Morgunblaðið - 25.03.2022, Síða 23

Morgunblaðið - 25.03.2022, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 Norður-Kóreumenn minntu í gær rækilega á þá ógn sem frá þeim getur stafað, þegar þeir skutu í til- raunaskyni á loft langdrægu flug- skeyti sem lenti í Japanshafi. Flaug af þessu tagi, sem getur borið kjarnorkuvopn, gæti náð alla leið til Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa bann- að allar slíkar tilraunir Norður- Kóreu svo og viðleitni landsins til að koma sér upp kjarnorkuvopn- um þvert á alþjóðlegt sam- komulag. Einvaldur Norður-Kóreu, Kim Jong-un, ákvað árið 2018 að stöðva tilraunir með langdræg flugskeyti í kjölfar viðræðna við þáverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Aldrei náðist hins vegar neitt samkomulag milli ríkjanna um slíkar tilraunir. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, gagnrýndi framferði Norður-Kóreu harðlega í gær og minnti á að þeir hefðu gef- ið loforð um að hætta þessum til- raunum. Norður-Kóreumenn sögðu hins vegar fyrir tveimur ár- um að þeir teldu sig ekki lengur bundna af fyrri yfirlýsingu. AFP Vígbúnaður Fólk fylgist með eldflaugaskoti Norður-Kóreumanna á sjón- varpsskjá á járnbrautarstöð í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, í gær. Skutu langdrægu flugskeyti á loft Leiðtogafundur Atlantshafsbands- lagsins í Brussel um málefni Úkra- ínu fór fram í gær og fyrir Íslands hönd tóku Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráð- herra þátt. Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, setti fundinn og var tilkynnt að hann yrði ári lengur í starfi vegna þessarar erfiðu stöðu í álfunni. Volodímír Selenskí, forseti Úkra- ínu, hvatti aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins á fundinum að hjálpa Úkraínu við að stöðva blóðbaðið með því að veita þarlendum ótak- markað aðgengi að vopnum, eins og orrustuflugvélum og skriðdrekum. „Atlantshafsbandalagið getur stöðvað dauðsföllin í Úkraínu með því að gefa okkur þau vopn sem við þurfum,“ sagði hann. Vopn til að stöðva blóðbaðið Selenskí sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur og undir það tekur landsstjóri Luhansk-héraðs, sem segir að slíkar sprengjur hafi verið notaðar í einu þorpi í næturárás þar sem fjórir hafi látist og þar af tvö börn. Sýnt hafði verið á bresku ITV-sjónvarpsstöðinni myndskeið þar sem fosfórsprengjur voru sprengdar um nótt nálægt borginni Irpín sem er nálægt Kænugarði. Stoltenberg tilkynnti að ákveðið hefði verið á fundinum að svara ákalli álfunnar í austri og að NATO myndi auka varnir svæðisins með því að senda herlið til Búlgaríu, Ungverjalands, Rúmeníu og Sló- vakíu. Einnig myndi bandalagið auka varnir sínar gegn kjarnorku- og efnahernaði í álfunni. Háttsettur bandarískur embætt- ismaður á fundinum í Brussel í dag sagði að verið væri að ræða hvort send yrðu langdræg flugskeyti til Úkraínu til að verjast loftárásum frá skipum í Svartahafi. Loftárásirnar halda áfram Loftárás var gerð á Karkív í aust- urhluta Úkraínu og létu a.m.k. sex manns lífið og fjöldi særðist þegar sprengjan féll nálægt pósthúsi í borginni í dag. Breska leyniþjónustan segir að her Úkraínu sé í sókn í Kænugarði og hafi rússneski herinn hörfað í norðvesturhluta borgarinnar. Þeir segja að líkindi séu á að Úkraínuher hafi endurheimt borgina Makarív sem er 70 km vestur af Kænugarði og borgina Moschun sem er 35 km norðvestur af höfuðborginni. Bresku leyniþjónustunni ber saman við upplýsingar frá varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna sem segja Rússa vera komna í vörn á sumum svæðum í landinu. 100 þúsund flóttamenn Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á fundinum í dag að Banda- ríkin myndu taka á móti allt að 100 þúsund innflytjendum frá Úkraínu og bæta við einum milljarði banda- ríkjadala til mannúðarstarfs til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Hann sagði einnig að aldrei áður hefðu Vesturlönd verið jafn sameinuð og að Pútín hefði mistekist að sá óeiningu milli þjóðanna. Hann bætti líka við að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við allri notkun efnavopna í Úkraínu. Hann segist styðja brott- vikningu Rússa úr G20-þjóðabanda- laginu. G7-þjóðabandalag Bandaríkj- anna, Bretlands, Kanada, Frakk- lands, Þýskalands, Ítalíu og Japans segist munu leggja alla áherslu á að Vladimír Pútín Rússlandsforseti gjaldi fyrir innrásina í Úkraínu og þeir telji hann og stuðningsmenn hans persónulega ábyrga fyrir inn- rásinni, en ekki rússnesku þjóðina. 4,6 milljónir barna á flótta Samkvæmt upplýsingum frá Barnastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur meira en helming- ur allra barna í Úkraínu þurft að flýja heimili sín vegna stríðsins, eða 4,3 milljónir barna. Alls eru 7,5 milljónir barna í landinu. „Það er hrikalegur minnisvarði þessa stríðs og gæti haft mikil áhrif á komandi kynslóðir,“ sagði framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Catherine Russell. Rússland sakar Pólland um að fara inn á hættulega braut eftir að Pólverjar ráku 45 embættismenn fyrir meintar njósnir. Talsmenn rússneska utanríkisráðuneytisins sögðu í dag að gjörðir Póllands væru knúnar áfram af Rússahatri Atlantshafsbandalagsins og hatrið væri núna opinber stefna NATO. Samstaðan aldrei verið meiri - Leiðtogar funduðu í Brussel í gær - Ákveðið að styrkja varnir í austurhluta Evrópu - Aukið við aðstoð við Úkraínu - Þyngja refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Rússlandi - Stoltenberg í ár í viðbót AFP/Fadel Senna Kænugarður Úkraínskur hermaður stendur vörð nálægt vöruhúsi í borginni sem var sprengt af Rússum í dag. AFP/Brendan Smialowski /Pool Leiðtogar Joe Biden ræðir við Emmanuel Macron og Boris Johnson. Í baksýn sést Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands ásamt fleiri leiðtogum. Forseti Úkraínu, Volodímír Sel- enskí, sækir hart að aðildar- ríkjum NATO að útvega meiri vopn til landsins. „Eitt prósent af flugvélum ykkar, eitt prósent af skriðdrekum ykkar,“ sagði hann í gær. Aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins eru að íhuga að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu sem eru sérstaklega ætlaðar til að ná til skipa. Það myndi skipta sköpum fyrir borgir eins og Maríupol, en árásir á borgina hafa mest verið frá rússneskum herflota í Svartahafi. Eldflaugar frá NATO MEIRI HERAÐSTOÐ www.gamafelagid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.