Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 42

Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 ✝ Jóhann Magn- ússon fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1956. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi 22. febrúar 2022. Foreldrar Jó- hanns voru Magnús Guðjónsson, f. 24.11. 1925, d. 16.5. 2015, og Þuríður Ólafs- dóttir, f. 22.6. 1929, d. 25.9. 2011. Jóhann var yngst- ur þriggja bræðra, en eldri bræður hans eru Guðjón, f. 1950, og Ólafur, f. 1952. Sambýliskona Jóhanns var Valgerður Andrésdóttir, f. 1962. Jóhann var gift- ur Kristínu Björgu Jónsdóttur, f. 1958, frá 1984 til 2012. Börn þeirra eru eru: a) Helga Kristín, f. 1985, b) Harpa Hrund, f. 1988, maki Ro- dolfo Alejandro Sepúlveda og eiga þau eina dóttur, Örnu Maríu. c) Jón Atli, f. 1991, maki Ása Unnur Þorvaldsdóttir Bergmann og eiga þau tvo syni, Ófeig Kára og ónefndan dreng. Útför Jóhanns fór fram í kyrrþey 11. mars 2022. Mér var illa brugðið við þær fréttir að Jóhann Magnússon vin- ur minn væri fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við Jóhann vorum með skrifstofu í sama húsnæði í hartnær tuttugu ár og áttum margar ánægjulegar samveru- stundir og ræddum heima og geima, allt frá persónulegu lífi okkar til heimsmálanna. Það var gaman að ræða við Jóhann, enda hafði hann sterkar skoðanir um menn og málefni. Við Jóhann áttum mörg sam- eiginleg áhugamál, við spiluðum tennis saman í nokkur ár, spiluð- um golf saman, deildum áhuga á skíðaferðum til Alpanna og, síðast en ekki síst, veiddum saman á stöng um árabil á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal. Þar áttum við ótal skemmtileg ævintýri sem við nut- um til hins ýtrasta. Jóhann var öflugur, eftirsóttur og farsæll rekstrarráðgjafi sem náði miklum árangri í starfi sínu. Það var honum því mikið áfall þegar hann tók ákvörðun um stóra persónulega fjárfestingu sem reyndist mikil mistök. Þessi ákvörðun varð til þess að hann missti stóran hluta þess góða líf- eyris sem hann hafði byggt upp með miklum dugnaði. Mistökin voru honum ekki síður mikið áfall vegna þess að hann var sérfræð- ingur á þessu sviði og vissi að hann átti að gera sér grein fyrir stöð- unni. Jóhann jafnaði sig aldrei á skipbroti sínu, sem að lokum varð til þess að hann gafst upp. Fráfall Jóhanns er mikið áfall, fyrir aðstandendur hans, Valgerði og börn hans, fyrir okkur sem þekktum hann að öllu góðu og fyr- ir samfélagið sem tapar miklum mannauði við fráfall hans. Blessuð sé minning Jóhanns. Fyrir mína hönd, fjölskyldu minn- ar og veiðifélaganna úr Aðaldaln- um sendi ég Valgerði og börnum Jóhanns okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Guðjón Guðmundsson. Söknuður kemur upp í huga er ég kveð góðan vin, skólafélaga og vinnufélaga. Samferðamann í líf- inu. Leiðir okkar lágu fyrst saman sem nágrannar og bekkjarfélagar í Laugalækjarskóla og fylgdumst við að upp í gegnum gagnfræða- skóla, Menntaskólann við Hamra- hlíð og Viðskiptadeild Háskóla Ís- lands. Margt annað áttum við sameiginlegt, vorum m.a sumar- lögreglumenn báðir og vinnufélag- ar í Verksmiðjunni Vífilfelli. Ávallt bestu vinir. Jóhann var traustur félagi, flug- greindur og góður námsmaður, mikill afkastamaður í vinnu og allt- af var líf og fjör í kringum hann og hlutirnir að ske. Við ferðuðumst oft saman m.a til Kanaríeyja í „náms- hvíldarferð“ og vorum saman í út- skriftarferð (vísindaleiðangri) við- skiptafræðinema til New York og Washington í góðum hópi skóla- félaga, alltaf var ofsa gaman, hvort sem um „vísindaleiðangra“ var að ræða eða hreinræktaðar skemmti- ferðir. Margar sannar sögur og ein- staka lognar urðu til á þessum ferð- um en þetta er ekki réttur vettvangur til að rifja þær allar upp, enda Mogginn hvergi nærri nógu stór ef segja ætti þær allar. Jói stofnaði með skólafélaga okkar og sameiginlegum vini, Gísla Arasyni, ráðgjafafyrirtækið Stuðul. Náðu þeir góðum árangri og áttu fjölda góðra viðskiptavina. Vann hann m.a mikla og góða vinnu fyrir Verksmiðjuna Vífilfell sem ráðgjafi og setti upp m.a fyrsta forsölu- og dreifingarkerfi sem ég veit til á Íslandi og vann það verk hratt og fumlaust með mjög góðum árangri. Gísli Arason lést fyrir aldur fram, en Jóhann hélt starfseminni áfram að honum liðnum. Kom hann víða við í ráð- gjöfinni, vann m.a um tíma í Namibíu og einnig á Kamchatka. Úr ráðgjöfinni lá leiðin í fjár- málageirann, fyrst starfandi fyrir Íslandsbanka og síðar sem stofn- andi og eigandi Carta Capital, sem sérhæfði sig í millilagsfjár- mögnun (Mezzanine) á alþjóðleg- um mörkuðum. Fór honum það vel úr hendi eins og flestallt það sem hann tók sér fyrir hendur. Fjölskyldur okkar héldu alltaf góðum samskiptum og mín börn og hans eru góðir félagar og sam- ferðamenn í lífinu. Jóhann á þrjú glæsileg börn og jafnmörg barna- börn. Samhryggist þeim og Val- gerði konunni hans innilega. Samskipti okkar voru ekki eins tíð eftir að ég flutti til útlanda en alltaf þegar við hittumst voru miklir fagnaðarfundir og þráður- inn tekinn upp eins og við hefðum síðast hist deginum áður. Í fyrrahaust hittumst við Jó- hann, Kristján B. Ólafsson og Sverrir Arngrímsson í hádegis- verði. Áttum við saman miklar og skemmtilegar samræður og var þráðurinn tekinn upp eins og við værum að hittast í hverri viku. Það var síðasta sinn sem ég sá hann. Jóhann, elsku vinur, kveð þig með söknuði, þakka frábær kynni í 54 ár. Það er synd að við skyld- um ekki ná því að verða „grumpy old men“ saman, við hefðum verið frábærir í því hlutverki eins og öðrum. Hittumst í sumarlandinu þar sem laxveiðiárnar, skíða- brekkurnar og golfvellirnir taka engan enda og sú 19. aldrei langt undan. – Ást og friður. – Lýður Árni Friðjónsson. Með þessum orðum kveð ég góðan og traustan vin til 50 ára, Jóhann Magnússon. Kynni okkar hófust á menntaskólaárunum í MH 1972-75, vináttan styrktist svo á háskólaárunum 1976-80 og hélst alla tíð. Jói var skarpur og góður náms- maður og góður starfsmaður. Hann sökkti sér rúmlega 100% í þau fög og verkefni sem hann hafði brennandi áhuga á. Er við fé- lagarnir lásum saman fyrir próf í Viðskiptadeildinni fannst okkur þekkingin á námsefninu oft afar takmörkuð eftir að Jói hafi tjáð sig um viðfangsefnin og spurningarn- ar. Svo mikill var krafturinn, eld- móðurinn og áhuginn. Jóhann var góður og traustur félagi, hress og skemmtilegur. Þá var tilviljun að feður okkar þekkt- ust vel frá Ísafirði en báðir voru þeir miklir músíkantar, þeir Maggi á Heklunni og Óli Kitt, spiluðu víða á böllum og voru lif- andi einstaklingar. Á þessari stundu koma fram margar góðar og skemmtilegar minningar. En þær sögur verða ekki rifjaðar upp hér, þær bíða betri tíma. Jói og annar góður og kær vinur, Gísli S. Arason, stofnuðu og ráku saman ráðgjafafyrirtækið Stuðul. Gekk reksturinn vel og áttu þeir stóran og tryggan viðskiptamanna- hóp. Gísli veiktist og dó fyrir aldur fram og hélt Jói rekstrinum áfram um tíma. Eftir það vann hann í fjár- málaheiminum og var m.a. annar stofnandi Carta Capital, sem sér- hæfði sig í svokölluðum mezzanine- fjármögnun, og skilaði góðum ár- angri. Þá kom Jói að rekstri og eignarhaldi nokkurra fyrirtækja, sem flest gengu vel. Fráfall Jóa er okkur, sem hann þekktum og umgengumst, mikil sorg og er hans sárt saknað. En líf- ið er margbreytilegt og enginn veit hvað framtíðin kann að bera í skauti sér. Jóhann er faðir þriggja glæsi- legra barna og barnabörnin eru þrjú. Þeirra söknuður er mikill og vottum við Jóhanna, konan mín, þeim okkar dýpstu samúð, þá öll- um aðstandendum og Valgerði, sambýliskonu hans. Kæri Jói. Þín er sárt saknað en í huga mér lifir minningin um góðan og traustan félaga og hefði ég vilj- að vera í samfloti með þér marg- falt lengur. Kristján B. Ólafsson. Jóhann Magnússon Mikið vorum við hjónin heppin að fá að kynnast Huldu Axelsdóttur og tala nú ekki um það að fá að gista reglulega á Nautabúi og taka þátt í girðingarvinnu á vorin eða þá skotveiðum á haustin. Það var ekki hægt að komast hjá því að taka eftir hversu sterkt sam- band var á milli Eyjólfs og Kar- enar og Huldu, umvafið kærleika, ást og hlýju. Þótt Hulda hafi ver- ið hlédræg þá man ég eftir einu atviki þegar ég kom að sunnan til þess að hjálpa til við að steypa gólfplötuna á neðri hæð Nauta- bús þar sem til stóð að hún myndi flytja innan skamms. Ég átti að sjá um niðurlögn steypunnar og fannst mér nú allt vera á síðustu stundu og steypubíllinn rétt ókominn þegar Hulda bauð í kaffi. Ég var eitthvað að tuða að við hefðum ekki tíma í svoleiðis, en þá sagði Hulda „það er komið kaffi“ og skildi ég þá þegar að það þýddi nú ekkert að þrjóskast við, það var alveg á hreinu hver réði á Nautabúi. Það var náttúrlega flott veisla eins og allir þekkja sem hafa komið til Huldu og notið veitinga hennar. Hulda átti æskuvinkonu á Siglufirði sem hún kynntist þegar hún fór frá Hjalteyri aðeins 12 ára gömul. Þær urðu miklar vinkonur alla ævi og héldu sambandi til að byrja með með bréfaskriftum og síðar meir með því að hringjast á. Þær héldu góðu sambandi eins og Hulda gerði við alla sína vini og fjölskyldu. Það var eitt sinn sem við hjónin komum á Nautabú að sumarlagi, ég til að hjálpa til í girðingarvinnu en Jóna mín var á leið til Siglufjarðar að kveðja frænku sína. Spurði þá Hulda hvort hún mætti ekki fylgja með og nýta tækifærið til þess að hitta æskuvinkonu sína sem hún hafði ekki séð í eigin persónu síðan hún var unglingur. Að sjálfstöðu var orðið við þessari beiðni Huldu og fóru þær saman til Siglufjarðar. Jóna mín hefur oft talað um þessa ferð sem mikla upplifun þar sem Hulda fór á kostum og sagði frá sögum og staðháttum á leiðinni á Siglufjörð. Það sem ég tók sérstaklega eftir í fari Huldu var það hversu nátengd hún var takti náttúrunnar. Hún lifnaði t.d. öll við þegar við vorum í girð- ingarvinnu á vorin og sögðum frá því að við hefðum heyrt í þessum eða hinum fuglum eða þá nýjum Hulda Axelsdóttir ✝ Hulda Axels- dóttir fæddist 14. október 1928. Hún lést 21. febr- úar 2022. Jarð- sungið var 12. mars 2022. fréttum úr hesta- stóðinu sem hefur gengið frjálst um á landi Nautabús frá því elstu menn muna. Hulda var sannarlega náttúru- barn og fyrir það að fá að kynnast þess- ari hlédrægu konu og fá að koma á Nautabú öll þessi ár erum við hjónin og drengirnir að sunnan, Óli Eyþór og Stefán, ævinlega þakklát. Ættingjum og vinum Huldu vottum við okkar dýpstu samúð. Jón P. og Jóna. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég vil þakka Huldu fyrir alla vináttu og traust sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Það eru forréttindi að fá að kynnast Huldu, allar stundirnar okkar saman, allt sem við ræddum, gerðum, skoðuðum eða hvaðeina, það var alltaf svo gaman hjá okk- ur, hún gaf manni svo mikið með nærveru sinni. Hún fylgdist vel með fjölskyldu sinni og ég var orðin eins og ein af fjölskyldunni, alltaf sagði hún mér af sínu fólki hvað það var að gera, var fjölg- unarvon, alla afmælisdaga, hvar þau störfuðu, hún var stolt af sín- um. Hulda var svo mikil fyrir- mynd í öllu sem hún tók sér í hendur, hvort sem var handa- vinna, matargerð svo ekki sé minnst á flatbrauðið sem við gerðum saman og ætluðum að gera með hækkandi sól. Það er margs að minnast og margs að sakna. Elsku fjölskylda, missir ykkar er mikill, minning um ynd- islega ættmóður lifir áfram í hjörtum okkar allra. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Helga Þ. ✝ Frans Sævar Guðmundsson fæddist á Siglufirði 2. janúar 1932. Hann lést 3. mars 2022. Foreldrar Sævars voru Hólmfríður Ás- grímsdóttir frá Efra-Ási í Hjaltadal og Guðmundur Jóns- son frá Gamla Hrauni við Eyr- arbakka, þau fluttu á Akranes 1934 og bjuggu þar síðan. Sævar var elstur barna þeirra sem voru Ingibjörg, Kol- brún, Ásgrímur, Barði og Jónína. Ásgrímur og Jónína lifa bróður sinn. Auk þess átti hann eina hálfsystur sammæðra, Ásfríði Sigmarsdóttur, og tvo hálf- bræður samfeðra, Hinrik og Sævar fór fjögurra ára gamall í fóstur til móðursystur sinnar Helgu Ásgrímsdóttur og manns hennar Péturs Runólfssonar að Efra-Ási í Hjaltadal og ólst þar upp. Fóstursystur hans eru Krist- björg og Ásdís Pétursdætur. Sæv- ar stundaði íþróttir af miklu kappi en þó einna helst fótbolta og frjálsar. Hann fór 18 ára gam- all í íþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar í Haukadal og naut þess tíma vel. Haustið 1956 fluttu Sæv- ar og Gréta á Akranes og bjuggu þar alla tíð síðan. Sævar var mik- ill áhugamaður um veiðar, garð- rækt og íþróttir. Hann vann bæði við sjómennsku og fiskverkun þar til hann fór á eftirlaun. Útför Sævars fór fram í kyrr- þey frá Akraneskirkju 17. mars 2022. Guðmund Agnar Guðmundssyni. Sævar kvæntist 8. júní 1957 Grétu Sig- rúnu Gunnarsdóttur, f. 1935. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg Harpa, f. 1957, maki hennar var Páll Leó Jónsson og dætur þeirra eru: Erla Björgheim, Gréta Sigrún og Franziska Jóney. 2) Pétur, f. 1959, fyrri kona hans var Sigurborg Sól- mundardóttir og þau eiga dótt- urina Sigrúnu Helgu. Núverandi kona hans er Sigríður Snæbjörns- dóttir og synir þeirra eru: Sævar Snær, Pétur Fannar og Eyþór Helgi. Langafabörn Sævars eru tólf. Við systurnar búum yfir mörg- um og góðum minningum um Sævar afa. Fallega hárið hans og brosið var einkennandi fyrir hann afa okkar. Þessu brosi fylgdi svo gjarnan dillandi hlátur. Hann var hljóðlátur maður og hafði sig ekki mikið í frammi en bak við þetta ró- lega yfirbragð var mikill húmor- isti. Honum fannst gaman að fífl- ast í okkur krökkunum og fá okkur til þess að hlæja. Það sem er okkur systrunum sérstaklega minnisstætt er að spila við afa en hann kenndi okkur öllum Ólsen-Ólsen, Svarta Pétur og Veiðimann. Spilin voru aldrei langt undan þegar maður kom í heimsókn til ömmu og afa og þó svo að um leik væri að ræða var afi sjaldnast tilbúinn að leyfa okkur að sigra auðveldlega og allt fram á síðasta dag var hann með mikið keppnisskap. Þegar hann síðan vann hló hann eins og enginn væri morgundagurinn og þegar halla fór undan fæti í spilamennskunni hikaði hann ekki við að svindla ör- lítið. Þegar upp komst um hann hló hann dátt og það gerðum við líka enda ekki annað hægt en að smitast af hlátrinum hans afa. Þessum stundum fylgdi mikil gleði og minnumst við þeirra með hlýju. Sævar afi var mikill nautna- seggur sem elskaði sælgæti, kex og kökur. „Fáðu þér mola“ sagði afi gjarnan og rétti í áttina til manns litla brjóstsykursdollu úr áli. Afi átti alltaf nammi og við fengum ávallt að velja nokkra mola þegar við komum í heimsókn til þeirra ömmu. Við minnumst all- ar ávaxtabrjóstsykurs í öllum regnbogans litum sem var húðað- ur flórsykri en svona brjóstsykur fékk maður bara hjá Sævari afa. Afi var alltaf á ferðinni. Allt fram á síðustu ár rölti hann bæinn þveran og endilangan, sama hvernig viðraði, með poka í hendi og tíndi upp dósir, flöskur og ann- að tilfallandi. Við barnabörnin vorum svo heppin að afi leyfði okkur að njóta afraksturs þessara leiðangra sinna og var aurnum skipt jafnt í baukana okkar. Það eru örugglega ekki margir sem eru svo heppnir að hafa átt afa sem borgaði fyrir bílprófið með dósum og flöskum en þetta gerði afi, ásamt ömmu, fyrir öll barna- börnin. Á Garðabrautinni hjá ömmu og afa var skúr sem var eins og æv- intýraheimur fullur af alls konar dóti en þessi skúr var staðurinn hans afa. Þarna kenndi hann okk- ur að þræða netagarn eftir kúnst- arinnar reglum. Mikið vorum við stoltar þegar við gátum þrætt garn eins og afi. Þetta bláa og grófa garn var samt ekki bara fyr- ir net heldur gat afi líka notað þetta töfragarn til þess að bjarga leikföngunum okkar, okkur til mikillar gleði. Síðasta stundin okkar allra saman var á björtum degi í janúar þegar við fögnuðum 90 ára afmæli afa. Gleðidagur sem nú hefur breyst í eina af okkar dýrmætustu minningum og minnir okkur á að faðma fólkið okkar ögn fastar þeg- ar við kveðjum það. Mikið eigum við eftir að sakna þess að heyra stríðnislegan hlátur þinn, tapa fyrir þér í spilum og að stelast í sætindi með þér en þökkum fyrir að eiga hafsjó góðra minninga um yndislega góðan afa sem ylja áfram. Þínar afastelpur, Erla, Gréta og Franziska. Frans Sævar Guðmundsson Elsku yndislega Tóta. Við kynntumst fyrir tæpum 12 ár- um þegar ég og Ar- on fórum að stinga saman nefjum. Alveg frá fyrsta hæ-inu var ljóst hversu indæl þú varst. Eftir því sem árin liðu urð- um við nánari og nánari, get ég með sanni sagt að ég hafi unnið í tengdamömmulottóinu. Það er erfitt að sjá fyrir sér framtíðina án þín elsku Tóta, þú varst svo mikill klettur í okkar lífi. Síðustu vikur hafa verið með eindæmum súr- realískar, þar sem þú greindist Þórunn Haraldsdóttir ✝ Þórunn Har- aldsdóttir fæddist 26. apríl 1957. Hún lést 28. febrúar 2022. Út- förin fór fram 8. mars 2022. með krabbamein á lokavikum með- göngunnar hjá mér. Litla stelpan okkar Arons fæddist síðan fjórum dögum eftir andlát þitt. Það brýt- ur í mér hjartað að þú hafir ekki náð að sjá þá litlu og enn frekar að hún fái ekki að kynnast og njóta þess að eiga þig sem ömmu. Þú varst fædd í ömmuhlutverkið og var samband þitt við ömmubörnin einstaklega fallegt og gott. Við munum að sjálfsögðu halda minningu þinni á lofti og segja Baldri okkar og þeirri litlu sögur af þér og góð- mennsku þinni. Þú varst gullmoli og ég mun alltaf sakna þín. Þín Karitas Ósk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.