Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 1
7 3 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 4 . A P R Í L 2 0 2 2 Árnastofnun í sextíu ár Leiklistin verði að ævistarfi Tímamót ➤ 20 Lífið ➤ 30 Skoðaðu blaðið á netto.is Páskablað Nettó Frábært úrval af páskamat, góð tilboð, viðtöl og uppskriftir páskana! Opið alla – Nánar á kronan.is Gleðilega páska! Oddvitar níu stjórnmálaflokka sem gefa kost á sér fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, mættust í fyrsta sinn í gær. Tilefnið var fundur Samtaka um bíllausan lífsstíl sem haldinn var á Kex. Fjörugar umræður sköpuðust um Borgarlínu, hjólreiðar og önnur samgöngumál. Samtökin buðu þeim flokkum að taka þátt sem þegar eiga sæti í borgarstjórn eða mælast með mann inni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðrún Reykdal hefur stefnt ríkinu sem hún telur hafa brotið á sér við skipun í stöðu forstjóra Gæða- og eftirlits- stofnunar. Hún var ein metin hæf í stöðuna en ráðherra stöðvaði ferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling. lovisa@frettabladid.is DÓMSMÁL Guðrún Reykdal hefur stefnt bæði fjármála- og efnahags- ráðherra, Bjarna Benediktssyni, og félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, vegna meintrar ólögmætrar ákvörð- unar hvað varðar bæði skipun og skipunarferli í embætti forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar. Guð- rún sótti um embættið og var metin hæfust, en þegar komið var að því að skipa hana tilkynnti ráðherra henni að hann ætlaði að auglýsa stöðuna aftur. Guðrún starfar hjá stofnuninni og hefur gert um árabil, þar á meðal sem settur framk væmdastjóri hennar í 23 mánuði. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni og ríkislög- manni veittur frestur til að skila greinargerð en í stefnu krefur Guð- rún íslenska ríkið um 27 miljónir og telur að það hafi verið ólögmæt ákvörðun hjá ráðuneytinu að stöðva skipunarferlið og auglýsa embættið að nýju. Með þessari ákvörðun er ráð- herra, eða íslenska ríkið, talið hafa bakað Guðrúnu fjártjón og miska. Hún krefur ráðherra um þrjár millj- ónir króna í miskabætur en í kröf- unni kemur fram að með því að ráða hana ekki í starfið hafi hann valdið henni andlegu tjóni, rýrt starfsheið- ur hennar og álit annarra á henni. Þá kemur fram að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfs- ferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Fjártjónið er metið 24 milljónir króna og er það munurinn á launum í því starfi sem hún gegnir nú hjá stofnuninni og launum forstjóra, út skipunartímabilið, en skipað er til fimm ára í senn. Í stefnu sem ráðherra var birt í vikunni kemur fram að Guðrún telji ákvörðunina ógildanlega sam- kvæmt stjórnsýslurétti og ómálefna- lega, þar sem Guðrún er talin hafa uppfyllt öll þau skilyrði sem sett voru í auglýsingu um stöðuna. n Krefur íslenska ríkið um tugi milljóna í bætur Guðrún Reykdal

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.