Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Kolbeins Marteinssonar n Bakþankar Fyrir nokkrum árum hringdi kunningi minn í mig og var hinn reiðasti. Honum hafði verið sagt fyrirvaralaust upp störfum. Erindi hans var að bera undir mig grein sem hann ætlaði að birta á sam- félagsmiðlum sínum og svo í fram- haldinu í fjölmiðlum. Í greininni yrði ekkert dregið úr skítavinnu- brögðum og slæmu viðskiptasið- ferði vinnuveitandans. Ég lagði til að hann róaði sig og biði með birtingar á hugrenningum sínum. Það er gott að hafa í huga að íslenskur vinnumarkaður er agnar- smár, sem þýðir að leiðir okkar flestra liggja einhvern tímann saman á lífsleiðinni og í sumum tilfellum oftar. Reglulega er ég minntur á þetta þegar ég hitti fyrr- verandi vinnufélaga, skólasystkini eða kunningja við hin ólíklegustu tilefni í mínum störfum. Af því leiðir að það er betra að kveðja fólk í friði heldur en með látum, þar sem góðar líkur eru á að maður muni hitta það fyrir aftur. Eftir að hafa lesið grein kunn- ingjans sem einkenndist af gremju yfir starfslokunum, hringdi ég í hann og spurði hver væri tilgang- urinn með þessu öllu saman. Hvað ætlaði hann að fá út úr þessu, hvert væri markmiðið? Staðreyndin er að netið gleymir engu og allra síst efni sem skrifað er í tilfinninga- legu uppnámi. Eftir tíu ár erum við löngu komin yfir erfiða hluti, en eitthvað sem við skrifuðum eða sögðum í reiði getur verið dregið upp úr hatti og jafnvel haft slæm áhrif. Mín reynsla er því sú að það sé oftast best að loka dyrunum rólega á eftir sér þegar maður kveður eða gengur út. Maður veit nefnilega aldrei hvenær maður þarf að opna sömu dyr aftur. Kunninginn varð mér á endanum sammála, greinin hans var aldrei birt, nema þá hér. n Ekki skella Verslaðu á netinu byko.is B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi ll ur o g/ eð a m yn da br en gl . Skírdagur 14. apríl Föstudagurinn langi 15. apríl Laugardagur 16. apríl Páskadagur 17. apríl Annar í páskum 18. apríl Verslun Breidd 10-18 Lokað 10-18 Lokað 11-17 Verslun Granda 10-18 Lokað 10-18 Lokað 11-17 Afgreiðslutími um páska Sjá afgreiðslutíma annarra verslana á byko.is 25% afsláttur 20% afsláttur Handgreina- og hekkklippur allt harðparket Páskablað Nettó Frábært úrval af páskamat, góð tilboð, viðtöl og uppskriftir Skoðaðu blaðið á netto.is Fermingar- skraut Faxafeni 11, 108 Reykjavík www.partybudin.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.