Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 6
Flugvélabensín hefur hækkað úr 41 senti á gallon í 390 á tæpum tveimur árum. kristinnhaukur@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Íslenskt þorskfer- líki er vóg 51 kílógramm og var 180 sentimetrar að lengd var selt á 165 pund, eða um 28 þúsund krónur, á fiskmarkaðinum í Grimsby fyrir skemmstu. Þorskurinn var veiddur af Bergey, togara Síldarvinnslunnar, við vesturströnd Íslands í lok mars. Mikill fjöldi var samankominn til að líta á ferlíkið þegar það kom á markaðinn þann 2. apríl og var það fiskkaupmaðurinn Nathan Godley sem reiddi fram seðlana. Godley lét mynda sig með þorskinum stóra og stillti honum svo upp í glugga verslunar sinnar í Grimsby áður en hann bútaði hann niður og seldi til viðskiptavina. Samkvæmt staðar- blöðum í Grimsby viðurkenndi Godley að hafa yfirborgað fyrir þorskinn, en tækifærið hefði verið of gott til að sleppa því. „Ferskleikinn heillaði mig en vita- skuld snerust þessi kaup um stærð- ina. Hann var tíu sinnum stærri en venjulegur þorskur,“ sagði Godley við blaðið Leicestershire Live. Þorskurinn, sem var sennilega um 20 ára gamall, var jafn þungur og þorskur sem áhöfnin á Sólrúnu frá Árskógssandi veiddi við Kol- beinsey fyrir tæpu ári. Vegna þess- ara risafiska hefur hámarksþyngd þorsksins verið uppfærð á alfræði- síðunni Wikipedia úr 40 kílóum í 50. Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands er talið að stærsti þorskur sem veiðst hafi við Íslandsstrendur, árið 1941 á Miðnessjó, hafi verið í kringum 60 kíló. En það hefur ekki fengist staðfest. Stærri þorskar hafa veiðst í Atlantshafi, sá stærsti sem vitað er um í kringum 70 kíló við Nýfundnaland. n Seldu íslenskt þorsktröll Áhöfnin á Bjargey dró ferlíkið um borð. MYND/SÍLDARVINNSLAN Dúkaloft Dúkaloft gefur hljóðvist algjörlega nýja merkingu Komdu við í sýningarsal okkar að Dalvegi og ræddu við sérfræðinga Parka og fáðu faglega ráðgjöf Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570 benediktboas@frettabladid.is SAMGÖNGUR Í ljósi umfjöllunar um ferjuna Baldur í þætti Kveiks sendu sveitarfélögin á sunnanverð- um Vestfjörðum, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur frá sér yfir- lýsingu, þar sem þau krefjast þess að ferjunni verði lagt fyrir fullt og allt. Í þættinum var ömurlegt ástand skipsins sýnt, bæði hvað varðar öryggismál sem og almennan aðbúnað. Sveitarfélögin hafa ítrekað bent á þá staðreynd fyrir daufum eyrum að ferjan uppfylli ekki þá öryggis- þætti og aðbúnað sem nútíma ferja á að gera. „Öryggi farþega og áhafnar er stefnt í hættu alla daga og krefjast sveitarfélögin þess að samstundis verði brugðist við og ráðstafanir gerðar,“ segir í yfir- lýsingunni.  Sveitarfélögin fagna því að byrjað sé að teikna nýja ferju en slík áform hafa ekki verið kynnt fyrir þeim. Í þættinum kom fram að hafin væri endurhönnun á ekjubrúm á Brjánslæk og í Stykkishólmi og stefnt væri að því að Herjólfur III. gæti hafið siglingar á haustmán- uðum 2023. Það finnst sveitarfélög- unum of langur tími. „Sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum krefjast þess að nauð- synlegar framkvæmdir verði settar í algjöran forgang og farið verði af stað með þær strax, svo hægt verði að leggja núverandi ferju fyrir fullt og allt,“ segir í yfirlýsingunni. n Vilja leggja ferjunni Baldri fyrir fullt og allt Sveitarfélögin vilja leggja Baldri fyrr en áætlað er. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Flugvélabensín hefur tífaldast í verði á tveimur árum. Olíu- varnir Icelandair eru minni en áður og engar hjá Play. Eftirspurnin er mikil eftir faraldur en miðarnir hækka í verði. kristinnhaukur@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Verð á f lugvéla- bensíni í Evrópu hefur næstum tífaldast undanfarin tvö ár. Í maí árið 2020 kostaði hvert gallon 41 bandarískt sent en kostaði 390 um mánaðamótin samkvæmt skýrslu Eurocontrol, f lugöryggisstofnunar Evrópu. „Við skarpa hækkun olíuverðs í tengslum við stríðið í Úkraínu hækkaði Icelandair olíugjald sitt og sú hækkun hefur farið út í f lugmið- ann,“ segir í svari Icelandair við fyr- irspurn Fréttablaðsins um hvernig f lugfélagið hafi tekist á við þessa miklu hækkun. Ekki hefur þurft að fella niður flug vegna kostnaðar. Helsta vopn Icelandair gegn sveiflum á eldsneytismarkaði hefur verið svokallaðar olíuvarnir, það er að gera langtímasamninga til að auka á fyrirsjáanleikann. Icelandair hætti þessum vörnum þegar heims- faraldurinn stóð sem hæst, vegna mikillar óvissu um flugáætlunina. Eftir að faraldrinum létti hefur félagið byrjað varfærnislega að auka olíuvarnir. Hefur það tryggt sér fjórðung af áætlaðri olíunotkun annars ársfjórðungs og fimmtung af áætlaðri notkun þriðja ársfjórðungs á tilteknu verði. Flugfélagið WOW Air hafði engar olíuvarnir og spilaði eldsneytis- verð stóran þátt í að illa fór fyrir því. Flugfélagið Play hefur enn ekki komið sér upp olíuvörnum. „Mjög fáir okkar samkeppnisað- ila hafa einhverjar varnir að ráði. Því munu þessa hækkanir veltast út í verðin eins og í öðrum vöru- f lokkum,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, upplýsingafulltrúi Play. Verð á hverjum miða þurfi kannski að hækka um 20 dollara, eða um 2.500 krónur, til að mæta þessu. „Það er erfitt að setja varnir þegar verð sveiflast svona mikið. Þannig að já, verð munu hækka.“ Í svörum frá bæði Icelandair og Play kemur hins vegar fram að far- þegum sé að fjölga mikið þessa dagana. Ferðaviljinn sé mikill eftir langvinnan faraldur. Á árunum fyrir faraldur, 2017 til 2019, var verð á f lugvélabensíni yfirleitt á bilinu 120 til 200 sent á gallonið en hrapaði í faraldrinum. Þegar heimurinn kom úr hægagangi faraldursins hækkaði verðið hratt og stríðið í Úkraínu hefur spýtt því upp enn frekar. Sögulega séð, þegar verðbólga er tekin með inn í reikn- inginn, hefur olíuverð aldrei verið hærra nema í olíukrísunni árið 1979 og á árunum eftir bankahrunið árið 2008. Óvissan um framboð olíu er það sem hefur hvað mest áhrif á verðið en Rússland er þriðja stærsta olíu- framleiðsluríki heims. Upp úr brunnum í Rússlandi kemur einn- ig súrari og „þyngri“ hráolía sem hentar betur til framleiðslu f lug- vélabensíns. Verðhækkunin í Norð- ur-Ameríku er hins vegar meiri en í Evrópu þrátt fyrir að Bandaríkja- menn kaupi lítið af olíu af Rússum. Önnur olíuríki hafa verið óviljug til að auka við framleiðsluna og tæknilega er erfitt að auka hana hratt. Þá hafa fjárfestar verið tregir til að fara inn á olíumarkaðinn und- anfarin ár af ótta við að „óhreinka sig“ af umhverfisástæðum og hafa þeir haft litla trú á að fjárfesting- arnar borgi sig þótt verðið sé hátt akkúrat nú. n Flugfélögin setja hækkun á eldsneyti út í flugmiðann Olíuvarnir eru minni hjá Icelandair en áður og engar hjá Play. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 6 Fréttir 14. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.