Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 25.03.2022, Qupperneq 41
þekkingu sinni og fróðleik. Tók eftir því sem vel var gert og hrósaði fyrir. Þá átti hún auðvelt með að sjá skondnar hliðar á hversdagslegum atburðum og gerði grín að sjálfri sér ef svo bar undir. Þessar stundir með Guðrúnu frænku mun ég geyma með mér með þakklæti í huga, sem perlur á þeirri festi sem mótuðu ungan pilt. Hún hélt andlegri reisn sinni til síðustu stundar, en líkaminn var farinn að gefa sig, svo að hún sofnaði svefninum langa södd lífdaga. Blessuð sé minning Guðrúnar frænku minnar. Albert Eiríksson. Þegar ég var lítil stelpa uppi í sveit yljaði ég mér oft við minn- ingar frá því er fjölskyldan mín flutti frá Fáskrúðsfirði upp í Borgarfjörð og þaðan austur í Flóa. Fyrir austan áttu fyrstu minningarnar heima, þar bjó skyldfólkið mitt og vinir fjöl- skyldunnar. Þegar við fengum heimsókn frá frændfólkinu, langt að komnu, þá var hátíð í bæ! Hún Guðrún frænka mín var einstök kona. Það voru heim- sóknirnar hennar líka. Ilmurinn sem fylgdi henni fyllti herbergið og fallega brosið hennar náði til allra, eins og faðmurinn sem var svo hlýr. Ég var bara lítil stelpa, en ég man hvað mér fannst ég rík að eiga þessa fallegu frænku. Svo var hún svo góð við mig. Hún strauk vanga minn með mjúku lófunum sínum og talaði við mig eins og ég væri stór stelpa. Að fá að sitja í nálægð hennar, heyra hana segja frá og vera partur af heimsókninni voru einstök forréttindi. Það var líka þarna á þessum árum að ég gerði mér grein fyrir hvað „frænka“ er. Og þarna kom hún þessi elska, dóttir bróður hennar ömmu minnar, hans Guð- mundar á Brimnesi, og konunn- ar hans hennar Sólveigar, sem hafði gull í hárinu (það hafði ég sjálf séð), svo ljúf og artarleg að heimsækja fólkið sitt langt upp í sveit og ég fékk að vera með eins og ég skipti máli. Það er gott að eiga fallegar minningar um gott fólk. Fólkið allt sem kenndi manni undir- stöðuatriðin í lífinu sjálfu. Hún Guðrún frænka mín var mér einkar kær, enda einstök kona. Góður Guð blessi minningu hennar. Öllu frændfólkinu mínu sem minnist hennar með söknuði sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur. Kolbrún Karlsdóttir. Mig langar að kveðja góða vinkonu, Guðrúnu Sigríði frá Hlíðargötu 18, kærleiksvinkonu sem ég kynntist fyrir tæpum 30 árum þegar ég kynntist elsta barnabarninu hennar. Þakka henni fyrir samfylgd- ina og kærleikann sem hún sýndi mér og fallegu og hlýju móttök- urnar á Norðfirði, það var sama á hvaða tíma ég og við fjölskyld- an komum til hennar, alltaf beið hlaðborð af góðum mat og bakk- elsi. Hún Guðrún mín var sólin í lífi fjölskyldu og vina og var eft- irtektarvert hversu falleg og ná- in tengslin voru milli hennar og dætra hennar fjögurra og ekki minna hjá barnabörnum og barnabarnabörnum, sannkölluð ættmóðir sem gaf svo mikla hlýju og talaði svo fallega og af virðingu við alla. Elsku Guðrún mín, takk fyrir samfylgdina, minning þín lifir. Söknuður Það er svo sárt að sakna en það er gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást Væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Þín Valbjörg. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 ✝ Ragnheiður Ása Helgadótt- ir fæddist á Húsavík 5. júlí 1926. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum 9. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru Svava Jóns- dóttir frá Álftanesi á Mýrum og Helgi Ásgeirsson frá Knarrarnesi á Mýrum. Ragnheiður giftist Árna Waag Hjálmarssyni 21. ágúst 1948. For- eldrar hans voru Kristín Árna- dóttir frá Stóra-Hrauni og Hjálm- ar Waag frá Klakksvík í Færeyj- um. Börn Ragnheiðar og Árna eru: 1) Svava, f. 13.3. 1949, gift Gylfa Þór Einarssyni. Börn þeirra eru a) Einar, f. 1974, d. 2018. b) Erna Kristín, f. 1976. Dætur hennar eru Hrafnhildur, Elena og Sophia. c) Ragnheiður Þórdís, f. 1982. Eiginmaður Björn Viðarsson. Dætur þeirra eru Kristín, Þórdís Svava og Brynhildur Ása. 2) Hjálmar, f. 15. mars 1952, gift Stefáni Bjarna- syni. Börn Kristínar og fyrrver- andi eiginmanns, Arents Claes- sen, eru: a) Árni Valgarð, f. 1974, sambýliskona hans er Lilja Rós Einarsdóttir. Börn þeirra eru Anna Rós, Andri og Bjarki. b) Jó- hanna Kristín, f. 1977, gift Gísla Gylfasyni. Synir þeirra eru Arent Hrafn, Elvar, Gylfi Valur og Árni Geir. c) Helgi Jean, f. 1981. d) Ingibjörg Ásta, f. 1984, sambýlis- maður Kristófer Eggertsson. Synir þeirra eru Styrmir, Hrafn- kell og Kolbeinn. 4) Soffía, f. 22. janúar 1965, gift Árna Geir Páls- syni. Börn þeirra eru: a) Hólm- fríður Kristín, f. 1990, gift Þor- steini Kára Jónssyni. Synir þeirra eru Jón Árni og Guðmundur Árni. b) Árni Páll, f. 1999. Langalangömmubörn Ragn- heiðar eru þrjú. Ragnheiður ólst upp í Borg- arnesi og síðan í Reykjavík frá 10 ára aldri. Hún gekk í Miðbæj- arskólann en síðan lá leiðin í Kvennaskólann í Reykjavík. Ragnheiður var húsmæðra- skólagengin frá Noregi. Að því námi loknu stundaði hún skrif- stofustörf hjá Almennum trygg- ingum um áratugaskeið en lauk starfsferli sínum á skrifstofu BSRB. Útför Ragnheiðar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. nóvember 1950, kvæntur Valgerði Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru a) Ingvar, f. 1979, kvæntur Auði Frið- riksdóttur. Börn Ingvars og fyrrver- andi eiginkonu, Evu Ingimundardóttur, eru Iðunn og Berg- ur. Stjúpbörn Ingv- ars, dætur Auðar, eru: Ugla og Yrsa. b) Bryndís, f. 1987, gift Gavin Jefferies. Með fyrrverandi sambýliskonu, Berg- ljótu S. Kristjánsdóttur, á Hjálm- ar börnin c) Ragnheiði, f. 1972, gift Thomasi Aagaard, dóttir þeirra er Karen. Áður átti Ragn- heiður dæturnar Maríu Christinu og Bergljótu Soffíu. d) Kristján, f. 1975, kvæntur Veru Einarsdótt- ur. Synir þeirra eru Einar Steinn og Ísak Bjarni. Áður átti Kristján Þórhildi. Dóttir Valgerðar og kjördóttir Hjálmars er e) Dag- mar, f. 1973, gift Óttari Má Ingva- syni. Börn þeirra eru Sara Bryn- dís, Logi og Sóley. 3) Kristín, f. 2. Ragnheiður tengdamóðir mín var einstök manneskja. Í hennar orðum og gjörðum var góður vilji jafn sjálfsagður og lífsandinn. Stundum óska ég þess að ég hefði þekkt fleiri konur og karla af hennar tagi. Ég var um tvítugt þegar við kynntumst, í þann mund sem við Svava hnýttum bagga okkar þeim hnútum sem enn halda. Ég var í hálfgerðu reiðuleysi og Ragnheið- ur setti mig við hlið sér eða nánast má segja að þau Árni hafi sett mig á milli sín. Ég átti vináttu og skjól í þeirra húsi alla tíð síðan. Ragnheiður var kona hins innsta hrings. Fyrir henni var ekkert mikilvægara en börn og barnabörn, velferð þeirra og heill. Með sínu fólki fylgdist hún af áhuga, athygli og stundum áhyggjum. Henni var einlægt að tjá kærleik með alúð og gjörðum umfram innihaldslaus orð. Utan innsta hrings voru í henn- ar augum aðeins frásagnarefni. Hún sögumanneskja; gat rakið samtöl og atburði frá liðnum ára- tugum og jafnvel brugðið sér í líki persóna. Ég hafði unun af því að leiða samræður okkar að fólki og málefnum sem báðum voru hug- leikin – og hlusta. Mér eru einkar minnisstæð samtöl okkar um veru hennar í Borgarnesi og á Álftanesi á Mýrum. Hún brá upp lifandi mynd af átthögum og fólki, kunni sögur af körlum og kerlingum á Mýrum, jafnvel fólki sem mér var nafnkunnugt eftir dvöl mína í Lundarreykjadalnum þótt kyn- slóð skildi okkur að. Hún átti til að vera dómhörð og vissi af því. „Þetta er Mýramaðurinn í mér,“ sagði hún brosandi og minntist sumra frænda sinna sem allt þótt- ust vita öðrum mönnum betur, bæði á himni og jörð. Fyrir nokkrum misserum átt- um við spjall og þá sagði hún: „Nú er ég tilbúin að fara. Ég veit að margir bíða mín og taka vel á móti mér.“ Trú hennar var einlæg og huggandi og mér kom í hug ljóð- brot eftir Hannes Pétursson: Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. Gylfi. Þakklæti er mér efst í huga í dag þegar ég kveð föðurömmu mína í hinsta sinn. Þakklæti fyrir allt sem hún kenndi mér, gaf mér og var mér. Hjá ömmu átti ég alltaf athvarf, hvort heldur var sem barn eða fullorðin. Ævinlega tók amma á móti mér brosandi og með út- breiddan faðminn, tilbúin að hlusta, ráðleggja, hvetja eða hugga ef svo bar við. Þegar ég var tólf ára bjó ég hálfan vetur hjá ömmu og afa á meðan móðir mín var í námi er- lendis. Svefnherbergið mitt þenn- an tíma var sjónvarpsherbergið. Uppáhaldsdagarnir þessa mánuði voru fimmtudagar. Þá horfðum ég, afi og amma á „Shogun“ sam- an. Ég yfirleitt nýkomin úr baði, lá með höfuðið í kjöltunni á ömmu á meðan hún strauk þumlinum yfir handarbakið á mér og tautaði „mjúka, mjúka“. Hvað ég gæfi ekki fyrir að heyra þessi orð aftur núna. Sama hvar ég var stödd í heim- inum eða á lífsleiðinni, alltaf var amma til staðar með sína um- hyggju og hjálpsemi. Mér er eink- um minnisstætt þegar splunkuný þvottavél birtist óvænt heima hjá mér skömmu eftir fæðingu yngstu dóttur minnar. Í þann mund sem ég er að vísa sendibílstjóranum á dyr með þvottavélina hringir sím- inn. Í símanum er amma sem spyr í eftirvæntingu hvort þvottavélin sé komin. Amma hafði þá fengið fregnir af því að þvottavélin mín hefði bilað og fannst ómögulegt að ég gæti ekki þvegið fötin af hvít- voðungnum. Svona var amma, alltaf var hún með hugann við okk- ur fólkið sitt og vildi allt fyrir okk- ur gera. Með þakklæti minnumst ég, Thomas og dætur okkar elsku ömmu/ollu. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Hjálmarsdóttir. Tímamót. Þegar tímarnir mæt- ast. Oft geta tímamót haft áhrif og skilið eftir sig meira en hægt er að ímynda sér. Þegar ættmóðirin amma Ragnheiður gekk á vit feðra sinna, á dögunum, voru tímamót hjá okkur, hennar fólki. Þegar hin tæplega 96 ára gamla tenging okkar við fortíðina fékk loksins að sækja á ný mið voru súr- sæt tímamót. Eftir situr fólk sem upplifir slit- inn streng til fortíðar og annarra tíma. Fólk sem missti móður sína, ömmu, langömmu og langalang- ömmu. Fólk sem getur ekki lengur þegið ráð hennar, upplifað bros hennar, hlegið að hnitmiðuðum at- hugasemdum hennar, spilað tveggja manna kapal við hana eða ornað sér í hlýjunni sem geislaði af henni. Þetta er súr tilfinning og með henni kemur tómleiki og sorg. Þó fylgir þessum tímamótum líka önnur tilfinning – ekki eins súr. Sú tilfinning að þarna fór manneskja sem var tilbúin að fara. Kona sem hafði nært svo marga í kringum sig yfir langa ævi og notið tímans með stórri fjölskyldu sinni. Alveg undir það síðasta var hugur hennar meitlaður og skarpur þótt líkaminn hafi verið farinn að gefa eftir. Hylkið sem svo gaf sig að lokum – og leysti þar með hugann loksins úr þeim fjötrum sem hann bjó við. Þetta er tilfinning sem skapar létti og góð kaflaskil. Þetta er rétt röð lífsins. Á tímamótum skal ávallt horft til framtíðar, þetta kenndi amma mér. Framtíð sem áfram inniheld- ur sterka minningu um ömmu Ragnheiði og þau lífsgildi sem henni tókst að innprenta og rækta í mig og allt hennar fólk. Gildi sem byggja á þeirri höfuðdyggð að sjá hið góða í öllu. Láta ljósið ráða með bjartsýni að leiðarljósi. Sýna æðruleysi við allar aðstæður og sýna fólki áhuga og hlýju. Þannig nýtur maður lífsins. Með öðrum. Ef til er æðri tilgangur með veru okkar hér á jörðu þá gæti amma Ragnheiður hafa sýnt okk- ur hver hann er. Þótt hún sé horfin á braut stöndum við eftir, hennar fólk, samheldið, með áhuga á fólki, bjartsýnt til framtíðar, stígum var- lega til jarðar og minnum okkur á æðruleysið og minnumst alls þess sem hún kenndi okkur öllum, hennar fjölskyldu. Ingvar Hjálmarsson. Ragnheiður Ása Helgadóttir Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR JÓNSSON vélvirkjameistari, lést 14. febrúar. Minningarathöfn verður haldin í Fossvogskirkju föstudaginn 1. apríl klukkan 10. Jóna Gunnarsdóttir Róbert Birgir Agnarsson Anna Björnsdóttir Sigurveig Rósa Agnarsdóttir Þorgrímur Sverrisson Ævar Ingi Agnarsson Rakel Gunnþórsdóttir Jóhanna María Agnarsdóttir Unnsteinn Kárason Berglind Ósk Agnarsdóttir Hans Óli Rafnsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA K. BENEDIKTSDÓTTIR frá Seli, Langanesströnd, lést fimmtudaginn 17. mars. Jarðarförin fer fram frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn 26. mars klukkan 14. Fyrir hönd vandamanna, Jóhann Árnason Ása Árnadóttir Stefán Kristvinsson Halldóra Árnadóttir Ólafur Hannesson Elínborg Árnadóttir Jón Sveinsson Unnsteinn Árnason María Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA JAKOBSDÓTTIR, Hólmgarði 50, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 31. mars klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar Landspítalans fyrir hlýja og góða umönnun. Ásgrímur Guðmundsson Guðm. Marinó Ásgrímsson Herdís Álfsdóttir Andri Ásgrímsson Hrafnhildur Halldórsdóttir Emil Ásgrímsson Freydís Guðný Hjálmarsdóttir barnabörn Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, ERIK HERMANN GÍSLASON, Löngulínu 29, Garðabæ, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 9. mars. Útförin fer fram í kyrrþey. Gísli Holgersson Ida Christiansen Holger G. Gíslason Katrín Halldórsdóttir Sigríður Dóra Gísladóttir Páll Ólafsson frændsystkini Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (E.B.) Þannig kynnist ég Önnu Sól vinkonu minni fyrir réttum 40 ár- um, við vorum að koma af Hesta- mannamóti Smára og Sleipnis á Murneyrum. Við Geir höfðum kynnst litlu fyrr, og þegar við sáum reiðhesta hvor annars, þá Molda og Þyt, og höfðum reynt með okkur nokkrar ferðir milli Ásólfsstaða og Búr- fells var lagður grunnur að vin- áttu sem ekki hefur borið skugga á síðan. Hann Moldi var ekki allra og Geir átti ekki alltaf auðvelt með hann, en þessa nótt fyrir 40 árum reið hún Anna honum alla nóttina eins og drottning og þessar hend- ingar pössuðu svo fullkomlega við hana Önnu. Anna Sólmundsdóttir ✝ Anna Sólmunds- dóttir fæddist 5. apríl 1947. Hún lést 12. mars 2022. Útförin fór fram 24. mars 2022. „Maður á hesbaki er kóngur um stund kórónulaus á hann ríki og álfur.“ (E.B.) Og þannig var líf hennar Önnu, það var sama hverju hún snerti á það lék allt í höndunum á henni. Hvort sem hún átti við dýr eða menn, það lutu henni allir. Kæra Anna, Þú varst mikill unnandi söngs og ættjarðarljóða, þessi ljóð voru þér í blóð borin og við sungum þau mörg hver saman í hestaferðum. Og nú ertu öll. Og því tek ég mér orð Jónasar Hallgrímssonar í munn. Þau sem hann orti við fáfall síns besta vinar Tómasar Sæ- mundssonar. „Dáinn, horfinn harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða, hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. (Jónas Hallgrímsson) Elsku Geir, Guðjón, Kjartan, Hebbi. Ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar mína dýpstu samúð. Sigurður Páll Ásólfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.