Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 Á þessari lífsleið er komið að kveðju- stund. Dýrmætar minn- ingar umvefja sorgina sem ratar nú á minn fund. Margs er að minnast og þakka … og margs verður saknað. Allar góðu samverustundirnar okkar, ótal mörgu símtölin, styrkurinn þinn og stuðningur, öll þín hlýja góðvild, trygglyndi og umhyggja, væntumþykja, heiðarleiki, réttsýni og gjafmildi ásamt allri þeirri visku sem þú kenndir mér og deildir með mér elsku amma mín. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Þín minning verður ávallt ljós í lífi okkar. Þín nafna, Guðrún Dagmar. Elsku amma okkar, Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir, eða amma Gunna eins og við systur kölluðum hana alltaf, hefur feng- ið hvíldina og er komin í faðm elsku afa Guðjóns. Ótal minningar hafa komið upp í hugann síðastliðna daga. Erfitt er að gera þeim öllum skil þar sem við vorum svo lánsamar að eiga ömmu í 47 ár í lífi okkar. Það sem stendur upp úr eru heimsóknir ömmu og afa til Lúx- emborgar og Flórída þar sem við bjuggum uppvaxtarárin okkar. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fá þau í heimsókn. Alltaf komu þau færandi hendi með íslenskt góðgæti, svo sem mysing, Royal- búðing og Prins Póló. Amma kenndi okkur að spila rommí, manna og vist og sagði okkur Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir ✝ Guðrún Sigríð- ur Guðmunds- dóttir fæddist 13. nóvember 1926. Hún lést 9. mars 2022. Útför hennar fór fram 24. mars 2022. skemmtilegar sögur enda víðlesin og fróð um svo margt. Minningarnar frá Hlíðargötu 18 í Neskaupstað þar sem amma og afi bjuggu munu ylja okkur um ókomna tíð. Þar ríkti mikill kærleikur, hlýja og gleði. Lyktin af ný- bakaða brauðinu, kleinunum og ástarpungunum hennar ömmu kallar enn þann dag í dag fram vatn í munninn. Amma lagði mikla rækt við fal- lega garðinn sinn og fyrir litlu útlensku tvíburana var mikið ævintýri að fá að leika þar á sumrin. Börn okkar systra eru lánsöm að hafa fengið að kynn- ast langömmu sinni og munum við halda minningu hennar á lofti, meðal annars með íslensku jólasveinastyttunum sem hún gaf þeim fyrir hver jól. Við kveðjum þig elsku amma með söknuði, þakklæti og þess- ari bæn sem þú kenndir okkur: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig Guð í faðmi þínum. (Höf. ók.) Sigurlaug María og Guðrún Sigríður Jónsdætur. Í dag kveðjum við hjartkæra ömmu mína, Guðrúnu Sigríði Guðmundsdóttur. Þrátt fyrir að ég kveðji hana nú með sorg í hjarta þá er ég fyrst og fremst full af þakklæti. Þakklæti fyrir allt sem hún kenndi mér og fyrir þá ást og umhyggju sem hún ávallt sýndi mér. Verandi einkabarn og lang- yngst af átta barnabörnum þá mætti segja að ég hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa ömmu alveg út af fyrir mig. Ég eyddi flestum sumrum hjá henni í Neskaupstað og í minningunni var þetta tími sem við eyddum bara tvær saman, ég og amma. Ég svaf meira segja alltaf við hliðina á henni í afabóli, eins og fjölskyldan kallaði það, en við misstum afa þegar ég var aðeins eins árs. Minning hans og nær- vera var samt alltaf með okkur. Einnig var minningu Guðmund- ar frænda míns, bróður mömmu sem dó nokkurra mánaða gam- all, ávallt haldið á lofti. Þetta var ekki gert út af einhverri fortíð- arþrá eða tangarhaldi á því sem áður hafði verið, heldur til minn- ingar um ástina og hamingjuna sem þeim hafði fylgt. Þeir höfðu auðgað líf okkar allra og fyrir það vorum við þakklát. Meira að segja ég sem aldrei hitti Guð- mund og man ekki eftir afa. Yfir ömmu var alltaf svo mikil reisn. Hvað sem hún tók sér fyr- ir hendur gerði hún af metnaði, vandvirkni og alúð. Hún var sannkölluð listakona þegar kom að handavinnu og fatasaumi þótt hún hefði aldrei viðurkennt þann titil. Hún var líka mikil garð- yrkjukona og var garðurinn hennar stórfenglegur og marg- verðlaunaður. Það var oft sem fólk kom, hvaðanæva, í heimsókn til að dást að garðinum, hafði þá heyrt af honum frá Garðyrkju- félagi Íslands þar sem amma var heiðursfélagi. Það kom alltaf í hlut þeirra sem gistu hjá ömmu að hjálpa til í garðinum. Amma gaf hverjum og einum verkefni sem voru sniðin að þeirra getu og áhuga. Hún amma þekkti nefnilega allt- af okkar styrkleika og veikleika. Ég var oft í því að reyta arfa eða mála. Það var þess virði að standa sig vel í starfi og gera sitt allra besta því þá verðskuldaði maður fallegt hrós frá ömmu. Amma var mikil lestrarkona og var það sagt um tíma að hún hefði lesið allt sem í boði var á bókasafni bæjarins. Hún var með ótrúlegt minni alveg til hinsta dags, gat þulið upp sögur, ættfræði, latnesk heiti á plöntum og mundi allt sem tengdist fjöl- skyldunni. Ég eignaðist nýlega son minn, Ísak. Hann varð þrítugasti af- komandi ömmu minnar. Það var svo kærkomin stund að geta komið með hann til hennar ömmu og sjá þau saman. Gleðin og kærleikurinn skein af ömmu á meðan hún dáðist að honum hjala og hreyfa sig. Það var nefnilega svo yndislegt við ömmu að hún samgladdist svo mikið með allri sinni fjölskyldu. Oft sat hún og brosti að okkur öllum á meðan við sungum og dönsuðum. Svo glöð að vera saman og njóta samverustunda en það er það sem amma skilur eftir sig. Stóra og samheldna fjölskyldu sem nýtur þess að vera saman og sýnir hvert öðru ást, skilning og alúð í einu og öllu. Enda lærðum við það öll af ömmu. Amma, ég er stolt að bera nafn þitt og mun ávallt elska þig. Þín Guðrún Stella. Elsku amma Guðrún. Við munum ávallt muna þína hlýju hönd, höndina sem veitti okkur traust, gaf okkur rósemi og kenndi okkur vandvirkni og réttvísi. Ógleymanlegar stundir á Hlíðargötunni, heimabakað ömmubrauð og kakó, veiðiferðir með þér og afa og öll önnur sam- vera með þér var alltaf full af hlýju og óendanlegri umhyggju. Þú varst búin að eiga gott og far- sælt líf og ert komin á góðan stað hinum megin við sjóndeild- arhringinn. Þótt við vildum að þú værir enn hérna hjá okkur vitum hvar við getum nálgast fallegu minningarnar sem við berum í hjörtum okkar alla ævi. Hvað sem annars mætir okkur í lífinu, munum við finna hönd þína og allan þann kærleika sem þú hefur gefið okkur og fjöl- skyldum okkar. Nöfnur þínar munu stoltar bera nafnið þitt með sér ævilangt og allar ynd- islegu minningarnar um þig munu lýsa okkur um ókomna framtíð. Þín ávallt elskandi barnabörn að austan, Guðrún Júlía, Elísa og Guðjón Birgir. Í dag kveð ég föðursystur mína Guðrúnu Sigríði. Guðrún frænka var elsta syst- ir pabba og bjó nánast alla tíð í Neskaupstað. Með hlýhug hugsa ég til heimsóknanna til elsku frænku minnar á Hlíðargötu 18, það var nánast eins og að koma í ævintýraheim að skoða garðinn hennar, ekki að ástæðulausu að hún var stundum nefnd Blóma- Gunna í sínum heimabæ. Einnig bar heimili hennar vott um fágun og glæsileika. Árið 2019 flutti Guðrún til okkar á Hrafnistu í Hafnarfirði, það var ómetanlegt fyrir mig að njóta samvista við frænku alla daga. Hún var vel inni í öllu sem var að gerast, fylgdist með ætt- ingjum og vinum og spurði frétta. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur komið við hjá frænku, fengið kaffi úr fal- legu bollunum hennar og rætt um daginn og veginn. Frænka minnti stundum á drottningu, alltaf vel tilhöfð, elegant, með fágaða framkomu og fallega rit- hönd. Það var einstakt að fylgj- ast með nánu sambandi hennar við dætur sínar og aðra í fjöl- skyldunni, mikill kærleikur og virðing einkenndi samband þeirra, hún var svo sannarlega drottning fjölskyldunnar. Húm- orinn var aldrei langt undan og oft var mikið hlegið þegar rifj- aðir voru upp gamlir tímar. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég kveð þig, elsku frænka mín, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, fyrir spjallið, hláturinn, kaffið, kon- fektið. Elsku Gígja, Guðný, María, Hólmfríður og fjölskyldur, við Birkir vottum ykkur innilega samúð, minningin lifir um ein- staka konu. Þín frænka, Árdís Hulda Eiríksdóttir. Ömmur Guðrúnar Sigríðar föðursystur minnar voru vel gefnar og vandaðar kjarnakonur sem tóku því sem að höndum bar í lífsins ólgusjó. Hún bar nöfn þeirra beggja, en einnig ýmsa eiginleika, svo sem glæsileika, hlýju, glaðværð og vandvirkni. Guðrún frænka var frá Brim- nesi við Fáskrúðsfjörð, en ung að árum réð hún sig í vinnu til Neskaupstaðar, fyrst sem barn- fóstra og veturinn eftir á póst- húsið. Í Neskaupstað kynntist hún Guðjóni sínum. Eftir það varð ekki aftur snúið, skólavist á Akureyri vék fyrir ástinni. Að undanskildu einu ári í Reykjavík var Neskaupstaður heimili hjónanna. Samstígari hjón er vart hægt að hugsa sér og fljót- lega byggðu þau sér hús við Hlíðargötu 18. Allt var þar til fyrirmyndar, smekklegt og snyrtilegt. Guðrún sýndi æskustöðvunum og stórfjölskyldunni mikla rækt- arsemi alla tíð. Um leið og snjóa leysti og Oddsskarðið varð fært var brunað af stað á Willys-jepp- anum til Fáskrúðsfjarðar á æskuheimili Guðrúnar, oftar en ekki með viðkomu í bakaríi á Eskifirði þar sem Guji keypti vínarbrauð handa tengdafjöl- skyldunni. Guðrún hafði gaman af því að taka í spil og þar naut skarp- skyggni hennar sín vel. Í vist var hún eldfljót að reikna út í hug- anum hvað hver var með á hendi og lagði hvern slag á minnið. Þegar kappið var mest var hnú- unum barið í borðið um leið og slagurinn var tekinn með til- heyrandi hlátrasköllum. Eftir á var spilið gjarnan krufið af kappi. Það var sem ævintýraheimur að koma í blómagarðinn á Hlíð- argötunni. Innan um blómin undi Guðrún sér vel, kunni heitin á þeim öllum og nostraði við hverja og eina plöntu. Blómahaf- ið var ekki aðeins utandyra, blómstrandi pottaplöntur voru í hverjum glugga og glöddu bæði heimilisfólk og þá sem áttu leið hjá. Guðrún var virk í Garð- yrkjufélaginu og hlaut fjölmarg- ar viðurkenningar fyrir störf sín og garðinn. Þegar ég bjó í Neskaupstað var ljúft að komast frá í erilsömu starfi og setjast niður með frænku við stofugluggann á Hlíðargötunni, njóta þar gest- risni og alúðar yfir heimabökuðu kaffimeðlæti. Guðrún var ein- staklega minnug og miðlaði Ég var ekki nema 12 ára gamall þegar ég settist í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri, þekkti engan og leigði herbergi úti í bæ. Það var því mikið undrunar- og ánægjuefni að finna tveimur bekkjum ofar stúlku næstum fjórum árum eldri en ég, sem nennti að tala við mig ef ég rangl- aði upp á efri hæðir MA. Þetta var Edda Thorlacius. Hún var ein af fáum konum sem ég þekkti í meira en sjötíu ár. En leiðir okkar lágu ekki mikið saman á þessum árum, neðri bekkingar eru sjaldan gjaldgeng- ir í kunningjahópi efri bekkinga. Og nóg var að gera, hanga á KEA, kjafta og reykja og kaupa helst ekki neitt. Um leið og síð- asta próf var búið hvarf maður, í síldina, á sjóinn, eða annað. En eftir nám og starf í Dan- mörku hittumst við aftur og þá var það hin göfuga íþrótt bridge sem leiddi okkur saman í Bridge- klúbbi hjóna. Og fljótt kom í ljós að við gátum bruggað ýmislegt fleira saman. Fljótlega voru Edda og Sigurður Ísaksson hennar maður orðin þátttakendur í rann- sóknarleiðöngrum Orkustofnun- ar á hálendinu. Þarna fundust stærstu virkjunarmöguleikar Edda Thorlacius ✝ Edda Thorla- cius fæddist 30. september 1934. Hún lést 11. mars 2022. Útför Eddu fór fram 24. mars 2022. landsins, einhvers staðar á ég mynd af Eddu þar sem hún horfir yfir stífl- ustæði Kárahnjúka- virkjunar árið 1968. Edda var frábær kokkur og leiðang- ursmönnum þótti það heldur betur nýjung að fá grillað- ar lambakótelettur og bakaðar kart- öflur. Einn í hópnum var bara í heimsókn, hafði skroppið upp úr Austurdal í Skagafirði til að hitta hópinn. Hann var með sjö ára dóttur sína með. Allt í einu gall hún við: „Pabbi, veistu að þú ert búinn að borða sjö kótelettur,“ og skildi svo ekki neitt í neinu þegar henni var sagt að þegja. Í það sinn þurfti Edda snarlega að bjarga öðru máli, uppi á veggja- broti gekk öldungur íslenskra virkjunarfræða, Sigurður Thor- oddsen, „gamli“ verkfræðingur, fram og til baka, púaði pípuna mikið og tautaði „ég borða ekki grýlukjöt“. Edda bjargaði því máli samstundis. Ýmsar ferðir voru farnar með vinum og kunningjum. Á þessum árum var bara hægt að fara Gæsavatnaleið til norðurs, þar kemur Vatnajökull niður á Trölladyngjuháls og þar sást sjón í einni ferðinni sem síðar hefur ekki borið fyrir augu. Það var einn af diplómötum þjóðar- innar kominn upp á Vatnajökul í 1.100 metra hæð í „London Fog“-frakka á blankskóm, að vísu ekki langt inn á jökul. Við komumst seinna við illan leik nið- ur að Mývatni þar sem það tók Sigurð Ísaksson og fleiri alla nóttina að gera við bílinn. Á seinni árum höfum við skott- ast á hjólhýsum okkar um landið og látið hálendið alveg í friði. Þó ekki alveg, því fyrstu árin vorum við með pallhúsatrukka sem kom- ust allt, eða nokkurn veginn allt. Einu sinni bilaði minn uppi við Jöklasel í Vatnajökli, en Sigurður bjargaði rétta varahlutnum og sendi með flugvél. Á fjöllum sann- ast það best; að eiga góða vini, það er lífið. Já við fórum víða, marga hringi kringum um landið, vestur, norð- ur og austur að ógleymdum Rauðasandi, átthögum Eddu. En nú er fallin heiðurskona með glað- værð í huga og hreint hjarta. Hennar verður lengi minnst. Ég votta fjölskyldu hennar, Sigurði Ísakssyni, börnum þeirra og öll- um afkomendum, innilega samúð. Jónas Elíasson. Og vinir berast burt með tímans straumi. Þessa ljóðlínu sungum við svo oft á góðra vina fundi, glöð og ánægð með lífið og tilveruna. Sá tími er þegar kominn, að í vinahópinn hafa komið skörð, nú síðast kvaddi okkar elskulega vin- kona og gleðigjafi, Edda Thorla- cius, og er hennar sárt saknað. Margs er að minnast frá ára- tuga vináttu. Ógleymanlegar samverustundir heima og að heiman; matarveislur, kaffiboð, tjaldtúrar, utanlandsferðir svo fátt eitt megi telja. Matar- og kaffiboð Eddu og Sigga voru allt- af tilhlökkunarefni, Edda var snilldarkokkur og bakkelsið hennar gleymist ekki. Þær voru margar helgarnar að sumri til að pakkað var saman í snatri; tjaldi, nesti og börnum var komið fyrir í bílum, sem brunuðu af stað þangað sem von var um sól og blíðu. Eitt sinn sem oftar var haldið í Þjórsárdal og vildi þá svo illa til að tveir bílar festust. Edda og Siggi voru ekki með og óvíst hvort þau kæmust úr bænum. Þeir sem bílunum stýrðu voru ekki vanir akstri við þær aðstæð- ur sem þarna voru. Ekkert gekk að losa um og í örvæntingu sinni kallaði Þóra: „Ég fer aldrei, aldr- ei aftur í útilegu án Eddu og Sig- urðar Ísakssonar.“ Varla hafði hún sleppt orðinu þegar ljósbrúni jeppinn þeirra hjóna kom brun- andi upp eftir melunum í átt að okkur. Þarf ekki að orðlengja það, að innan skamms voru báðir bílar komnir á þurrt og tekið var til við að tjalda og njóta samverunnar. Þau hjón Edda og Sigurður voru einkar samstiga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur; skot- fimi, badminton og bridge voru meðal þeirra áhugamála sem þau tileinkuðu sér. Þar var keppnis- fólk á ferð og unnu þau til verð- launa í ýmsum greinum. Við erum þakklát fyrir góðar minningar. Hlýjar samúðarkveðjur. Sigríður Ásgeirsdóttir, Þóra Kristjánsdóttir og Sveinn Einarsson. Við kynntumst í 1. bekk í MA, aðeins 13 ára gömul, tilbúin að hefja nám í fyrstu landsprófsdeild skólans árið 1948. Edda Toll var opinská, hlý og ræðin og eignaðist fljótt vini með- al skólafélaga. Hún var skarp- greind og skjót til svars og lét engan eiga neitt inni hjá sér. Það kom sér oft vel þegar hún valdi að fara í stærðfræðideild, eina stúlk- an í strákahópnum. Sumir reyndu að abbast upp á hana og einn orti til hennar níðvísur sem hún end- urgalt jafnharðan með enn kjarn- yrtari kveðskap. Annar vildi stríða henni og sagði að hún væri ekkert annað en Toll upp á þýsku (vitlaus), en hún svaraði að bragði að hann yrði bald bald, fyrst upp á þýsku, svo upp á ensku (þ.e. brátt sköllóttur). Hann var Bald vins- son og fagurhærður. Menn hættu sér ekki lengi í slík hnútuköst, sáu að skörungi var að mæta. Eftir glæsilegt stúdentspróf 1954 tók við lyfjafræðinám í ýms- um apótekum í Reykjavík. Minn- isstæðar eru veigarnar sem hún reiddi fram fyrir vini sína, marg- víslegar tegundir af litfögrum lí- kjörum með gómsætum bragð- efnum í bland við spiritus fortis, sem auðveldara var að nálgast í þá daga. Afurðin stóð ekki að baki innfluttri framleiðslu, það sönn- uðu blindpróf. Svo hitti hún Sigga sinn, þann mannkostamann, sem féll strax inn í vinahópinn. Mikið var ferðast saman um landið, m.a. farið í tvær ógleymanlegar öræfa- ferðir í smárútu með bílstjóra. Var þar um að ræða 14-16 manna hóp ásamt slatta af börnum. Í annarri ferðinni var farin Gæsa- vatnaleið yfir illfært Ódáðahraun- ið og að ógleymanlegu Öskju- vatni, Herðubreiðarlindum og síðan norður fyrir. Rútan festist í hrauninu og þurfti bæði átök og hugvit til að losa hana. Var þá Siggi Ísaks betri en enginn. Það kom reyndar á daginn að fleira hafði farið úrskeiðis en sjá mátti, því í miðjum Borgarfirðinum losnaði vinstra framhjólið af í heilu lagi og skoppaði út í móa en bíllinn skrensaði út af vinstri veg- arhelmingi og ofan í skurð, besta mögulega staðinn fyrir slíka uppákomu. Við fengum síðan okkar áfallahjálp með því að fá sérstaklega opnaðan barinn fyrir okkur á Hótel Borgarnesi um miðjan dag! Edda og Siggi voru gestrisin og veitul og einkar góðir ferða- félagar. Margur kaldur tjaldbú- inn naut þess að koma inn í hlý- lega húsbílinn þeirra í yl og heita drykki. Edda staðhæfði oft að besta svefnmeðalið væri að fá sér vel sterkt kaffi fyrir svefninn og naut þess líka að sofa aðeins fram eftir. B-kona. Skemmtileg venja hjá þeim hjónum að bjóða árlega til veg- legs sólarkaffis í lok janúar á heimili þeirra neðst í Fossvogs- dal, líklega arfleifð Eddu frá Siglufirði. Þar söfnuðust saman vinir og vandamenn og nutu al- kunnra baksturshæfileika Eddu, þar sem pönnukökurnar víð- frægu trónuðu í öndvegi og kynn- in rifjuð upp við vel gerða afkom- endur. Tíminn líður, og stöðugt kvarn- ast af gamla hópnum. Edda hefur átt við vaxandi heilsuleysi að stríða síðustu árin, en andlátið var þó snöggt og fremur óvænt. Við hjónin sendum Sigurði og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Eddu Thorlacius. Þröstur Laxdal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.