Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 2
Tónlistarkonan Bríet er stödd í Bandaríkjunum þessa dagana og nýtur lífsins. Hún ætlar að blása í tón leika partí­ lúðurinn og vippa upp verð­ launatónleikunum sínum að nýju í maí. Þangað til skoðar hún Bandaríkin og tekur þátt í lífsins amstri. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Ég er að bíða eftir skal­ anum. Fyrst stress, svo spennt, svo einbeiting og gleyma að njóta, svo kemur að show­inu, svo spennufall. Þannig að ég lít á þetta sem því­ líkt tilfinningalega óreiðu sem ég hlakka til að takast á við,“ segir tón­ listarkonan Bríet Ísis Elfar en vegna mikillar eftirspurnar ætla hún aftur að halda tónleika í Eldborg í Hörpu, 21. maí næstkomandi. Tónleikarnir fengu verðlaunin Tón l ist a r v iðbu rðu r á r sins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Bríet, sem stödd er í Ameríku, viðurkennir að það sé svolítið skrýtið að halda tónleikana aftur en hún hafi viljað leyfa þeim sem misstu af að sjá og upplifa. „Mér finnst það smá skrítið að gera þetta aftur því yfirleitt klára ég verkefni og held svo áfram að því næsta. Núna fæ ég að bæta það sem mátti fara betur og fæ að upplifa þetta aftur svo mér finnst það mjög spennandi. Svo ég get bara sagt að ég hlakka til að fá að horfa í augun á fólki og njóta með því,“ segir hún. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún í Kentucky en þar var hún að fara á tónleika með Kaleo þar sem kærasti hennar, Rubin Pollock, spilar á gítar. „Ég hitti áttræðan mann hér í Louis­ ville, Kentucky, sem hefur verið kúabóndi og unnið með leður alla ævi. Hann handgerði leðurbelti handa mér. Fyrr fór ég að two­ steppa á honkytonk í Nashville – svo fríið er yndislegt.“ Hún viðurkennir að henni takist ágætlega að dreifa huganum frá vinnunni þegar hún er í fríi. „Ég er í þannig vinnu að ég er að sinna henni allan sólarhringinn en ég fæ alla vega frí frá því að vera Bríet í smástund. Umhverfið hér er samt þannig að það er svo margt sem blæs í mann áhuga og togar í taugar sem fær mig til að setjast niður með pennann og skrifa um það. Svo ég gæti þurft að sætta mig við það að ég sé alltaf í vinnunni.“ Aðspurð segir hún að árið 2022 hafi meiri tónlist og meiri ham­ ingju í kortunum. „Ég hlakka til ársins og að gefa meira af mér. Árið fram undan er þannig að ég sé bara fegurð fram undan, mikið ferðalag og meiri tónlist og ennþá meiri hamingju.“ n Bríet undirbýr tónleika með nýtt leðurbelti frá Ameríku Bríet er stödd í Bandaríkjunum og hugar að því að halda verð- launatónleikana sína að nýju í maí. MYND/AÐSEND Ég hitti áttræðan mann hér í Louisville, Ken- tucky, sem hefur verið kúabóndi og unnið með leður alla ævi. Hann handgerði leðurbelti handa mér. Bríet Ísis Elfar Fagur er hann jökullinn Hið tvö hundruð metra langa herskip USS Arlington virtist nokkuð friðsælt þegar það sigldi um Faxaflóa í gær. Skipið tók þátt í heræfingu Atlantshafsbanda- lagsins, Norður-Víkingi, fyrr í vikunni. Sjóliðarnir þrjú hundruð um borð gátu virt fyrir sér Snæfellsjökul í sólarlaginu en skipið mun leggjast að Sundahöfn í dag og vera hér á landi yfir páskahelgina. Íslendingum verður boðið að skoða skipið á laugardaginn á milli kl. 9 og 16. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Fyrirsögn fréttar í Fréttablaðinu í gær um verðlækkun þýskra banka skolaðist til og var ekki í samræmi við texta fréttarinnar. Ekki er rétt að kaup erlends verðbréfasjóðs í Íslandsbanka hafi haft áhrif á gengi hlutabréfa í þýskum bönk- um. Sjóðurinn, sem er hluthafi í Íslandsbanka, seldi hluti í þýskum bönkum og hafði sala áhrif á gengi bréfa í þeim bönkum. gar@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið kemur næst út á laugardag og síðan aftur á þriðjudaginn. Vakt verður alla páskahelgina á ritstjórn blaðsins á Hafnartorgi og nýjar fréttir birtar jafnóðum á vef blaðsins, frettabla­ did.is. Gleðilega páska! n Fréttir fluttar yfir alla páskahelgina ÁRÉTTING kristinnpall@frettabladid.is VEÐUR „Spáin er best á Norður­ og Austurlandi og veðrið ætti því að vera betra á þeim slóðum, bæði þegar kemur að hitatölum og úrkomu. Á skírdag er von á hvössum vindum og bleytu á Suðausturlandi en lítilli úrkomu á Norðausturlandi. Föstudagurinn og laugardagurinn eru mildari, væta öðru hverju víða um land,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, aðspurður hvar besta veðrið yrði um páskana. „Það verður lítil úrkoma heilt yfir á föstudeginum langa, helst hérna sunnanlands og von á einhverri úrkomu á Vestfjörðum á laugardag.“ Eftir milda og þurra daga í Reykja­ vík undanfarna daga þurfa borgar­ búar að draga fram regnhlífina fyrir páskahelgina. „Það er von á rigningu og tals­ verðum vindi á höfuðborgarsvæð­ inu í dag og einhverri vætu á föstu­ dag og laugardag. “ n Vætusamir páskar í höfuðborginni Eftir milt veður undanfarna daga er von á skúrum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON sbt@frettabladid.is KJARAMÁL Sól veig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar ,segir upp sagnir á skrifstofu stéttarfélagsins ekki vera „hreinsun á ó æski legu fólki.“ Þetta kom fram í viðtali við hana í Kast­ ljósi á RÚV í gær. Vissulega fælust róttækar breytingar í aðgerðinni en Sólveig sagði þær byggðar á fag­ legum og mál efna legum grund velli. Hún ítrekaði að ekki væri um hefnd­ araðgerð að ræða. n Uppsagnir byggi á faglegum grunni Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar 2 Fréttir 14. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.