Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 24
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is F yrir utan Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík hefur í tvo áratugi staðið stór og voldugur steinn sem tuttugu sveigðar koparstangir ganga upp úr. Þetta er listaverkið 20 logar sem myndlistarkonan Hulda Hákon gerði að ósk íslenskra stjórnvalda vorið 2002. Tilefnið var að hér var þá haldinn fundur utan- ríkisráðherra Atlantshafsbandalags- ins (NATO) með fullri þátttöku ut- anríkisráðherra Rússlands. Verkið var táknmynd um hugsjónir sem menn báru þá í brjósti um betri og öruggari heim með nánu samstarfi fyrrum fjandmanna í kalda stríðinu. Koparstangirnar tuttugu í stein- inum tákna eldloga sem lýsa og gefa fyrirheit um sameiginlega vegferð Rússlands og NATO-ríkja sem þá voru 19 að tölu. Nú er aftur á móti erfitt að horfa á þetta verk öðruvísi en sem minnisvarða brostinna vona eða jafnvel tálsýnar. Árið 2002 var Rússland enn ómótað afl á vettvangi alþjóða- stjórnmála. Sovétríkin gömlu, „veldi hins illa“ sem svo voru stundum nefnd, höfðu óvænt hrunið 1991 og þjóðríki í Asíu og Evrópu sem lent höfðu undir hæl þeirra lýstu hvert á fætur öðru yfir sjálfstæði næstu ár- in. Enginn vissi hvert Rússland myndi stefna og hvort það yrði áfram ógn við öryggi hins frjálsa heims eins og Sovétríkin höfðu verið um langt árabil. Það vakti mönnum hins vegar bjartsýni að Jeltsín for- seti Rússlands lýsti því yfir þegar 1991 að landið vildi verða þátttak- andi í NATO. Áratug seinna sagði arftaki hans, Vladimir Pútín, sem enn situr á valdastól, „Hví ekki það?“ þegar hann var spurður hvort Rússland ætlaði að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið. Það væri hins vegar ekki komið á dagskrá. Rússar höfðu þó opnað sérstaka sendiskrifstofu í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Utanríkisráðherrafundurinn í Reykjavík vorið 2002 virtist árang- ursríkur. Samþykkt var að stofna nýtt samstarfsráð NATO-ríkjanna og Rússlands sem veitti Rússum að- ild að ákvörðunum bandalagsins. Ráðið var hugsað sem vettvangur þar sem NATO-ríkin og Rússland gætu undirbúið, samþykkt og síðan framfylgt ákvörðunum sem snertu sameiginlega hagsmuni þeirra. Ut- anríkisráðherra Breta, Jack Straw, tók stórt upp í sig og sagði að nú hefði „útför kalda stríðsins“ loksins farið fram. Utanríkisráðherra Rússa, Ígor Ívanov, kvað einnig fast að orði um ágæti samkomulagsins. Hann sagði það marka upphaf nýs samstarfs við NATO og bætti við: „Það er ekki að- eins svo að við getum starfað saman – við erum skyldugir til samstarfs vegna þeirrar nýju ógnar sem nú blasir við,“ sagði hann og vísaði til árásarinnar á tvíburaturnana í New York nokkrum mánuðum fyrr, 11. september 2001. Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samstarf NATO við Rússa virtist í fyrstu ætla að ganga ágætlega en næstu árin urðu margir atburðir sem breyttu myndinni verulega og gerðu smám saman út af við þær vonir sem til staðar voru. Hér verður sú saga ekki rakin. Í stað þess að Rússar gengju til liðs við NATO fóru fyrr- um fylgiríki þeirra þá leið enda sáu þau ekki að hægt væri að tryggja öryggi sitt með öðrum hætti en und- ir hlíf NATO. Þegar fyrir Reykja- víkurfundinn höfðu þrjú ríki í Aust- ur-Evrópu, Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengið í bandalagið. Níu ríki til viðbótar höfðu þá sótt um aðild. Morgunblaðið hafði eftir utanríkisráðherra Rússa eftir fund- inn 2002 að „þeir væru sem fyrr lítt hrifnir af stækkun NATO“. En þeir myndu hins vegar engum banna að ganga í bandalagið. Í grein sem Madeleine heitin Albright, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, birti i New York Times í lok febrúar, rétt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, rifjaði hún upp fyrstu kynni sín af Vladimír Pútín á forsetastól í Rússlandi. Þau hittust í Moskvu snemma árs 2000. Hann kom henni fyrir sjónir sem afar kaldlyndur maður. Hann hefði sagst skilja að Berlínarmúrinn hefði orðið að víkja en hafi ekki átt von á því að Sovétríkin myndu líða undir lok. Á minnisblað sitt eftir fundinn hafi hún hripað: „Pútin er sneyptur vegna þess sem hent hefur land hans og er staðráðinn í að hefja það á ný til fyrri vegs og virðingar.“ Margir sérfræðingar um al- þjóðastjórnmál eru sannfærðir um að eftir að Pútín komst til valda í Rússlandi hafi hann aldrei ætlað sér annað en endurreisa veldi hinna gömlu Sovétríkja. Allt starf hans hafi miðað að því. Það rímar við ræður sem hann hefur flutt að und- anförnu um rétt Rússa til yfirráða á hinu gamla áhrifasvæði. Og vekur ekki vonir um að auðvelt verði að fá Rússa til að virða rétt þjóða til að fá taka sjálfar ákvarðanir um örlög sín. Minnisvarði um brostnar vonir Morgunblaðið/RAX 20 logar Utanríkisráðherrar NATO-ríkja og Rússlands afhjúpa listaverkið við Hagatorg vorið 2002. Þá trúðu menn að framtíð samstarfsins væri björt. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Minnisvarði Nafn Rússlands greini- legt á steininum við Hagatorg. 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nokkur um- ræða varð á dögunum um sjónarmið Ólafs Ragnars fv. forseta í þætti á „RÚV“ um að efnahags- legar refsiaðgerðir gagnvart Rússum hefðu litlu skilað. Ekki varð þó séð að gagnrýnendur þeirra orða hafi skoðað málið vel. Hver var reynslan af „efnahagsþving- unum,“ sem gripið var til eftir að Pútín hirti Krímskaga aft- ur? Enginn, sem kominn er af fermingaraldri og fylgist þokkalega með getur komið sér upp þeirri meinloku að refsiað- gerðir vegna atburðanna í Úkraínu 2014 hafi í raun skilað einhverju. Ekki skiluðu þær Krímskaga aftur svo vitað sé. Sá var þó tilgangur og yfir- skrift þeirra. En þótt skaginn sé merkilegur og einn og sjálf- ur sannindamerki um áhrifa- leysi refsiaðgerðanna, þá er sú staðreynd, að Pútín skuli hafa hugsað sér til hreyfings aftur til að sækja sér meira, svo hrópandi, að öll tvímæli eru tekin af. Hafi „efnahags- þvinganirnar ógurlegu“ þræl- virkað eftir allt saman felst í því að Krímskaga hefur nú um hríð verið stjórnað frá Kænu- garði á ný. En jafnvel þótt þau krafta- verk hafi ekki gerst, og ólund- armenn vilji enn frekari vitn- isburð, þá er hann raunar innan seilingar. Hann er sá, að Pútín gat gefið sér sömu efnahags- þvinganir og seinast (þær sem eru enn í gangi) að viðbættum öðrum og meiri sem honum var marghótað áður en hann lét til skarar skríða í annað sinn. Vesturveldunum er auðvitað ljóst að hinar „miklu efnahags- þrengingar“ ársins 2014 voru hrein hrakför. Evrópusam- bandið hafði með bakstuðningi þeirra Obama og Bidens stuðl- að að stjórnarbyltingu í land- inu. Þar var einkar aulalega staðið að málum og endaði illa. Ekki síst gaf það brall Pútín gullið færi. En það merkilega gerðist, að stóru löndin í ESB reyndu ekki einu sinni að fela það að þau gerðu ekkert með eigin refsiaðgerðir. Aðeins fáum misserum síðar var sett á fullt stím í að tengja Rússland og Þýskaland hagsmunabönd- um í samningum sem eru með þeim stærstu sem sést hafa. Pútín vissi að hvaða hótunum hann gengi vísum ryddist hann inn fyrir landamæri Úkraínu núna. En stundum er eins og menn hafi gleymt því að hann fór inn fyrir þau mörk 2014 og var enn með liðsafla þar og iðu- lega undir rússneskum fána! Í vikunni vitnaði mbl.is til virtra sérfræðinga um það sem hér er rætt og slógu ekki af. Nið- urstaðan var sú að eins og mál standa hafi refs- aðgerðirnar nú ekki skipt nokkru máli! Það eina sem munað hefur um var öflug viðspyrna Úkraínu, en þar réðu vopnasend- ingar frá Bandaríkjamönnum og Bretum úrslitum. Þetta hef- ur sameiginlega tryggt núver- andi varnarlínur. Kjarnaríki Evrópu hafa að sögn hinna sömu „látið sér duga að muldra með á hliðarlínunni“. Sjálf- sprottinn vilji ríkjanna næst Úkraínu hefur sýnt stór- mennsku-fórnarlund þegar þau fást við yfirþyrmandi vanda milljóna flóttamanna, sem fer enn dagvaxandi. Fullyrt var að Rússar myndu ekki, vegna þungra „refsiað- gerða“ geta staðið undir skuld- bindingum sínum. Sú spá gekk ekki eftir. Hinir fróðu menn bæta við að ekki séu efni til að ætla að slíkt greiðslufall verði svo lengi sem „refsilöndin“ sjái Pútín fyrir endurgjaldi fyrir gas, olíu og kol. Rússland hefur opnað hlutabréfamarkað sinn á ný en fullyrt var að slíkt gætu Rússar ekki. Peningamála- yfirvöld „refsiríkjanna“ opna sífellt fleiri og stærri glufur, til að þeirra eigin bankakerfi fái ekki erfið áföll. Þau vilja forð- ast að meintar refsiaðgerðir leiði af sér „lehmanskt sjokk“ svo minni á það sem hratt af stað ósköpunum 2008. Bent er á að Rússland geti fljótlega, í nokkrum áföngum, slakað á þeim fjármagnshöftum sem komið var á. Sagt var að rúblan hefði fall- ið niður í peningalegt svarthol. Nú þykir ljóst að þar var ósk- hyggja á ferð. Rúblan er ekki í frjálsu falli, þótt dýfan hafi ver- ið djúp. En þó var fallið mun minna en tyrkneski miðillinn sætti síðustu mánuði, og lítið veður var gert út af. Niðurstaða sérfræðinganna er að „refsiaðgerðirnar“ hafi reynst næsta bitlaus aðgerð. Rússar neyðast auðvitað til að veita afslátt á verði hráolíu, en almenn hækkun kemur á móti. Þá hjálpar að viðskiptajöfn- uður og gjaldeyriseign rússa er þeim mjög hagfelld. og mun betri en gengið var út frá. Rík- issjóðshalli er mjög lítill. Tak- mörkunum á aðkomu rússa að alþjóðlega greiðslukerfinu SWIFT var lýst sem rothöggi en dregið var úr. Refsimeist- arar tryggðu, sín vegna, að glufur á lokunum úr kerfinu yrðu margar og víðar. Það væri í þágu allra. Einkum Rússa. Nick Mulder, prófessor í Cor- nell, höfundur bókarinnar Efnahagslega vopnið spáir að Rússar standi efnahags- þvinganir af sér: Sögulega séð eru varla til dæmi um að efna- hagsþvinganir stöðvi stríð. Prófessor Mulder: Sögulega séð þekkj- ast varla dæmi um að efnahagsrefsing stöðvi stríð.} Blekking betri en ekkert A lþingi samþykkti heilbrigð- isstefnu til ársins 2030 á síðasta kjörtímabili. Í þessari heilbrigð- isstefnu stendur skýrum stöfum að leiðarljós heilbrigðisstefn- unnar til ársins 2030 verði að almenningur á Íslandi búi við örugga og hagkvæma heil- brigðisþjónustu þar sem aðgengi allra lands- manna sé tryggt. Í lögum um heilbrigð- isþjónustu stendur jafnframt að markmið laganna sé að allir landsmenn eigi kost á full- komnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Heilbrigðisráðherra ber ábyrgð á stefnu- mótun málaflokksins um skipulag heilbrigð- isþjónustu, forgangsröðun verkefna innan hennar, hagkvæmni, gæði, öryggi og aðgengi að henni en því miður hafa hvorki markmið laganna né áðurnefndrar heilbrigðiststefnu náðst – hvorki á heilsugæslu, þar sem hana er að finna, Land- spítalanum né heilbrigðisstofnunum um land allt. Vandi við mönnun starfsfólks sem og útskriftarvandi eru stærstu áskoranirnar sem Landspítalinn og fleiri heil- brigðisstofnanir glíma við. Þessar áskoranir eru í raun sitthvor hliðin á sama peningnum því að ástæða þess að ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af spítala er oftar en ekki skortur á hjúkrunarrýmum og mannekla. Það blasir því við að megináhersla yfirmanns heilbrigð- ismála þarf að vera á því að bæta kjör og starfsum- hverfi heilbrigðisstétta. Gera þarf vinnuumhverfið að- laðandi og auka ánægju í starfi en horfast þarf í augu við að lág laun og ofurálag eru meginástæða þess að fólk fæst ekki í þessi störf, eða öllu heldur, velur að hætta störf- um í heilbrigðisþjónustu eftir að hafa varið fjölda ára við að mennta sig til starfans. Hækki laun heilbrigðisstarfsfólks má leiða líkur að því að störf innan heilbrigðiskerf- isins verði eftirsóknarverðari, þá fjölgar starfsfólki og líkurnar á ofurálagi minnka. Því miður eru þetta ekki ný sannindi held- ur hefur okkur verið þetta ljóst árum saman. En forgangsröðun og pólitískan vilja skortir hjá ríkisstjórninni og breytir þar engu hver situr í heilbrigðisráðuneytinu. Verkefnið er ærið og ábyrgðin er rík. Tryggja þarf grunn- og neyðarþjónustu um allt land en því miður er það alls ekki raunin því fjöldi fólks um allt land er ekki með neinn heimilislækni og bið eftir viðtölum á heilsugæslu því miður ógnarlangir eins og annars staðar. Þá er aðgangur að nauðsynlegri þjónustu mjög torsóttur, hvort tveggja á höfuðborg- arsvæðinu sem og í hinum dreifðu byggðum sem því miður hefur of oft leitt til óafturkræfs tjóns. Stjórnvöld hvers tíma verða að finna til ábyrgðar sinnar og tryggja landsmönnum þá grunnþjónustu sem nauðsynleg er. Til þess voru þau kosin. Helga Vala Helgadóttir Pistill Heilbrigðisþjónusta fyrir okkur öll? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.