Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 32
Meira á ensku Bríet mun gefa út meira efni á næstunni og segir að
hennar helsti fókus á árinu sé að gefa út meiri tónlist á ensku.
Flugdreki Bríet gaf á dögunum út lagið hugljúfa Flugdreka, er að fara að
gefa út „live“ plötu á næstunni og mun halda tónleika í Hörpu í maí.
Ljósmynd/Berglaug Petra Garðarsdóttir
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar hefur
haft nóg fyrir stafni upp á síðkastið.
Hún ræddi við þá Sigga Gunnars og
Friðrik Ómar í Síðdegisþættinum um
tónlistina og lífið en hún gaf nýtt ís-
lenskt lag út 18. mars, í fyrsta sinn
síðan verðlaunaplata hennar
„Kveðja, Bríet“ kom út árið 2020, en
hún var einnig kosin poppflytjandi
árins á Hlustendaverðlaununum um
síðustu helgi.
Fullt af myndlíkingum
Nýja lagið heitir Flugdreki og
varð til upp úr vangaveltum Bríetar
og Pálma Ragnars Ásgeirssonar,
sem vinnur tónlistina með henni, um
það hvað flugdreki væri kúl orð.
„Þá fór hausinn af stað. Bara við
verðum að gera lag um að vera flug-
dreki, hvaða tilfinningar það dregur
fram og hvaða tilfinningar við að vera
hátt uppi og svífandi,“ lýsti Bríet sem
segir lagið fullt af myndlíkingum en
hún syngur meðal annars um flug-
dreka og bát í laginu sem er ljúft og
angurvært.
„Ég held að lífið sé smá flugdreki
og bátur. Það eru svona hæðir og
lægðir. Það er gaman að leika sér
með þessi hugtök,“ sagði Bríet.
Flugdreki er líkt og nokkur vin-
sælustu lög Bríetar, til dæmis Esjan
og Rólegur kúreki, í rólegum sveita-
stíl með gítarinn allsráðandi en ólíkt
fyrrnefndum lögum er ákveðinn kafli
undir lokin þar sem lagið breytist og
saxófónn kemur meðal annars inn.
Spurð út í þetta sagði Bríet að hún
hefði einfaldlega viljað leyfa flug-
drekanum að tala.
Fullkomnaði lagið
„Það var svo gott að fá hann Óskar
til að spila á saxófóninn. Hann er svo
svakalegur spilari og hann fór „all
in“. Hann er geggjaður og þetta var
bara akkúrat það sem lagið þurfti.
Hann fullkomnaði lagið,“ lýsti Bríet.
Bríet, sem var einmitt stödd úti í
Danmörku þegar Síðdegisþátturinn
heyrði í henni, þar sem hún flutti ís-
lenska tónlist fyrir fullt hús Íslend-
inga og þrjá Dani ásamt Herra
Hnetusmjöri, hefur verið mikið á
ferðalagi upp á síðkastið.
„Ég vissi ekki að það væru svona
margir Íslendingar þarna. Díses
kræst,“ sagði Bríet, sem sagðist svo
hafa spurt hópinn hvort einhverjir
Danir væru þar á meðal en þá svör-
uðu einungis þrír. Íslendingarnir
voru þó í banastuði.
Túraði með kærastanum
Hún er einnig nýkomin úr ferða-
lagi í Bandaríkjunum en hún fékk að
túra með hljómsveitinni Kaleo á
dögunum. Kærasti hennar, Rubin
Pollock, er í hljómsveitinni sem er
nú á tónleikaferðalagi um Bandarík-
in.
„Ég fór með þeim og var aðeins að
halda þessu sambandi gangandi,“
sagði Bríet hlæjandi. Aðspurð segir
hún að það hafi verið mjög áhuga-
vert líf að ferðast með hljómsveitinni
í rútu.
„Fyndið að vera að vinna sömu
vinnuna, það er verið að gera ná-
kvæmlega sömu hlutina en bara af
miklu stærra kalíberi,“ lýsti
Bríet.
Maður þekkir alveg um-
hverfið og maður þekkir alveg
hvað er í gangi. Þetta er meira
fólk. Meira fólk að vinna á bak
við hljómsveitina. Ferðast í rútu á
milli staða. Þetta er mjög áhugavert
líf,“ sagði hún en aðspurð segir hún
að það hafi þó alltaf verið planið að
stefna á þennan stað – að ferðast um
á tónleikaferðalagi erlendis.
„Þannig að það var gaman að sjá
hvert ég er að stefna,“ sagði
hún og bætti við glettnislega
að hún hefði þarna fengið æf-
ingu í að verða ekki flökurt í
rútunni.
Vill gefa út meira á ensku
Bríet hefur aðallega verið að gefa
út á íslensku en aðspurð sagði hún
að sér þætti auðveldara að semja á
íslensku þó að íslenskan fari ein-
hvern veginn nær hjartanu, sem geti
líka verið erfitt.
„Það er aðeins erfiðara að semja á
ensku. Þú þarft einhvern veginn að
finna orðin. Þetta kemur ekki alveg
jafn náttúrulega þannig að þú þarft
svolítið að leita. Þú veist ekki alveg
hvernig þú átt að orða það nákvæm-
lega sem þú ert að hugsa þannig að
þér getur liðið eins og þetta sé smá
tilgerðarlegt,“ sagði Bríet.
„Svo getur það líka verið algjör
gjöf að segja ekki nákvæmlega það
sem maður er að hugsa. Þá getur
maður aðeins bakkað frá þessu. Það
getur líka verið mjög gott,“ bætti
hún við en hún segir að sér þyki þó
erfitt að færa sig meira yfir í ensk-
una.
„Maður er búinn að vera svo náinn
hjartanu lengi,“ útskýrði hún.
Þrátt fyrir þetta sagði Bríet að
hennar helsti fókus á árinu væri að
einbeita sér meira að tónlist á ensku.
„Ég er aðeins að fara að undirbúa
jarðveginn varðandi það og senda
frá mér meira efni. Tónleikar og svo
er ég að fara að gefa út „live“ plötu
og alls konar sem mér dettur í hug.“
Bríet mun svo halda tónleika í
Eldborg í Hörpu 21. maí vegna mik-
illar eftirspurnar en miðasala er haf-
in á tix.is.
Þar ætlar hún að endurtaka leik-
inn og búa til stórkostlega tónleika-
upplifun aftur, en hún hélt útgáfu-
tónleika í október í fyrra sem slógu
algjörlega í gegn.
„Gaman að sjá hvert ég er að stefna“
Bríet gaf út nýtt lag á dögunum, lagið Flugdreka,
og mun halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu í maí.
Hún fékk að upplifa það sem hún stefnir að á tón-
leikaferðalagi með kærasta sínum í hljómsveitinni
Kaleo á dögunum og ætlar að einblína meira á tón-
list á ensku á næstunni.
Poppflytjandi
ársins Bríet er ein
ástsælasta tónlist-
arkona landsins en
hún hlaut titilinn
Poppflytjandi ársins
á Hlustendaverð-
laununum á dög-
unum.
Ljósmynd/Baldur Kristjánsson
Morgunblaðið/Eggert
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
FAXAFENI 14, 108 REYKJAVÍK
WWW.Z.IS
RÚMFÖTIN FYRIR
FERMINGARBARNIÐ FÆRÐU
HJÁ OKKUR