Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 21
Meltingarensím og mjólkursýru- gerlar hjálpa okkur að njóta lífsins, sérstaklega þegar mikið mæðir á meltingunni og þegar veislumatur er á borðum. Hvað er betra en að geta notið lífsins án þess að þurfa að spá endalaust í það hvað maður má og ekki má í mat og drykk? Fjöldi ein- staklinga glímir við ýmiss konar fæðuóþol eða óþægindi, stundum er vitað hvað veldur en stundum alls ekki. Flest okkar kannast þó við að borða stundum svolítið of mikið af alls kyns kræsingum og fyrir vikið finna fyrir kvillum á borð við uppþembu, óþægindi og vindgang. Ýmis fæða getur reynst meltingunni erfið og getur þar af leiðandi jafnvægi þarmaflór- unnar jafnvel raskast. Í raun geta hátíðisdagar eins og páskarnir sett meltinguna á annan endann sem skilar sér í verra heilsufari, sleni og þreytu sem hellist yfir okkur eftir fríið. Leyfum okkur að njóta Allir ættu að geta notið matar og drykkjar í góðra vina hópi og getum við gert meltingu okkar og líkama stóran greiða með því að innbyrða annars vegar meltingar- ensím og hins vegar mjólkursýru- gerla reglulega. Þessa tvennu er sérstaklega vert að hafa í huga þegar álag er á meltingunni, svo sem á páskunum. Best er að taka inn meltingar- ensím fyrir og eftir stórar eða þungar máltíðir eða fæðu sem við þolum illa með það að markmiði að koma í veg fyrir meltingarónot og óþægindi. Mjólkursýrugerlar viðhalda og styrkja þarmaflóruna sem er undirstaða ónæmiskerfisins og tengist geð- heilsu okkar sterkum böndum. Sykurpúkinn er lúmskur Sykurpúkinn gerir víða vart við sig á páskahátíðinni en þó svo að mörgum takist að halda honum innan skynsamlegra marka breytir það því ekki að allur sykur hefur áhrif á heilsu okkar og getur meðal ann- ars komið ójafn- vægi á þarma flóru okkar. Ef það verður ójafnvægi og dregur úr vexti heilbrigðra baktería myndast kjöraðstæður fyrir þær óæskilegu og er candida-sveppurinn þar ofar- lega á lista sem getur svo lýst sér í meltingartruflunum, uppþembu, óeðlilegum hægðum og húðvanda- málum. Þegar þarmaflóran er ekki í toppstandi fylgir ónæmis- kerfið sem lýsir sér í ýmsum kvillum. Líferni okkar í dag skilar sér því fljót- lega í verra heilsu- fari ef við göngum ekki gætilega um gleðinnar dyr. Mjólkursýrugerlar mikil heilsubót Bio-Kult Candéa inniheldur öfluga blöndu af vinveitt- um gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract sem hafa jákvæð áhrif á meltinguna og geta hjálpað til við að drepa niður candida albicans gersvepp- inn. Fyrir utan að innihalda 14 mismunandi gerla- strengi sem byggja upp vinveitta þarma flóru. Að innbyrða Bio-Kult Candéa daglega getur verið mikil heilsubót fyrir okkur og ekki síst þegar álag er á meltingunni. Það er mun auðveldara að viðhalda heilbrigði heldur en að þurfa að byggja upp þegar í óefni er komið. Bio-Kult Candéa hentar einnig barnshafandi konum og konum með barn á brjósti. Njóttu lífsins og leyfðu þér Hver kannast ekki við að verða þreyttur eftir þunga máltíð? Sumir upplifa einnig óþægindi, uppþembu og vindverki en þetta tengist að öllum líkindum skorti á meltingarensímum. Stundum gerist það að líkaminn getur ekki virkjað ákveðin ensím, svo sem ef við borðum of mikið og/eða samsetning fæðunnar er slæm en þá nær líkaminn ekki „að lesa skilaboðin rétt“. Þetta getur valdið vandamálum hjá fjölmörgum, ekki bara magaónotum, þreytu eða öðrum kvillum heldur getur það gerst að við fáum ekki þá næringu sem fæðan (eða bæti- efnin) á að skila okkur. Meltingarens- ímin frá Enzyme- dica eru talin þau öflugustu sem völ er á og geta þau hreinlega orðið til þess að til- tekin vandamál heyri sögunni til. Meltingarens- ímin frá Enzyme- dica henta einnig barnshafandi konum og konum með barn á brjósti. Hverjir þurfa á meltingarensímum að halda? Afleiðingar vegna skorts á melt- ingarensímum geta verið víðtækar og hugsanlega finnum við fyrir öðrum einkennum en meltingar- ónotum. Einkenni skorts geta verið ýmiss konar, svo sem ófullnægt hungur, uppþemba, skapsveiflur, húðkláði og svefnleysi. Ólíkt mjólkursýru- gerlum sem eru aðallega stað- settir í þörmun- um og viðhalda bakteríuflórunni, notum við meltingarensím til að brjóta niður fæðuna og gera hana klára svo hægt sé að taka upp næringuna í þörmunum. n Þú færð Digest meltingarens- ímin og Bio-Kult mjólkursýrugerl- ana í apótekum og heilsuhillum stórmarkaða. Gleðilega meltingu um páskana Saffrox inniheldur 28mg af affron®sem er virka efnið í Saffron kryddjurtinni ásamt útvöldum vítamínum og steinefnum. Saffrox er 100% náttúrulegt. Magnesíum stuðlar að að eðlilegri starfsemi taugakerrsins og dregur úr þreytu og lúa. B6-vítamín stuðlar að eðlilegri sálfræðilegri starfsemi, auk þess að halda reglu á hormónastarfsemi líkamans. B12 stuðlar m.a. að eðlilegri starfsemi tauga- og ónæmiskerrsins. Ví ta m ín e ru e kk i æ tlu ð til þ es s a ð læ kn a sjú kd óm a eð a ko m a í v eg fy rir þ á og fæ ðu bó ta ef ni e ig a ek ki a ð ko m a í s ta ði nn fy rir  öl br ey tt o g ho llt m at ar æ ði . Fæst í apótekum og heilsuhúsum. Taktu fagnandi á móti deginum með Saffrox! Allir ættu að geta notið matar og drykkjar í góðra vina hópi og þá getum við gert meltingunni okkar og líkamanum stóran greiða með því að taka inn bæði ensím og mjólkursýrugerla reglu- lega. Til að gera páskahátíðina sem ánægjuleg- asta er upplagt að taka tvö- faldan skammt af mjólkursýru- gerlum og taka meltingarensím með þungum máltíðum. MYND/AÐSEND ALLT kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 14. apríl 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.