-Íslands Irminger-straum-
urinn (NIIS) flytur varma, salt og
næringarefni inn á landgrunnið fyr-
ir norðan Ísland og er mikilvægur
fyrir lífríkið og loftslagið á þeim
slóðum. Nýlega birtist fræðigrein í
ritinu Journal of Geophysical Rese-
arch: Oceans um
þennan haf-
straum. Stein-
grímur Jónsson,
sérfræðingur hjá
Hafrannsókna-
stofnun og pró-
fessor við Há-
skólann á
Akureyri, er einn
höfunda ásamt
Héðni Valdi-
marssyni haf-
fræðingi og fleirum.
„Við kortlögðum Norður-Íslands
Irminger-strauminn nákvæmar en
áður hefur verið gert og með meiri
upplausn,“ segir Steingrímur. Mæl-
ingarnar miðuðust að mestu við til-
tekinn tímapunkt en einnig voru
teknar til greina eldri mælingar
Hafrannsóknastofnunar.
Norður-Íslands Irminger-
straumurinn kemur sunnan úr höf-
um og er tunga úr Golfstraumnum
sem flytur með sér heitan og saltan
Atlantssjó. Hann flæðir norður með
Vestfjörðum og hófust mælingarn-
ar við Látrabjarg. Straumurinn
beygir fyrir Horn, flæðir austur
með landgrunninu og svo suður
með Austurlandi.
„Við fylgdum straumnum alla
leið. Hitastigið lækkar um u.þ.b. 0,3
gráður og seltan lækkar um 0,02-
0,03 grömm á kíló fyrir hverja 100
km sem hann fer. Það hljómar eins
og það sé lítið, en það skiptir samt
máli,“ segir Steingrímur.
Lækkun hitastigs og seltu í
straumnum reyndist aðallega vera
vegna blöndunar við seltuminni og
kaldari pólsjó sem kemur niður
með Grænlandi. Þegar NIIS kemur
austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg
fer hann einnig að víxlast mikið við
og blandast Austur-Íslands-
straumnum. Hann er kaldari og
seltuminni en Irminger-straumur-
inn.
„Norður-Íslands Irminger-
straumurinn er lykilatriði í vist-
kerfinu fyrir norðan. Með honum
kemur líka seiðarek og færir seiðin
á uppeldisstöðvar,“ segir Stein-
grímur.
NIIS er mjög breytilegur á milli
ára. Því meira sem er af heitum og
söltum Atlantssjó í NIIS-straumn-
um þess betra er ástandið fyrir líf-
ríkið því Atlantssjórinn er ríkur af
næringarefnum. Pólsjórinn er hins
vegar mun næringarminni.
Aukið flæði Golfstraumsins
Lars H. Smedsrud, prófessor við
Háskólann í Bergen, hefur ásamt
fleirum rannsakað gögn frá heilli
öld til að sjá hvernig flutningskerfi
hafsins hefur þróast. Hann segir
þau sýna að flæði Golfstraumsins
inn í Norðurhöf hafi aukist. Með
auknu flæði hlýs sjávar hafi varma-
flutningur norður á bóginn aukist
um 30%.
„Þetta er alveg rétt. Við skrif-
uðum greinar um varma- og sjáv-
arflutninginn inn á þetta svæði fyr-
ir nokkrum árum. Okkar framlag
var mæling á þessum Norður-Ís-
lands Irminger-straumi á Horn-
banka í um 20 ár. Við sáum mikla
breytingu frá 1996 til 2000. Þá
hækkaði hitastigið og straumurinn
jókst þannig að það varð töluvert
mikil aukning á varmaflutningnum
norður í höf,“ segir Steingrímur.
Hvernig rímar þetta við kenningar
um að Golfstraumurinn sé að veikj-
ast?
„Það rímar alls ekki við það.
Þessar mælingar sýna að hann er
frekar að eflast hérna. En það er
bara lítill hluti af Golfstraumnum
sem fer hér norðureftir. Hann er
miklu stærri fyrir sunnan Ísland,“
segir Steingrímur.
Oft hefur verið rætt um að það
muni hægja á færibandi hafsins,
varma- og seltuhringrás Norður-
Atlantshafs vegna aukinnar ís-
bráðnunar á Norðurslóðum. Því
muni hægja á Golfstraumnum.
Steingrímur segir að Atlantssjórinn
sem streymir inn á Norður-Íshafs-
svæðið kólni og þyngist og geti
sokkið til botns. Þessi kaldi og
þungi sjór skríður svo út yfir
hryggina beggja vegna við Ísland.
Það dregur Golfstrauminn norður.
„Við höfum séð að þetta kerfi
virðist vera býsna stöðugt yfir
hryggina milli Íslands og Græn-
lands og Íslands og Skotlands. Það
er heldur meira flæði í þessu en
var fyrir 1995 sem bendir til þess
að færibandið sé ekki að veikjast í
kringum okkur og þá ekki heldur
Golfstraumurinn,“ segir Steingrím-
ur. Hann kveðst ekki sjá í kort-
unum stórar sveiflur eða breyting-
ar í þessu á næstu árum.
Golfstraumurinn
er ekki að veikjast
- Mikilvægi Norður-Íslands Irminger-hafstraumsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hafnarfjörður Hafrannsóknastofnun stundar reglulega rannsóknir á haf-
svæðinu í kringum Ísland. Stofnunin er nú með aðsetur í Hafnarfirði.
Hafstraumar í Norður-Atlantshafi
Norður Íslands Irminger straumurinn
Heimild: Haf og vatn
Mynd: dr. Stefanie Semper
Noregs-
straumur
Grænland
Grænlands-
sund
Ísland
Noregur
North Icelandic Jet
Norður Íslands
Irminger straumurinn
Hlýir straumarKaldir straumar
Steingrímur
Jónsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þeir sem hljóta þarna kjör geta vel
við unað enda var þátttakan mjög
góð, rétt rúm 31%. Það er besta þátt-
taka sem við höfum fengið til þessa í
stjórnarkjöri,“ segir Guðmundur
Helgi Þórarinsson, formaður Félags
vélstjóra og málmtæknimanna, VM.
Aðalfundur félagsins fer fram í dag
klukkan 17. Auk hefðbundinna aðal-
fundarstarfa verður á fundinum lýst
kjöri formanns, stjórnar og vara-
stjórnar félagsins. Kosningin var raf-
ræn og hófst 1. mars síðastliðinn og
lauk á þriðjudaginn síðasta, 22. mars.
Kosning til stjórnar er til næstu
tveggja ára en formannskosningin er
fyrir tímabilið 2022 til 2026. Mikil
spenna er fyrir niðurstöðu formanns-
kosningarinnar. Þrír voru í framboði:
Guðmundur Helgi, sem gegnt hefur
formennsku síðustu fjögur árin eftir
að hafa velt sitjandi formanni úr
sessi, Guðmundur Ragnarsson, fyrr-
verandi formaður VM sem varð að
lúta í lægra haldi fyrir nafna sínum
fyrir fjórum árum, og Eiríkur Ingi
Jóhannsson. Sá síðastnefndi er sjó-
maður og varð landsfrægur fyrir ára-
tug er hann komst einn lífs af þegar
togarinn Hallgrímur fórst undan
ströndum Noregs.
Metþátttaka í
formannskjöri
- Aðalfundur VM fer fram síðdegis
Guðmundur Helgi
Þórarinsson
Guðmundur
Ragnarsson
Eiríkur Ingi
Jóhannsson