Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
✝
Theodóra Guð-
mundsdóttir
fæddist í Selinu í
Skaftafelli 7. apríl
1929. Hún lést á
Landspítala 11.
mars 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Gísladóttir, f. 20.7.
1897, d. 26.1. 1979,
og Guðmundur
Bjarnason, f. 27.6.
1888, d. 2.10. 1981, bændur í
Skaftafelli.
Systur Theodóru voru: Þur-
íður Elín, f. 18.12. 1917, d. 9.9.
1959; Katrín, f. 19.5. 1921, d.
24.9. 2019; Ragna Sigrún, f.
30.10. 1927, d. 9.4. 2011.
Árið 1959 giftist Theodóra
Ragnari Ólafssyni, f. 2.6. 1927, d.
26.3. 2018. Börn þeirra eru: 1)
Sigríður, f. 26.12. 1960. Maður
hennar er Nökkvi Bragason, f.
15.3. 1960. Sonur þeirra er Jök-
ull, f. 14.12. 1999. 2) Sveinn, f.
28.6. 1962. Dætur hans eru: Sig-
rún Þóra, f. 22.6. 1988; Agla Eir,
f. 17.3. 1993; Birta Fönn, f. 10.10.
1996; Theodóra, f. 22.8. 2002, og
Katrín Þóra, f. 25.2. 2010. Fyrir
átti Theodóra soninn Gísla, f.
13.3. 1948. Kona hans er Kolbrún
Karlsdóttir, f. 16.2.
1950. Synir þeirra
eru: Guðmundur
Karl, f. 27.6. 1979, d.
7.6. 2004, og Theo-
dór Ragnar, f. 5.9.
1980. Fyrir átti Gísli
soninn Björgvin, f.
18.5. 1972. Kolbrún
átti fyrir dæturnar
Friðbjörgu, f. 6.2.
1969, og Maríu, f.
14.9. 1971.
Theodóra ólst upp í Skaftafelli
til tíu ára aldurs þegar fjölskylda
hennar flutti til Reykjavíkur. Eft-
ir það dvaldi hún þó mikið í
Öræfunum hjá föðursystur sinni
og manni hennar í Sandfelli. Sem
ung kona rak Theodóra um tíma
söluturn með systur sinni á
Laugaveginum í Reykjavík og
seinna rak hún vefnaðarvöru-
verslun á Langholtsveginum.
Eftir að hafa sinnt barnauppeldi
og húsmóðurstörfum tók hún ár-
ið 1977 þátt í stofnun Hand-
prjónasambands Íslands og vann
í verslun þess á Skólavörðustígn-
um fram á eftirlaunaár.
Útför Theodóru Guðmunds-
dóttur fer fram frá Háteigs-
kirkju í dag, 25. mars 2022, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Nú hefur elsku hjartans amma
mín sofnað svefninum langa, södd
lífdaga. Þeir sem hana þekktu vita
að öll heimsins fallegu orð nægja
ekki til að lýsa ömmu Theu. Hún
var klár, hreinskilin kona með
góða kímnigáfu og tók lífinu af
hæfilegri léttúð, en mest var þó
um vert góðvild hennar og göfug-
lyndi. Á heimili ömmu og afa voru
allir ævinlega velkomnir og mót-
tökurnar alltaf jafn hlýjar. Þar
kom fjölskyldan gjarnan saman
og gæddi sér á gómsætum veit-
ingum ömmu og ræddi landsins
gagn og nauðsynjar. Nú hefur afi
tekið á móti ömmu hinum megin
við móðuna og ég sé þau fyrir mér
fylgjast með afkomendum sínum
með bros á vör eins og amma gerði
þegar við komum til hennar.
Amma var alla jafna málglöð og
kunni hún frá mörgu að segja.
Ýmist voru það vangaveltur um
málefni líðandi stundar sem hún
fylgdist með af kostgæfni, frá-
sagnir af nýútkominni skáldsögu
og allt yfir í æskuárin hennar í
Skaftafelli en óhætt er að segja að
amma hafi lifað tímana tvenna.
Amma kenndi mér að elda fisk og
baka flatkökur, þótt ég muni vart
komast með tærnar þar sem hún
hafði hælana í bakstri og elda-
mennsku. Það er sko ekki ofsög-
um sagt að flatkökurnar hennar
ömmu voru og verða þær allra
bestu sem fyrirfinnast.
Þótt söknuðurinn sé mikill finn
ég fyrir ómetanlegum kærleik og
þakklæti í garð ömmu og fyrir þau
verðmæti sem í því liggja að hafa
fengið að vera hluti af merku lífs-
hlaupi hennar. Þeim ótalmörgu
stundum sem ég átti með henni og
þeim lærdóm, umhyggju og kær-
leik sem hún mér gaf mun ég aldr-
ei gleyma. Ég trúi því að með tím-
anum muni dýrmætar minningar
um brosmildu og hjartahlýju
ömmu mína verða sorginni yfir-
sterkari.
Takk fyrir allt elsku amma.
Birta Fönn Sveinsdóttir.
Ég var svo heppin að fá að hafa
Theodóru sem ömmu. Hún var
mér í rauninni svo miklu meira en
amma. Ég var mikið með bæði
ömmu og afa sem barn og fór síð-
an oft til þeirra sem unglingur og
fullorðin.
Hún amma tók alltaf á móti
manni með kræsingum, sama
hvað, þá tíndi hún saman það sem
hún átti, sem var yfirleitt veglegt
og að lágmarki þriðjungur heima-
gert. Ef maður hrósaði fyrir þær
þá kom alltaf svarið: „Þetta er nú
bara það sem var til.“ Amma var
ein af hógværustu manneskjum
sem ég veit um, það má lýsa því
þegar ég sagði við hana „amma þú
ert svo hógvær“ og þá svaraði hún
„tja ég veit það nú ekki“ með hóg-
værðinni einni.
Ég veit eiginlega ekki um betri
manneskju en ömmu og það er
erfitt að toppa hana frá mínu sjón-
arhorni. Hún var alltaf svo góð við
mig og ég get talið það á tveimur
fingrum hversu oft hún varð pirr-
uð út í mig og hafði hún mun fleiri
tilefni til. Fyrra skiptið var þegar
ég var lítil og ég og vinkona mín
vorum í eldhúsinu hjá ömmu og
tókum okkur til og blönduðum
saman alls konar mat í eldhúsinu í
eina skál og bjuggum til ógeðs-
drykk. Seinna skiptið var þegar ég
var í Kvíum, sveitinni hans afa
Ragnars, og ég og strákarnir,
barnabörn hans Ella og Geira,
komum með miklum látum og
þeytingi inn í gamla hús seint um
kvöldið eftir að hafa leikið okkur
lengi úti og ætluðum að fá að gæða
okkur á kræsingunum hennar
ömmu og fá kvöldkaffi en allir
löngu farnir að sofa!
Hún amma var algjört ljós, úr
augum hennar skein hrein birta
og það var gott að horfa í þau. Hún
var góð við alla og gerði ekki mun
á milli fólks. Það var svo sannar-
lega hægt að líta upp til hennar og
læra margt af henni, hún var klár,
stolt og góð kona sem var með
mikið jafnaðargeð, hafði hlutina í
röð og reglu og var mjög sam-
viskusöm. Hún kom reglulega
með hnyttnar sannleiksbombur
þar sem hún skóf ekki af sannleik-
anum. Eins og þegar ég var ung-
lingur og sýndi ömmu montin nýtt
pils sem ég keypti á tímum
Hamrahlíðarskóla og hún spurði
hissa hvort þetta væri ekki svunta.
Það er erfitt að kveðja ömmu
þar sem hún lék stórt hlutverk í
lífi mínu en ég geri það hins vegar
með miklu þakklæti og auðmýkt
fyrir að hafa fengið að kynnast
henni og vera með henni.
Hennar minning lifir alltaf hjá
mér og er ljós í hjarta mínu.
Sigrún Þóra Sveinsdóttir.
Theódóra Guðmundsdóttir,
elskuleg móðursystir mín, verður
kvödd í dag. Hún var síðust systra
sinna og verður því sárt saknað af
okkur öllum. Thea fæddist 1929 í
Selinu í Skaftafelli, yngst fjögurra
dætra Sigríðar og Guðmundar
sem bjuggu félagsbúi með móður
Guðmundar og systkinum. Það
ríkti sátt og samlyndi meðal fjöl-
skyldunnar og þó að Þuríður,
amman, hafi verið nokkuð alvöru-
gefin eftir að hafa misst þrjá eig-
inmenn úr lungnabólgu var glað-
værð ríkjandi á heimilinu.
Ebba, elst systranna, fædd
1918 og dó 1959, veiktist sem barn
og beið þess ekki bætur alla ævi.
Seinna þegar systurnar þrjár,
Dysta, Gagga og Thea, hittust
höfðu þær mikið að spjalla. Yfir-
leitt töluðu þær allar í einu og nutu
þess innilega að vera saman. Oft
kom þá slysið til tals sem Thea
varð fyrir sem barn, þökkuðu þær
Guði hvað mamma þeirra brást
skjótt við. Risapottur með ull á
hlóðum við bæinn með sjóðandi
vatni og keytu steyptist yfir hana.
Mamma þeirra þreif flösku með
steinolíu og hellti yfir Theu hátt og
lágt. Olían dugði ekki yfir einn
blett á annarri hendi og kom þar
slæmt brunasár, svo húsráðið
virkaði greinilega.
Gestkvæmt var á heimilinu líkt
og vorið 1937. Þá hafði mislinga-
faraldur borist og veiktust yngstu
systurnar, Theu var vart hugað líf.
Þá var stórmerkur leiðangur
gerður á Vatnajökul og var H.W.
Ahlmann, sænskur prófessor,
leiðangursstjóri. Í lok ferðar var
Selið m.a. heimsótt og var þeim
vel tekið en vildi svo til að heima-
menn voru að sinna veikum börn-
um. Ahlmann segir sérstaklega
frá því í bók sinni að aldrei hafi
hann séð kalmenn annast börn
með jafnmikilli nærgætni og
vöktu þeir yfir þeim jafnt sem
móðirin og konurnar á heimilinu.
Þegar fjölskyldan fluttist bú-
ferlum til Reykjavíkur 1939 kom
fréttin of seint símleiðis í Skafta-
fell að hlaup væri hafið í Skeiðará
og heimsstyrjöld væri að auki
skollin á. Það náðist ekki til þeirra
en þau sluppu yfir Skeiðará og
komust við illan leik yfir Núps-
vötnin. Thea og Gagga fóru aftur
austur stuttu seinna og voru hjá
ömmu Þuríði og Döddu föðursyst-
ur og Olla í Sandfelli. Þær gengu í
barnaskólann á Hofi og Gagga
fermdist þar og eftir ársdvöl voru
þær síðan í sveit á sumrin.
Stuttu eftir komuna til Reykja-
víkur keyptu pabbi og föðurbróðir
Theu húsið á Ljósvallagötu 32,
sem varð fjölskylduhús líkt og í
sveitinni. Margir ættingjar og vin-
ir bjuggu þar í skemmti eða lengri
tíma. Thea bjó í faðmi fjölskyld-
unnar með elsta son sinn Gísla,
þar til hún stofnaði sitt eigið heim-
ili. Fyrst með Göggu systur sinni
og svo með eiginmanni sínum
Ragnari Ólafssyni er þau fluttu í
Blönduhlíðina þar sem dóttirin
Sigríður og sonurinn Sveinn
fæddust.
Thea var prjónakona af lífi og
sál, vann frá upphafi í Hand-
prjónasambandinu en hún var
fyrrverandi búðareigandi, hetjan
sú. Prjónaskap sagði hún bestu
þerapíu sem til væri. Þegar covid-
ið skall á stóð hún fyrir kaffiboð-
um í kirkjugarðinum til að hægt
væri að hittast úti og með fjar-
lægð. Elsku Thea, bestu þakkir
fyrir allt.
Elsku Gísli, Sigga og Svenni,
innilegustu samúðarkveðjur til
fjölskyldna ykkar.
Inga Sigríður (Inga Sigga).
Þá er lífsgöngu elsku Theu
móðursystur minnar lokið á þess-
ari jörðu en minningin um hana
lifir áfram.
Systurnar Thea og mamma
(Gagga) voru eins og eitt að sumu
leyti. Þær voru með hlýjustu nær-
veru sem ég hef upplifað og þær
gátu spjallað mikið. Þegar þær
rifjuðu upp gamla tíma var oft við-
kvæðið hjá annarri hvorri: nei nei,
Thea mín, eða öfugt, það var ekki
svona …
Það var stutt á milli þeirra í
aldri og kærleikurinn á milli
þeirra var mikill og þær deildu
sorgum sínum og gleði á svo sér-
stakan hátt.
Elsku Thea, ég ætla ekki að
hafa það lengra, takk fyrir að vera
til staðar, alltaf.
Guð blessi þig.
Bjarnheiður S. Bjarna-
dóttir (Baddý).
Elsku móðursystir mín, hún
Thea, er búin að fá hvíldina. Theo-
dóra Guðmundsdóttir hét hún
fullu nafni, en var aldrei kölluð
annað en Thea innan fjölskyld-
unnar.
Þegar ég var lítill og er fyrst að
muna eftir mér eru þær yngri
systur hennar mömmu, Thea og
Gagga, enn heima á Ljósvalla-
götu, ógiftar blómarósir. Þetta er
upp úr 1950, þá bjó öll fjölskyldan
úr Selinu í Skaftafelli ennþá sam-
an á Ljósvallagötunni. Mamma
með kalli sínum og krökkum á
jarðhæðinni. Sigg- amma og afi
Mundi ásamt Ebbu, elstu systur-
inni, á efri hæðinni. Og svo Sveini
afabróðir og yngri systurnar
tvær, Thea og Gagga, uppi á há-
lofti.
Þær tvær umtalaðar fyrir feg-
urð og sjarma. Það heyrði ég í
karlaboðum hjá karli föður mín-
um. Enda fór það svo að Gagga,
sú eldri, giftist einum besta vini
pabba, Bjarna Runólfssyni. Thea
var lengur frí og frjáls. Hún var
nú samt búin að afreka það að
eignast uppáhaldið í húsinu, hann
Gísla frænda, sem var og er þrem-
ur árum yngri en ég.
Þessar ógiftu frænkur mínar
voru útivinnandi niðri í bæ. Það
var mikið sport hjá okkur strák-
unum að heimsækja þær í vinn-
una og sníkja pening. Gagga vann
í Útvegsbankanum en Thea stofn-
aði sína eigin verslun sem var inn-
arlega á Laugaveginum, og hét
eftir æskustöðvunum Selið.
Seinna setti Thea svo upp hann-
yrðabúð inni á Langholtsvegi. Þá
var vegalengdin orðin aðeins of
mikil til að fara bara til að sníkja
pening. En hitt var spennandi, að
það var kominn einhver maður í
spilið sem var alltaf að heimsækja
hana í búðina. Enda leið ekki á
löngu áður en Ragnar Ólafsson
var kominn í kaffi til Sigg-ömmu.
Thea var að kynna mannsefnið.
Sá mikli sómamaður kvaddi okk-
ur fyrir nokkrum árum. Það var
auðvitað gæfa fyrir Theu og Gísla
að Ragnar kom inn í líf þeirra. En
við strákarnir í húsinu sáum eftir
Theu og Gísla. En það jafnaði sig
nú.
Jólaboðin hjá Theu og Ragnari
á þriðja jóladag, afmælinu hennar
Siggu Ragnars, koma upp í hug-
ann. Síðan þykir mér sérlega
vænt um hvað Thea og Ragnar
tóku miklu ástfóstri við Land-
námssetrið, enda Ragnar Borg-
firðingur. Það var fallegt hvað
þær voru alltaf nánar systurnar
úr Selinu. Mér finnst eins og Thea
hafi nánast verið daglega í heim-
sókn hjá mömmu minni síðustu
árin hennar á Grund.
Ég kveð Theu með ást og eft-
irsjá og votta ykkur börnunum og
ykkar fólki samúð mína. Hvíldu í
friði Thea mín.
Kjartan Ragnarsson.
Theodóra
Guðmundsdóttir
ömmu Rúnu og afa Dadda, ást-
ríkara fólk var vart að finna.
Sama hvenær dags okkur bar að
garði þá fylltist litla eldhúsborðið
á Sólvöllum samstundis af kræs-
ingum, það þýddi lítið að biðja
þau að draga úr ómakinu og allt-
af sat afi Daddi á sínum stað og
spurði frétta. Ef sá gállinn var á
honum komu eftirhermurnar á
færibandi. Það skipti litlu máli
hvort maður þekkti til fyrir-
myndanna því hláturinn og
gleðin var svo smitandi.
Það mátti læra margt af afa og
taka sér til fyrirmyndar. Vinnu-
þrekið og atorkan var engu lík og
fram eftir aldri, þegar hægði á
flestum jafnöldrum hans, var
hann eftir sem áður einhvers
staðar að hamast, úti í garði, uppi
á þaki eða í bílskúrnum. Afi var
ljúfur maður, og væntumþykjan
fór ekki á milli mála, en ef hann
sá til manns fara sér mögulega
að voða hikaði hann ekki við að
láta mann heyra það. Sömuleiðis
ef gerðar voru tilraunir til að
leysa verk eftir einhverri annarri
forskrift en hvíldi í hans eigin
kolli.
Hann hafði gaman af því að
ferðast um landið. Þó læddist
stundum að manni sá grunur að
það væri umstangið við að gera
fellihýsið klárt sem færði honum
mestu ánægjuna. Ferðirnar í
Veiðivötn, þar sem afi Daddi var
eins og herforingi við netaveiðina
og ígildi heillar þáttaraðar af
Spaugstofunni í veiðikofanum
þegar brjóstbirtan hafði slegið úr
okkur mesta hrollinn, gleymast
seint.
Hjördís, Gestur Ari, Davíð
Kjartan og Tómas Áki.
Látinn er í hárri elli Bárður
Kjartan Vigfússon frá Hjallanesi
í Landsveit. Hann er síðastur af
elstu kynslóð stórfjölskyldu
minnar sem kveður þessa jarð-
vist. Það er því við hæfi að setja
nokkur kveðju- og þakkarorð á
blað.
Áratugirnir eru orðnir margir
sem liðnir eru síðan Bárður kom
í fjölskylduna sem unnusti Rúnu
móðursystur minnar. Hugurinn
leitar heim í Höfða í Fljótshlíð
þar sem við bjuggum, foreldrar
mínir og við stelpurnar tvær á
efri hæðinni en Rúna með stelp-
urnar sínar tvær í kjallaranum
og amma Marsibil bjó þar hjá
þeim. Þá var oft glatt á hjalla og
gestkvæmt.
Þegar Bárður og Rúna hófu
búskap keyptu þau sér lítið hús
austast við Austurveginn á Sel-
fossi. Þangað fluttu þau með
stelpurnar og amma dvaldi einn-
ig hjá þeim, átti þar alltaf sinn
samastað. Samgangur milli
heimilanna var mikill og ferm-
ingarárið mitt var ákveðið að ég
yrði í gagnfræðaskóla á Selfossi
undir verndarvæng þeirra. Þetta
var skemmtilegur vetur og ekki
minnist ég þess að skugga bæri á
dvöl mína hjá þeim. Þau hjónin
unnu mikið, þau byggðu sér hús
við Sólvelli á Selfossi, strákarnir
fæddust og þangað lá leið okkar í
fjölskyldunni þegar farið var um
Selfoss.
Þau Rúna og Bárður bjuggu
sér fallegt heimili í nýja húsinu
við Sólvelli. Þar nutu sín listræn-
ir hæfileikar húsmóðurinnar og
fallegi garðurinn sýndi áhuga
þeirra á garðrækt. Þau höfðu un-
un af því að ferðast, bæði innan
lands og einnig brugðu þau sér í
utanlandsferðir. Bárður fór oft í
Veiðivötnin og þau brugðu sér oft
austur í Skaftafellssýslu, en
þangað átti hann ættir sínar að
rekja, svo fátt eitt sé nefnt.
Þau voru einstaklega gestrisin
hjón og ég minnist Bárðar sem
glaðsinna manns, hann hafði
sterkar skoðanir á þjóðmálum og
málefnum líðandi stundar. Og
hann lá ekki á skoðunum sínum.
Ég man þegar við litum inn hjá
þeim hjónum, vorum drifin inn í
kaffi og með því og þeir tóku tal
saman bóndi minn og Bárður.
Skoðanir þeirra fóru oftast sam-
an, einkanlega þegar þeir báðir
voru leigubílstjórar. Það var
gaman þegar pabbi var með í
hópnum og gat tekið þátt í um-
ræðunum. Bárður átti alltaf góða
bíla og hugsaði vel um þá.
Á tíunda áratug síðustu aldar
dvaldi ég á Selfossi vetrarlangt
við kennslu. Þá var gott að eiga
þau að, bæði vildu þau allt fyrir
mig gera. Stutt var heim til
þeirra úr skólanum og varð mér
tíðförult þangað. Ævinlega var
mér vel tekið. Þennan vetur
gerðu þau mér tilveruna umtals-
vert ánægjulegri en annars hefði
verið.
Við hjónin fórum austur þegar
Bárður varð níræður fyrir fimm
árum. Þá eins og alltaf var hann
höfðingi heim að sækja, svo ung-
legur og lipur gekk hann á milli
gestanna og sá til þess að engum
leiddist og allir hefðu nægar veit-
ingar. Þar voru mættir flestir af
afkomendahópi þeirra Rúnu, þau
voru vafin umhyggju og kærleika
sem sýndi að þau höfðu ávaxtað
sitt pund vel á lífsleiðinni. Þannig
er gott að minnast Bárðar og
þeirra hjóna beggja.
Með þakklæti í huga kveð ég
Bárð að leiðarlokum. Elsku
Brynja, Gestur og Kristinn, við
Jón sendum ykkur og fjölskyld-
um ykkar innilegar samúðar-
kveðjur.
Erna Marsibil
Sveinbjarnardóttir.
Fallinn er nú frá aldurhniginn
vinur minn Bárður Vigfússon.
Margs er að minnast frá um sex-
tíu ára samskiptum okkar. Á
engan tel ég hallað þó að ég segi
að engan var betra að biðja um
greiða en Bárð. Það lá við að mér
fyndist stundum að ég væri að
gera honum greiða með því að
biðja hann að aðstoða mig. Sama
hvort um var að ræða bílavið-
gerðir, steypuvinnu við húsbygg-
ingu mína eða að skutla gleymdu
vegabréfi frá Selfossi til Reykja-
víkur um miðja nótt. Ég segi því
eins og sagt hefur verið: vinur í
raun er sá sem þú getur hringt í
klukkan fjögur að nóttu.
Nú fer þeim óðum fækkandi
félögunum, sem stóðu að bygg-
ingu og rekstri Fossnestis á Sel-
fossi á seinni hluta síðustu aldar.
Nú erum við aðeins fjórir eftir af
ellefu. Margar ferðir fórum við,
bæði með Fossnestisfélögunum
og einnig við tveir saman. Má þar
nefna ógleymanlega ferð sem við
Bárður fórum í Veiðivötn og
einnig ferð sem við fórum um
uppsveitir Rangárvallasýslu, en
þar var Bárður á heimavelli.
Ekki get ég skilið svo við þessi
fátæklegu minningarorð um
Bárð vin minn, að ég minnist
ekki á hans góðu konu, hana
Rúnu, og börnin þeirra, þau
Brynju, Gest og Kristin. Það má
með sanni segja að þar hittum
við Kristín fyrir vini í varpa eins
og máltækið segir. Ófáir voru
kaffisoparnir við eldhúsborðið á
Sólvöllum 15 og margt var nú
rætt, til dæmis um pólitík og um
landsins gagn og nauðsynjar.
Húsbóndinn hafði alveg
ákveðnar skoðanir um slík mál
og var ekkert feiminn við að láta
þær í ljósi. Þótt við værum ekki
alltaf sammála í þeim efnum kom
það aldrei niður á okkar vinskap.
Eftir að Bárður flutti á hjúkr-
unarheimilið Fossheima á Sel-
fossi urðu fundir okkar færri og
með öðrum hætti vegna Covid-
veirunnar, en alltaf mun ég og
konan mín minnast Bárðar og
hans fjölskyldu með mikilli hlýju
og þakklæti fyrir áratuga vin-
áttu.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumar og nótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Stefán A. Magnússon.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar