Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 47

Morgunblaðið - 25.03.2022, Side 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MARS 2022 „SÉRÐU ÞESSA STROMPA? ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ DREPA FUGLA – MAMMA SÉR UM ÞAÐ.“ „MIG VANTAR EINS HURÐ EN MEÐ NÚMERINU 37… VIÐ ERUM AÐ FLYTJA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera saman í huganum þegar þið eruð aðskilin. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN, MERKIR KALT HUNDSTRÝNI HAMINGJU?“ JÁ… VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! EF ÞAÐ HEFUR SNERT RJÓMAÍS FISKURINN ÁT KVITTUNINA! ÞETTA ER SPLUNKUNÝR BÁTUR! ÉGÆTLA AÐ FÁ ENDURGREITT! lækka forgjöf en það gengur upp og ofan. Ég geng mikið um Reykjavík eða í sveitinni okkar með hundinn okkar Gordon, oft með Heimi eða öðrum góðum göngufélaga. Að rækta vináttu er líka áhuga- mál. Ég á marga góða vini sem eru mér kærir og þykir afar vænt um. Það að hitta vini, eiga gæðastund með tilheyrandi hlátrasköllum og góðu spjalli gefur mér mikið, hvort sem það eru æskuvinir úr Skerja- firðinum, vinkonuhópurinn úr við- skiptafræði eða aðrir. Góð vinátta er ómetanleg.“ Fjölskylda Eiginmaður Elísabetar er Heimir Freyr Hálfdanarson, f. 21.2. 1958, kennari í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Þau eru búsett í Hlíðahverfi í Reykjavík. Foreldrar Heimis voru hjónin Hálfdan Auðunsson, f. 30.4. 1911, d. 19.10. 2001, og Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1.5. 1920, d. 12.4. 2000, bændur á Ytra-Seljalandi undir Eyjafjöllum. Sonur Elísabetar með Jóhanni Vali Tómassyni er Þorvaldur Garðar Kvaran, f. 11.8. 1995, maki Þorvald- ar er Alda Ægisdóttir, f. 22.8. 1999. Dóttir þeirra er Amía Ísabella, f. 7.8. 2020. Börn Elísabetar og Heimis eru Heimir Freyr, f. 17.7. 2009, og Elísa- bet María, f. 5.8. 2010. Foreldrar Elísabetar voru hjónin Þorvaldur Garðar Kristjánsson, f. 10.10. 1919, d. 14.4. 2010, hrl., alþing- ismaður og forseti Alþingis, og Elísabet María Ólafsdóttir Kvaran, f. 29.3. 1928, d. 19.4. 2006, húsmóðir í Reykjavík. Elísabet Ingibjörg Þorvaldsdóttir Kvaran Guðrún Björnsdóttir saumakona á Seyðisfirði og í Reykjavík Benedikt Jónsson bóndi á Refsstað og Rjúpnafelli í Vopnafirði Elísabet Benediktsdóttir Kvaran húsfreyja í Reykjavík Ólafur Jósefsson Kvaran ritsímastjóri í Reykjavík Elísabet María Ólafsdóttir Kvaran húsmóðir í Reykjavík Lilja Metta Kristín Ólafsdóttir húsfreyja á Breiðabólstað á Skógarströnd Jósef Kristján Hjörleifsson Kvaran prestur á Breiðabólstað á Skógarströnd, Snæf. Ragnhildur Bjarnadóttir húsfreyja í Álfadal og á Flateyri Einar Jóhannesson formaður í Bolungarvík, bóndi í Álfadal á Ingjaldssandi og verkamaður á Flateyri María Bjargey Einarsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli í Valþjófsdal og í Maríuhúsi á Flateyri Kristján Sigurður Eyjólfsson formaður á Kirkjubóli í Valþjófsdal Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli í Valþjófsdal Eyjólfur Jónsson bóndi og formaður á Kirkjubóli í Valþjófsdal, Önundarfirði Ætt Elísabetar Þorvaldsdóttur Kvaran Þorvaldur Garðar Kristjánsson hrl., alþingismaður og forseti Alþingis Ólafur Stefánsson yrkir „Á Boðnarmiði“: Hér er margt til yndis ort, allt á jörð sem fyrir ber. Heyrist bæði’ um grát og gort, og gengnar stundir, sýnist mér. Friðrik Steingrímsson yrkir þar sem ekki eru „allir sáttir við um- mæli Ólafs Ragnars í Silfrinu“: Býsna oft með fleipur fer af frægð þó oft sig státi. Það mun ljóst að Óli er algjör Pútíntáti. Jón Jens Kristjánsson yrkir „þar sem enginn framsóknarmaður fannst í öllum Skagafirði. Sjá mbl.“: Þó væri farið bæ af bæ og brunað um sveitir marga daga ákaft þreifað og unnið stíft ættbók lesin og könnuð saga frá innstu dölum á ystu nes um endilangan fjörðinn Skaga fundu þeir engan framsóknarmann það finnst mörgum vera lygasaga Ljóst mun að framsókn er lek sem hrip lengi má þó í götin staga virkið á Króknum verður samt varla aflagt og hengt á snaga lágt sitja þeir er brenndu brýr, bíta í pólitík rýra haga sem forsmáðu sitt óðal og eltu í miðflokkinn Gunnar Braga. Guðmundur Arnfinnsson yrkir limru og kallar „Svekkelsi“: „Það er nú svona og svona að sitja bara og vona og sjá ei þann, sem ég ann,“ sagði ein gömul kona. Manninum með hattinn fannst eiginkonan líta ástaraugum til sín um daginn og setti það í vísu: Svífur gleðin síst frá mér, sorgir burtu renna. Sé ég enn í augum þér ástarloga brenna. Jóhann frá Flögu segir svo frá: „Jón skáld Guðmundsson í Rauðs- eyjum var landseti Bjarna ríka Pét- urssonar á Skarði. Er sagt, að jafn- an gæfi Bjarni Jóni tóbaksbita, er hann kom að Skarði. Eitt sinn gætti Bjarni þessa ekki. Þá kvað Jón: Set ég enn upp Sónar mauk; settur er nefinu kvarði. Með tæmda buddu og tóman bauk tölti ég nú frá Skarði.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um Pútíntáta og vöntun á framsóknarmönnum Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Ennþá meira úrval af listavörum Listverslun.is Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.