Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 28
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru Ingveldar Pálsdóttur Hverfisgötu 92b. Jóhannes Ólafur Ólafsson Ásta Þórunn Jóhannesdóttir Brynjar Húnfjörð Ólafía Jóhannesdóttir Einar Páll Jóhannesson Páll Aronsson Inga Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra Þorsteins Jóns Óskarssonar fyrrum forstöðumanns hjá Pósti og síma, Krummahólum 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vitatorgs, Hrafnistu Reykjavík fyrir einstaka umönnun og virðingu. Svanhildur Halldórsdóttir Edda Þorsteinsdóttir Halldór Guðmundsson Einar Baldvin Þorsteinsson Sally Thorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, Elín Pálmadóttir blaðamaður og rithöfundur, sem lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Brúnaveg aðfaranótt 2. apríl, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. apríl kl. 13.00. Sólveig Pálmadóttir Helga Pálmadóttir Helgi Samúelsson systkinabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkæra eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Birna Kristín Kristjánsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 22. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða fyrir einstaka umönnun og aðhlynningu. Jón Kr. Hannesson Ella K. Björnsdóttir Rögnvaldur A. Hrólfsson Sturla H. Jónsson Aldís E. Helgadóttir Ástríður H. Jónsdóttir Ágúst B. Jónsson Heiðrún B. Árnadóttir Heiða B. Jónsdóttir Guðrún Helga Agnarsdóttir lést á Landspítalanum sunnudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 28. apríl klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Kristjánsson Ingunn Jónsdóttir Árni Stefán Leifsson Anna Helga Jónsdóttir Baldur Héðinsson Guðrún Helga, Ingibjörg, Jón Styrmir og Hildur Salka Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Vilhjálmur Þorláksson verkfræðingur, Espilundi 4, varð bráðkvaddur að heimili sínu mánudaginn 4. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 22. apríl og hefst athöfnin kl. 13. Ásbjörg Forberg Þuríður Vilhjálmsdóttir Vigfús Ásgeirsson Sveinn Vilhjálmsson Inga Forberg Hilmar Vilhjálmsson Sigríður Logadóttir Kári Vilhjálmsson Lilja Pétursdóttir Ágústa Forberg Theódór Kristinn Ómarsson Erla Ólafsdóttir Magnús Óli Ólafsson Elsa Forberg barnabörn og barnabarnabörn. 1412 Yfir tuttugu ensk skip farast hér við land í illviðri. 1844 Jón Sigurðsson er kosinn á þing á sínum fyrsta kjör- fundi með 50 af 52 atkvæðum. 1902 J.C. Penney opnar sína fyrstu verslun í Wyoming í Bandaríkjunum. 1945 Tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson fæðist. 1964 Sidney Poitier er fyrsti þeldökki maðurinn til að vinna Óskarsverðlaun fyrir Lilies of the Field. 1972 Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari deyr, 86 ára að aldri. 1997 Tiger Woods verður yngsti kylfingur sögunnar sem sigrar á Masters-golfmótinu. Merkisatburðir Árnastofnun fagnar sextíu ára afmæli í dag og undirbýr sig undir flutning í ný húsakynni. arnartomas@frettabladid.is Handritastofnun Íslands var stofnuð þann 14. apríl 1962 þegar í augsýn var lausn í handritamálinu. Þar höfðu Íslendingar krafið Dani um að íslensk- um fornhandritum á borð við Flateyjar- bók og Konungsbók eddukvæða yrði skilað aftur til landsins. „Það var búið að finna lausn á mál- inu þegar þarna kom við sögu þar sem Danir höfðu samþykkt í fyrra skiptið lög um lausn handritamálsins árið 1961,“ segir Guðrún Nordal, forstöðu- maður Árnastofnunar. „Málinu var þó ekki alveg lokið þar sem enn átti eftir að bera það fram í þinginu árið 1965 og síðan urðu dómsmál sem fóru fyrir Hæstarétt í Danmörku. Handritin komu því ekki heim fyrr en tíu árum síðar.“ Handritastofnun Íslands var fyrst um sinn til húsa í Safnahúsinu en strax var ákveðið að byggja sérstakt húsnæði fyrir stofnunina og trausta geymslu fyrir handritin, sem var kallað Árna- garður og vígt í lok árs 1969. Þegar handritin komu þann 21. apríl 1971 var húsnæðið tilbúið og ári síðar breytti stofnunin um nafn og var kölluð Stofn- un Árna Magnússonar á Íslandi. Guðrún segir að Árnastofnun hafi vaxið og dafnað jafnt og þétt í gegnum árin. Mikilvægi safns Árna Magnússon- ar á alþjóðavísu, sem er varðveitt bæði á Íslandi og í Danmörku, var viðurkennt árið 2009 þegar það var sett á varð- veisluskrá UNESCO, Minni heimsins. „Það urðu mik il tímamót árið 2006 þegar Íslensk málstöð, Orðabók Háskólans, Stofnun Sigurðar Nordals, Örnefnastofnun Íslands og Árnastofn- un voru sameinaðar í nýrri stofnun, Stofnun Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum,“ segir hún. „Í dag styttist í að við f lytjum í nýtt húsnæði í Hús íslenskunnar með íslenskudeildinni og íslensku sem öðru máli í Háskóla Íslands.“ Þjóðararfur á tækniöld Í dag eru rúmlega fjörutíu fastráðnir starfsmenn sem starfa við Árnastofnun ásamt fjölda lausráðinna í rannsókna- störfum. Verkefnin segir Guðrún vera afar fjölbreytt. „Við höfum lagt mikið upp úr því að miðla okkar efni, rannsóknum og gögnum á vefnum, bæði rafrænum orðfræðigögnum eins og orðabókum og máltæknigögnum og það sama á við um handritin,“ segir hún og bætir við að í dag sé orðið miklu auðveldara að vinna rannsóknir þeim tengdar alþjóð- lega. „Auðvitað er best að koma og sjá handritin en nú er hægt að nota raf- rænu tólin líka, sem er algjör bylting á þessu sviði og hefur í raun stækkað fræðasviðið.“ Þá segir Guðrún að Árnastofnun standi einnig við bakið á þeim sem kenni íslensku sem annað mál í erlend- um háskólum. „Þetta alþjóðlega starf skiptir gríðar- lega miklu máli og það er mikið sóknar- færi í því að við gerum enn betur,“ segir hún. „Þegar íslenska er kennd og stunduð sem fræðigrein við ýmsa góða háskóla um heim allan, þá erum við að búa til nýja fræðimenn og framtíðarþýð- endur og þessir stúdentar koma oftar en ekki til Íslands og ákveða að læra málið enn betur og leggja rannsóknir fyrir sig. Við erum mjög þakklát fyrir að finna fyrir að fólk lítur til Árnastofnunar sem ákveðinnar rannsóknamiðstöðvar í þessum fræðum.“ Guðrún segir að ekki standi til að fagna sextíu ára afmæli stofnunarinnar sérstaklega, en í viðburðaríkri sögunni er stutt á milli stórra tímamóta. „Við vorum með mikil hátíðarhöld í fyrra þegar við fögnuðum fimmtíu ára afmæli komu fyrstu tveggja hand- ritanna og á næsta ári fögnum við f lutningi í nýja byggingu sem mun gjörbylta starfi okkar og opna aðgang almennings að gögnunum,“ segir hún. „Nýlega lukum við síðasta áfanganum í verkefninu Handritin til barnanna, þar sem við kynntum handritin fyrir börnum um land allt. Það er svo frjór jarðvegur að kynna þessar sögur, nýja þekkingu um þær og handritin sjálf fyrir yngri kynslóðinni – þessa gömlu gripi sem varðveittust með fólkinu þar til Árni Magnússon safnaði þeim og setti í safnið sitt. n Sextugur ávöxtur handritamálsins Guðrún segir mikið sóknarfæri í að sinna alþjóðlegu samstarfi vel. Guðni Th. Jóhannesson forseti skoðar handritin á fimmtíu ára afmæli komu þeirra til landsins í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Auðvitað er best að koma og sjá handritin en nú er hægt að nota rafrænu tólin líka, sem er algjör bylting á þessu sviði og hefur í raun stækkað fræðasviðið. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 14. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.