Morgunblaðið - 25.03.2022, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022
✝
Agnes Þóra
Kristþórs-
dóttir fæddist 19.
ágúst 1989 á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans í Fossvogi 6.
mars 2022 eftir
stutt veikindi.
Foreldrar henn-
ar eru Ása Björk
Þorsteinsdóttir, f. 1959, og
Kristþór Halldórsson, f. 1956,
d. 2016.
Systkini Agnesar eru: Sig-
ríður Kristín, f. 1979, gift
Gunnari Reynissyni. Þeirra
börn eru Kristþór Reynir, f.
2000, og Ása Margrét, f. 2002;
Elmar Freyr f.
1984.
Synir Agnesar
Þóru eru: 1) Elmar
Blær, f. 2007. Fað-
ir hans er Kjartan
Benediktsson. 2)
Alexander Týr, f.
2012. Faðir hans
er Andri Már Sig-
urðsson.
Agnes bjó á
Moldhaugum í
Eyjafirði til 17 ára aldurs. Þá
flutti hún í eigin íbúð á Ak-
ureyri. Árið 2011 flutti hún til
Reykjavíkur og bjó þar til
dauðadags.
Útför Agnesar Þóru fer
fram frá Langholtskirkju í
dag, 25. mars 2022, kl. 13.
Mamma okkar kær, við minnumst þín nú,
mikil var ástin sem útdeildir þú
til krakkanna þinna sem þig senn,
mamma, við elskum þig enn.
Mamma, þú varst svo væn og góð,
af vörum þínum hver setning hljóð
loftið fyllti af ljúfasta blæ,
mamma, við elskum þig æ.
Mamma, þú veittir ást og yl,
alltaf svo ljúf og hlý.
Í hjarta við berum þökk til þín
þar til við hittumst á ný.
Mamma, þú hélst um hópinn þinn,
í hjarta þínu var staðurinn
sem veitt’ okkur ávallt bústað og ból,
þú varst okkar skjöldur og skjól.
Mamma, þú veittir ást og yl,
alltaf svo ljúf og hlý.
Í hjarta við berum þökk til þín
þar til við hittumst á ný.
Mamma, við kveðjum þig klökk og hljóð
í kærleik og minnumst hve þú varst góð.
Ljósið þér vísa mun veginn um geim,
mamma, þú ert komin heim.
Ég elska þig mamma,
Elmar Blær Kjartansson.
Mamma mín.
Ég man það elsku mamma mín,
hve mild var höndin þín.
Að koma upp í kjöltu þér
var kærust óskin mín.
Þá söngst þú við mig lítið lag,
þín ljúf var rödd og vær.
Ó, elsku góða mamma mín,
þín minning er svo kær.
Ég sofnaði við sönginn þinn
í sælli aftanró.
Og varir kysstu vanga minn.
Það var mín hjartans fró.
Er vaknaði ég af værum blund
var þá nóttin fjær.
Ó, elsku góða mamma mín,
þín minning er svo kær.
Og ennþá ómar röddin þín,
svo rík í hjarta mér.
Er nóttin kemur dagur dvín,
Þá syngur þú mitt litla lag,
þín ljúf er rödd og vær.
Ó, elsku hjartans mamma mín,
þín minning er svo kær.
(Jenni Jónsson)
Takk fyrir allt elsku mamma
mín.
Alexander Týr.
Nú kveð ég þig kæra dóttir.
Kallið kom heldur fljótt.
Þú gleði og kærleik í sóttir,
svo dimmdi heldur skjótt.
Við átt höfum góðar stundir,
með gleði, hlátur og spjall.
Mamma og hennar stelpa.
Þú gafst mér þetta allt.
Mynd af lítilli ljúfu
ég geymi í hjarta mér
og hugsa um öll þau sporin
sem gengum þú og ég.
Hafðu þökk mín kæra
og blessun fylgi þér.
Ég geymi yndið skæra
djúpt í hjarta mér.
(Kristín Þ. Guðmundsdóttir)
Ég man litla hnátu skoppa á
milli bæjanna heima á Moldhaug-
um, heimsækja ömmu og afa.
Seinna, að heimsækja frændfólk
sitt á neðri bænum. Leita sér
huggunar og dekurs hjá Söru
mágkonu.
Ég man þegar hún skoppaði
niður á tún og lagðist í grasið hjá
kindunum og kelaði við lömbin.
Hún undi sér þar tímunum sam-
an.
Ég man Simba hennar og Loð-
mund, kisana okkar, sem henni
þótti svo vænt um.
Ég man eftir deginum, sem
breytti lífi hennar og þeirri miklu
áskorun sem fylgdi.
Litla stelpan mín bjó við mikla
örorku eftir þann dag.
Ég man eftir öllu því góða fólki,
sem þá kom henni til hjálpar.
Ég man þegar hún aðeins
sautján ára eignaðist eldri dreng-
inn sinn, Elmar Blæ, og hversu
natin hún var er hún sinnti hon-
um.
Ég man þegar hún eignaðist
þann yngri, Alexander Tý.
Ég man hversu góð móðir hún
var og hvað drengirnir döfnuðu
vel í hennar umsjá.
Ég man hvað hún var mikil
pabbastelpa.
Nú mun hún fá að fara ofan á
leiði pabba síns og þá mun stelpan
mín fá að hvíla í faðmi pabba síns
að eilífu.
Mamma.
Agga systir, elsku Agga systir.
Ég veit ekki hvort einhver áttaði
sig á því hversu mikilvæg þú varst
og hversu mikilvæg þú hefur verið
í mínu lífi. Ég hef alltaf verið sjálf-
stæður og farið mínar eigin leiðir,
ekki vitað hvað ég er að gera eða
hvert ég er að fara. Hversu gott
var þá að eiga Öggu systur að,
sem var alltaf til staðar fyrir
mann. Eitt símtal í burtu og í að-
eins nokkurra mínútna fjarlægð.
Það segja örugglega allir að
þeir eigi sérstakt samband við
systur sína, en mér líður eins og
ég hafi verið einstaklega heppinn
með systur. Vissulega voru mörg
ár á milli okkar en við ólumst samt
upp saman, lékum okkur saman.
Agga systir var svo klár og fynd-
in, og náði mér algjörlega. Aldrei
þurfti ég að útskýra mig neitt fyr-
ir henni, hún tók mér eins og ég
er, með alla mína galla og elskaði
mig samt. Mér leið eins og ég væri
fullkominn því hún hafði svo mikla
trú á mér og ég held að ég hafi
ekki gert neitt rangt í hennar aug-
um. Og hversu vel heppnaðir eru
strákarnir hennar? Elmar nafni
minn er svo klár og góður og Alex-
ander alltaf svo hress og góður.
Ég sver mig í ættina eins og Agga
systir, og bið seint og illa um
hjálp. Er þver og sjálfstæður, en
við Agga systir gátum alltaf leitað
hvort til annars og talað um allt.
Hún var kletturinn minn og leit-
aði ég til hennar ef mig vantaði
samúðarfullt eyra eða einhvern
sem ég treysti. Ég opna mig ekki
fyrir mörgum, en Agga systir var
alltaf til staðar fyrir mig og með
ótrúlega visku sem maður varð
oft hissa á. Aldrei dæmdi hún
mann eða reyndi að leggja lífs-
reglurnar. Algjört gull af mann-
eskju. Það var hún Agga systir
mín.
Elmar Freyr Kristþórsson.
Nú næðir vindur og nóttin kemur
og nú er friður í hjarta þér.
Þú átt að vita það öðrum fremur,
að englar Drottins þeir vaka hér.
Úti vindurinn vex og dvínar.
Hann vekur öldur við kalda strönd
og ber um himininn bænir þínar.
Þær berast áfram um draumalönd.
Á meðan birta þér brosir yfir,
þá bið ég guð minn að vernda þig.
Ég bið um ást fyrir allt sem lifir
og englar Drottins þeir styðji þig.
Í myrkri finnur þú máttinn dofna
á meðan vindur um landið fer.
Þín augu lokast, þú ert að sofna
og englar Drottins þeir fylgja þér.
(Kristján Hreinsson)
Elsku Agnes Þóra. Þú varst
alltaf svo góð. Við munum sakna
þín mikið.
Þín systrabörn,
Kristþór Reynir og
Ása Margrét.
Við erum harmi slegin. Agnes
Þóra Kristþórsdóttir, frænka
okkar, er látin eftir stutt veikindi.
Hún var á 33. aldursári. Agnes
Þóra ber nafn föðursystur sinnar
og móðurömmu. Hún var mjög
hrifin af þeim báðum.
Þegar Agnes var lítil kom hún
oft í heimsókn til okkar. Hún var
fróðleiksfús, kát og fjörug. Virki-
lega skemmtilegt barn. Við færð-
um henni oft einhverja smá-
pakka, sokka, pils, bangsa eða
eitthvað. Það varð til þess að á
tímabili sagði hún um allt sem
hún eignaðist „gáfu Magga og
Oddur mér“.
Agnes var listræn og handlag-
in, hún heklaði, prjónaði, saumaði
og var góður kokkur. Allt lék í
höndum hennar. Hún elskaði syni
sína, Elmar Blæ og Alexander
Tý, og var þeim góð móðir. Aldrei
var hún örg við þá og talaði alltaf
fallega til þeirra. Hún var mikil
pabbastelpa og þegar faðir henn-
ar veiktist stóð hún eins og klett-
ur við hlið hans. Hann lést úr
krabbameini fyrir tæpum sex ár-
um. Það er því allt of stutt á milli
þeirra.
Hún var sveitastelpa í sér og
elskaði öll dýr og sveitina sína.
Sjö ára gömul slasaðist hún al-
varlega og það markaði allt henn-
ar líf.
Við vitum að með gæsku og
fegurð hafa pabbi hennar, afar og
ömmur tekið vel á móti henni.
Enginn stöðvar ár við ós
þó undan margt vill láta.
En þegar slokknar lífsins ljós
leyfist manni að gráta.
Þá er ástin oft svo ung
og unaðslegt að gleðjast.
En sumum reynist sorgin þung.
Sárt þá er að kveðjast.
(ÁJH)
Við sendum drengjunum henn-
ar og öllum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minning Agnesar Þóru mun
lifa.
Margrét (Magga)
og Oddur.
Elsku Agga mín, þetta er allt
svo óraunverulegt að ég er ekki
ennþá búin að átta mig á því að þú
sért farin frá okkur. Við hittumst
ekki oft en þegar við hittumst þá
var alltaf gleði, kaffi og knús og er
það eitthvað sem ég á eftir að
sakna. Ég mun líka sakna gula
rækjuréttarins sem þú gerðir
alltaf í afmælum sérstaklega
handa mér því mér fannst hann
svo góður. Lífið fór ekki mjúkum
höndum um þig en þú gerðir þitt
allra besta og eignaðist strákana
þína tvo. Þú varst svo stolt af
þeim enda máttu vera það því þeir
eru alveg einstakir báðir tveir. Ég
veit að það er vel tekið á móti þér
og get rétt ímyndað mér hvað þér
hefur þótt gott að geta knúsað
pabba þinn aftur. Ég skal gera
mitt besta í að hjálpa til með
strákana þína og verð alltaf til
staðar fyrir þá. Elsku Ása, Sigga,
Emmi, Elmar Blær og Alexand-
er, ég sendi ykkur styrk á þessum
erfiða tíma og ég verð alltaf til
staðar.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða,
svo gestrisin, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Katrín Anna.
Elsku hjartans Agnes mín ég
gat varla komið upp úr mér orð-
um eftir að hafa frétt að þú værir
farin úr þessum heimi sjokkið er
mér gífurlegt að missa þig alltof
snemma en vona að þú sért komin
betri stað og sameinuð pabba þín-
um á ný.
Þótt við höfðum ekki verið í
daglegum samskiptum að þá
hugsaði ég margoft til þín og var
búin að sakna þess mikið að geta
hitt þig aftur því hefði viljað geta
sagt þér svo margt og hvað þá að
eiga ekki fleiri samtöl og hittinga
með þér en ég vissi að þú værir
lasin og vildi gefa þér tíma til að
jafna þig en svo var ekki .
Allar mínar samverustundir
með þér og vinátta verður mér
ómetanlegar og kveð þig hér með
sorg og gleði í hjarta , þín verður
sárt saknað elsku vinkona.
Ég vil votta Elmari , Alexand-
er, Frey og fjölskyldu, minni allra
dýpstu samúð á þessum erfiðu
tímum.
Þín vinkona
Hildur María
Vilhjálmsdóttir.
Agnes Þóra
Kristþórsdóttir
Það er ekki létt
fyrir mig að skrifa
eftirmæli um Steina
félaga minn, sem
hefur séð um að
skrifa greinar og eftirmæli fyrir
mig undangengin ár.
Ég kynntist Steina 1997 þeg-
ar ég var að feta nýja stefnu í lífi
mínu. Það var gæfa að hitta
hann á mínum fyrsta fundi. Það
var mikill fengur að kynnast
manni eins og Steina til að deila
lífinu í reynslu í gleði og sorg.
Við höfum verið samstiga í þessu
lífi í 25 ár. Á þessum árum höf-
um við farið nokkrar veiðiferðir,
einnig til sjós en jólaferð til Kýp-
ur 2004 stendur upp úr.
Steini hafði lag á því að sjá
spaugilegu hliðarnar á öllum
málum. Hann var sælkeri sem
hafði gaman af að njóta góðs
matar, ekki síður en að elda góð-
an mat og eiga góðar stundir
með félögum sínum. Oft hringdi
hann og sagðist vera byrjaður að
elda rauðsprettuna, „hvað er
langt í þig?“ Honum var einnig
umhugað um börn sín og barna-
börn, sem voru honum alltaf of-
arlega í huga.
Þorsteinn var í fjarbúð með
Svanhildi og hefur það samband
varað í 40 ár. Ég og fjölskylda
mín þökkum Steina fyrir allt
sem hann hefur gert fyrir okkur.
Hann var mjög staðfastur og
hafði ákveðnar skoðanir í pólitík.
Það hafði ekki áhrif á vini hans,
sem líkaði staðfesta hans.
Fyrir tveimur árum fór lík-
amlegri heilsu hans ört hrak-
andi. En nú þegar öllu er lokið
gæti ég trúað að Þorsteinn væri
búinn að hafa uppi á Einari vini
sínum og þeir væru komnir á
sporafund hinum megin.
Takk fyrir allt kæri vinur.
Við vottum börnum, barna-
börnum, sambýliskonu og öllum
aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Hvíl í friði kæri vinur.
Sigurður Friðriksson
(Diddi).
Kynni okkar Þorsteins J. Ósk-
arssonar ná aftur til fyrstu ára
níunda áratugarins. Það var á
vettvangi BSRB sem leiðir okk-
ar lágu saman; hann einn helsti
forsvarsmaður símamanna en ég
fulltrúi starfsmanna Sjónvarps.
Um margt voru Félag íslenskra
símamanna og Starfsmannafélag
Sjónvarps áþekk, bæði blönduð
félög sem kallað var, tækni-
menn, skrifstofufólk, umsjónar-
menn og húsverðir, öll í sama fé-
lagi.
Þannig vildum við líka mörg
hver hafa það þótt almennt
gengi straumurinn á þessum ár-
um í þá átt að einstakar starfs-
stéttir mynduðu félög sem ein-
skorðuðust við störf sem voru
tiltölulega þröngt skilgreind –
fagið.
Svo komu enn nýir tímar og í
öllu þessu umróti velktumst við
Þorsteinn. Líka í pólitíkinni. Þar
áttum við sameiginleg markmið.
En um leiðirnar vorum við ekki
alltaf sammála. Hann vildi sam-
fylkja í Samfylkingu, þannig
væru vinstri menn líklegri til að
ná völdum og fyrir bragðið mest-
um árangri. Ég taldi það af og
frá, hugsanlega ávísun á völd en
jafnframt áhrifaleysi fyrir vinstri
sjónarmið í útvötnuðum flokkum
eins og við höfðum dæmin um
hér á landi sem víða annars stað-
ar. Höfðu báðir eflaust nokkuð
til síns máls.
Þorsteinn Jón
Óskarsson
✝
Þorsteinn Jón
Óskarsson
fæddist 3. maí
1933. Hann lést 27.
febrúar 2022.
Útför fór fram
24. mars 2022.
Um það vorum
við svo sammála að
þeir stjórnmála-
flokkar sem vildu
kenna sig við jöfnuð
og félagshyggju
ættu að starfa sam-
an ef þess væri
kostur. En það sem
þó sameinaði okkur
umfram allt annað
voru þau vináttu-
bönd sem við hnýtt-
um við okkar fyrstu kynni á ár-
unum sem við áttum samleið í
BSRB. Þau bönd trosnuðu aldrei
þótt hin síðari ár yrði samgang-
ur minni en ég hygg að við hefð-
um báðir gjarnan viljað.
Eftirminnilegt er hve
skemmtilegur fundamaður Þor-
steinn var enda hafði hann ein-
stakt lag á að kveikja í fundum
þannig að þeir fuðruðu upp ef sá
gállinn var á honum. Þegar hann
hafði beðið um orðið gat maður
gengið að því vísu að fram undan
yrði líf og fjör.
Þorsteinn hafði það fram yfir
flesta menn hve listrænn hann
var. Málaði hann talsvert í frí-
stundum sínum og kæmi mér
ekki á óvart að það hafi heldur
færst í vöxt með árunum. Ekki
flíkaði hann þessari gáfu sinni en
fékkst þó til að efna til sýninga á
verkum sínum fyrir hvatningu
annarra. Mörg málverk Þor-
steins voru afbragðsgóð og held
ég mikið upp á vatnslitamynd
sem hann gaf mér fyrir mörgum
árum af ferðalöngum í íslenskum
fjallasal.
Þorsteinn J. Óskarsson skilur
eftir tómarúm og eftirsjá. Ég
færi þeim sem stóðu honum
næst innilega samúð á kveðju-
stundu.
Ögmundur Jónasson.
Í upphafi starfsferils míns hjá
bæjarsímanum árið 1955 var ég
kynntur fyrir væntanlegum sam-
starfsmönnum, deildin hét hús-
stöðvardeild og starfsmennirnir
unnu í tveimur hópum, uppsetn-
ingarmenn og símvirkjar. Ég
var ráðinn til að aðstoða upp-
setningarmennina og um það
leyti sem ég mætti fyrst til vinnu
kom inn á svæðið hópur manna
sem tilheyrðu nýútskrifuðum
símvirkjum, þeir voru þreytuleg-
ir að sjá enda var að baki þeirra
erfið útskriftarferð, alla leið til
Akureyrar þar sem nokkrir úr
hópnum luku verklega hluta
námsins.
Í þessum hópi var Þorsteinn
Óskarsson, voru þetta viðkunn-
anlegir menn og var ég á þessari
stundu ákveðinn í því að þetta
nám skyldi ég leggja fyrir mig.
Gagnfræðapróf var skilyrði og
var ég með það tilbúið til fram-
vísunar. Þegar símvirkjanámi
lauk var ég kominn í hóp Þor-
steins og var samband okkar alla
tíð gott þótt vettvangurinn yrði
ekki sá sami, Þorsteinn var ötull
málsvari símvirkja og var kosinn
til að veita deild þeirra innan Fé-
lags íslenskra símamanna for-
ystu. Til Þorsteins leituðu marg-
ir með sín vandamál, var hann
fórnfús og lagði þeim lið sem
minna máttu sín. Þorsteinn var
eins og aðrir baráttumenn ekki
alltaf vel liðinn af þeim sem
meira máttu sín og varð hann að
þola ýmislegt af þeirra hálfu.
Þorsteini var margt gefið,
meðal annars var hann í rit-
stjórn Símablaðsins í fjöldamörg
ár og réðst í það stórvirki að
taka saman sögu rafeindarvirkj-
unar á Íslandi, fyrir það er stétt
rafeindavirkja honum ævarandi
þakklát. Einnig var Þorsteinn
liðtækur vatnslitamálari. Við
kveðjum mann sem gaf af sér
öðrum til heilla, blessuð sé minn-
ing hans.
Sveinbjörn Matthíasson.
Í dag kveðjum við
elsku afa og langafa,
okkur langar að
kveðja þig með
þessu ljóði:
Kristinn Jónsson
✝
Kristinn Jóns-
son fæddist 12.
desember 1932.
Hann lést á líkn-
ardeild Landakots-
spítala 25. febrúar
2022. Útförin fer
fram 7. mars 2022.
Minning þín er mér ei
gleymd
mína sál þú gladdir
innst í hjarta hún er
geymd,
þú heilsaðir mér og
kvaddir.
(Káinn)
Takk fyrir sam-
fylgdina elsku afi,
Helgi Axel,
Sandra Dögg
og börn.