Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
„Lyfjafyrirtæki er
að prófa lyf við
blöðruhálskrabba-
meini og býður karl-
mönnum að skrá sig í
lyfjarannsóknina. Ég
læt skrá mig sem
karlmann, því ég er
„trans“ og skilgreini
mig sem karlmann.
Lyfjafyrirtækið gerir
enga athugasemd;
löggjafinn hefur lögfest að „kynvit-
und“ ræður ríkjum. Sá sem skil-
greinir sig sem karlmann er karl-
maður. Ekki skiptir máli að líkami
minn er kvenkyns og ég er því ekki
með blöðruhálskirtil. Lyfjafyr-
irtækið sendir niðurstöðurnar til
Lyfjaeftirlitsins. Þeir minnast ekki
á að einn – eða fleiri – þátttak-
endur í rannsókninni voru kven-
kyns. Lyfjaeftirlitið samþykkir lyf-
ið og heimilar fyrirtækinu að
markaðssetja það. Eiga karlmenn
sem svo í góðri trú taka lyfið við
blöðruhálskirtilskrabbameini rétt á
að vita að a.m.k. einn þátttakenda í
lyfjaprófununum var
kvenkyns og því ekki
með blöðruhálskirtil?“
Við vitum hvernig
forsætisráðherra og
meirihluti Alþingis,
sem bera ábyrgð á
gender-gremlensku
nýlenskulöggjöfinni
nr. 80/2019 um „kyn-
rænt sjálfræði“,
myndu svara. Sam-
kvæmt trans-biblíunni
þeirra er það í verka-
hring ríkisvaldsins að
framleiða gervi-raunveruleika fyrir
þá sem „þjást af vanlíðan gagnvart
eigin kyneinkennum og kyngervi
sem [þeir telja] vera í andstöðu við
persónuleika sinn“. Alþingi hefur
ákveðið að þar sem raunveruleik-
inn „skapar … óþægindi fyrir
trans einstaklinga“ verður lög-
gjöfin að vera í samræmi við til-
finningar þeirra.
„Ljóst má vera að langtum meiri
fjölbreytni ríkir varðandi kyn og
kynvitund en hin hefðbundna tví-
skipting í karlkyn og kvenkyn gef-
ur til kynna,“ segir í laga-
frumvarpinu.
Þetta er alrangt. Það er engin
„fjölbreytni varðandi kyn“ mann-
vera og að hrista saman „kyn og
kynvitund“, sem ekki er mögulegt
að mæla á hlutlægan hátt, í kyn-
ferðiskokkteil skapar rugling og
misskilning varðandi þá einföldu
staðreynd að aðeins tvær tegundir
mannvera – karlkyns og kvenkyns
– hafa gengið á þessari jarðar-
kringlu.
Orðið „kyn“ hefur sömu merk-
ingu í líffræði og í íslensku: „líf-
fræðileg flokkun einstaklinga sem
karlkyns eða kvenkyns“. Í gend-
er-gremlensku er „kyn“ hins vegar
„safnhugtak sem nær … yfir
kyneinkenni, kyngervi, kynvitund
og kyntjáningu“. Orðið „trans“,
sem er notað 102 sinnum í frum-
varpinu, er hvergi skilgreint.
„Kynvitund trans fólks er að ein-
hverju eða öllu leyti á skjön við
það kyn sem þeim var úthlutað við
fæðingu …“ Þessi ritningarorð úr
trans-biblíunni eiga betur heima í
16. aldar galdraþulu en 21. aldar
lagafrumvarpi. Við vitum öll að
kyni er ekki „úthlutað við fæðingu“
fremur en hæð/lengd eða þyngd.
Kyn er séð („observed“) og skráð.
„Trans“ eða „transgender“ er
ekki nýuppgötvað, glænýtt og
glansandi þriðja kyn. Allir sem ein-
kenna sig „trans“ eru annaðhvort
karlkyns eða kvenkyns. Í meira en
99,982% tilvika er einstaklingur
annaðhvort ótvírætt karlkyns eða
kvenkyns. Kynflokkun byggist á
kynfrumutegundunum sæði og
eggfrumu. Engin þriðja kynfruma
er til og því er ekkert þriðja kyn
til. Tilvist einungis tveggja kynja
þýðir þó ekki að kyn geti aldrei
verið óljóst, eins og „intersex“
einstaklingar (0,018% einstaklinga
fæðast með „ódæmigerð kyn-
einkenni“) sýna. En tilvist intersex
mannvera sannar ekki að kyn sé
„fjölbreytilegt“ frekar en fæðing
einfættrar mannveru afsannar að
mannverur séu tvífættar (bipedal).
„Frumvarpið miðast að því að
bæta réttarstöðu trans og intersex
fólks og færa hana til nútíma-
horfs.“ „Nútímahorf“ frumvarpsins
er sennilega af facebook- og tiktok-
taginu, með 60-100 kyngervi. Eða
wikipedia, sem nú er öll á gender-
gremlensku. Lögin eiga að „standa
vörð um líkamlega friðhelgi ein-
staklinga“. Álítur meirihluti Al-
þingis ákvæði XXII.-XXIV. kafla
almennra hegningarlaga ekki full-
nægjandi til að verja „líkamlega
friðhelgi“ borgaranna?
Mér er ekki kunnugt um að ég
eða aðrir borgarar sem ekki ein-
kenna sig „trans“ (eða intersex)
hafi notið sérstakrar réttarstöðu
umfram „transfólk“. Fjöldi fólks
þjáist eflaust af „vanlíðan gagn-
vart“ ýmsum líkamseinkennum
sem það telur „vera í andstöðu við
persónuleika“ sinn. En flestir
verða bara að láta sig hafa það.
Nema þeir séu „trans“. Löggjafinn
hefur skapað sérstakan lúxus-
trans-ríkisborgararétt sem felur í
sér rétt til að láta skattgreiðendur
kosta útlitsbreytandi skurðaðgerðir
og ríkið breyta afturvirkt laga-
legum skjölum þar til árangurinn
er í samræmi við „persónuleika“ og
tilfinningar trans-ríkisborgaranna.
Meira er í húfi en tilfinningar
transfólks. Lögfesting transritn-
ingarorðanna er ósamrýmanleg
kynbundnum réttindum. Nauðg-
arar og morðingjar sem „einkenna
sig sem konur“ eru í kvennafang-
elsum. Karlar keppa í kvenna-
íþróttum – þar sem munur á körl-
um og konum er svo augljós að
keisarinn er „á tippinu“ eins og
börnin segja. Kyn er grundvall-
arforspárþáttur í upplýsingaöflun
og greiningu um alla samfélags-
þætti, þ.á m. heilsu, menntun, at-
vinnu og glæpi.
Hvaða heilvita samfélag telur
eðlilegt – hvað þá þjóðþrifaverk –
að löggjafinn leyfi borgurunum að
breyta afturvirkt opinberum laga-
legum upplýsingum og skjölum í
samræmi við tilfinningar sínar?
Ríkisvaldið á ekki að styðja
ranghugmyndir fólks. Hvað þá að
lögfesta þær á kostnað almennings.
Colin Wright, evolutionary biologist:
https://www.realityslaststand.com/p/
intersex-is-not-as-common-as-red?s=r
(http://mbl.is/go/c4sai )
https://www.realityslaststand.com/p/sex-
is-not-a-spectrum?s=r
(http://mbl.is/go/yh2s8)
Siðræna transgátan
Eftir Írisi
Erlingsdóttur »Löggjafinn hefur
skapað sérstakan
lúxus-trans-ríkisborg-
ararétt sem felur í sér
rétt til að láta skattgreið-
endur kosta útlitsbreyt-
andi skurðaðgerðir.
Íris Erlingsdóttir
Höfundur er fjölmiðlafræðingur.
Icewear er íslenskt útivistarvörumerki og á sögu að rekja allt aftur til ársins 1972. Vörulína Icewear
er mjög stór og saman- stendur af fjölbreyttu úrvali af útivistarfatnaði og fylgihlutum fyrir börn og
fullorðna. Allar vörur Icewear eru hannaðar á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Icewear leggur ávalt
mikið upp úr góðum verðum og góðri þjónustu enda er útivist fyrir alla.
Verslanir Icewear eru í dag 19 talsins og eru staðsettar um land allt undir merkjum Icewear, Icewear
Magasín, Icemart og Arctic Explorer ásamt vefversluninni icewear.is.
Skrifstofur fyrirtækisins eru staðsettar í Suðurhrauni 10 í Garðabæ og starfsmenn eru um 150 talsins.
Prjónahönnuður
Icewear óskar eftir að ráða prjónahönnuð til starfa. Um er að ræða spennandi
starf innan Icewear þar sem viðkomandi gefst tækifæri á að taka þátt í stefnu
og mótun vöruþróunnar á prjónamynstrum fyrirtækisins, hönnun á nýjum
vörum ásamt öðrum verkefnum sem snúast að hönnun og prjóni. Um er að
ræða spennandi og krefjandi starf í ört vaxandi fyrirtæki.
Ferðalög erlendis eru hluti af starfinu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Rakel Rut, rakelrut@icewear.is.
Allar umsóknir fara í gegnum Alfred.is. Umsóknarfrestur er til 3. apríl nk.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Fatahönnunarnám eða önnur haldgóð undirstöðumenntun s.s. klæðskeramenntun eða
tæknimenntun á sviði fataþróunar og undirbúnings fatnaðar fyrir framleiðslu er kostur.
• Reynsla og brennandi áhugi af störfum í fataiðnaði, munsturgerð og þekking á
handprjóni og vöruþróun æskileg.
• Góð almenn tölvuþekking, Illustrator, Photoshop, Word og Excel.
• Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að taka ábyrgð.
• Áreiðanleiki og hæfni til að vinna undir álagi.
• Skipulagshæfileikar og námkvæmni.
• Gott vald á ensku.
Helstu verkefni:
• Hönnun og vöruþróun á prjónamynstrum Icewear fyrir innlendan og erlendan markað.
• Önnur tilfallandi verkefni
Morgunblaðinu hefur borist eft-
irfarandi athugasemd frá talsmanni
kínverska sendiráðsins á Íslandi:
„Undanfarið hafa nokkrir máls-
metandi sérfræðingar birt álit sitt í
fjölmiðlum og dregið upp líkindi
milli málefna Úkraínu og málefna
Taívan. Þetta er í grundvall-
aratriðum rangt og sýnir fram á
vanþekkingu og grunnhyggið við-
horf til heimssögulegra staðreynda.
Mig langar að benda á nokkur at-
riði:
Málefni Taívan og málefni Úkra-
ínu eru í grunninn gerólík, og því
ekki samanburðarhæf. Í fyrsta lagi
er lagalega staðan ólík. Taívan er
ekki sjálfstætt ríki og hefur Taívan
ávallt verið órjúfanlegur hluti af
Kína. Sú meginregla sem birtist í
stefnunni „eitt Kína“ er við-
urkennd á alþjóðavísu af bæði
Sameinuðu þjóðunum og af yfir
170 þjóðríkjum og þar á meðal af
Íslandi. Í öðru lagi, í ljósi sög-
unnar, er núverandi staða Taívan
afleiðing borgarastyrjaldar innan
Kína á síðustu öld, sem leiddi af
sér mismunandi pólitíska stöðu
beggja vegna Taívan-sunds. Hins
vegar hefur fullveldi og landhelgi
Kína aldrei verið dregin í efa og er
ekki hægt að skilja þar á milli.
Þetta er staðreynd í málefnum Ta-
ívan. Sumir hafa lagt ríka áherslu
á að virða sjálfstæði Úkraínu, en á
sama tíma dregið í efa yfirráð og
landhelgi Kína í málefnum Taívan.
Þessi málflutningur sýnir fram á
tvískinnung. Málefni Taívan eru
innanríkismál Kína og mótmæla
kínversk yfirvöld því harðlega að
önnur ríki hlutist til um innanrík-
ismál Kína.
Rétt eins og Ísland, hefur Kína
áhyggjur af stöðu mannúðarmála í
Úkraínu. Kína hefur að eigin frum-
kvæði sett sér sex markmið sem
eru miðuð að því að koma í veg
fyrir mannúðarkrísu í Úkraínu og
hafa sent þrjár sendingar af hjálp-
argögnum til Úkraínu. Við höfum
alltaf staðið vörð um sjálfstæði og
landhelgi allra ríkja, Úkraínu þar
með talinni. Við verðum að virða
grunndvallarviðmið sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna til að vernda sjáf-
stæði og fullveldi allra ríkja.
Við verðum að virða og fylgja
meginreglunni um öryggismál og
koma til móts við öryggisáhyggjur
einstakra aðila, við verðum einnig
að krefjast þess að úr ágreinings-
efnum sé leyst með friðsamlegum
hætti með samræðum og samn-
ingum. Við verðum einnig að ein-
beita okkur að langtímastöðugleika
svæðisins og byggja upp sjálfbært
evrópskt öryggiskerfi sem byggist
á jafnvægi, skilvirkni og sjálf-
bærni. Kína styður alla upp-
byggilega alþjóðlega viðleitni sem
stuðlar að pólitískum sáttum hlut-
aðeigandi aðila og mun halda
áfram að gegna mikilvægu hlut-
verki við að leita eftir frið-
samlegum lausnum í deilumálum
ríkja.“
Taívan er ekki
Úkraína
Allt um sjávarútveg