Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 16
Viðbrögð við hneykslismálum
síðustu viku, siðareglubroti inn
viðaráðherra og bankasölunni,
eru fyrstu dæmin um að forsætis
ráðherra hafi mistekist að leiða
pólitísk raflost í jörð.
Ríkisstjórnin hefur ekki pólitísk
an áttavita til að sigla eftir. Það er
veikleiki.
En hitt er öllu alvarlegra að hún á
heldur ekki siðferðilegan áttavita.
Óklárað siðareglumál
Forsætisráðherra staðfesti að
innviðaráðherra hefði brotið
siðareglur ráðherra. Hún segir
hins vegar að hver ráðherra hafi
sjálfdæmi um hvort slík brot hafi
afleiðingar.
Þetta er ekki alls kostar rétt.
Það veit forsætisráðherra. Þó að sá
sem í hlut á verði að íhuga stöðu
sína er það samkvæmt stjórnskip
unarreglum hlutverk þingmanna
stjórnarmeirihlutans að ákveða
hvort ráðherra hefur pólitískt og
siðferðilegt traust til að sitja áfram.
Það var undan þessari ábyrgð
sem forsætisráðherra leysti sjálfa
sig og aðra stjórnarþingmenn.
Ábyrgðin hefði kallað á að skýrt
yrði út á Alþingi hvaða siðareglur
ráðherra má brjóta án afleiðinga
eða hvaða viðmið eru höfð um það
mat.
Ef einföld afsökun er nóg eru
reglurnar bara til skrauts. Vel
má vera að fyllri skýringar hefðu
dugað. En forsætisráðherra fór
bara á flótta. Málið hefur því ekki
verið klárað gagnvart Alþingi eins
og vera ber.
Brotalamir
Nú er vitað að viðskiptaráðherra
varaði samráðherra sína við þeirri
siðferðilegu brotalöm að takmarka
söluna við afmarkaðan hóp fjár
festa. Hún sá þá þegar allar hliðar
málsins og hverjar afleiðingarnar
yrðu. Þeir hlustuðu ekki.
Hins vegar hélt viðskipta
ráðherra þessum mikilvægu upp
lýsingum leyndum fyrir Alþingi.
Það gæti verið brot á siðareglum
ráðherra.
Þingmenn VG og Sjálfstæðis
manna hafa einmitt kvartað
undan því að hafa verið ómeð
vitaðir um þá hluti, sem viðskipta
ráðherra þekkti.
Einn kaupenda hefur sagt opin
berlega að engin rök hafi verið
fyrir því að veita þeim afslátt.
Þetta er kórrétt og lagastoðin er
að auki hæpin. Siðferðilega brota
lömin er augljós.
Hengja bakara fyrir smið
Þingmenn VG hafa krafist afsagnar
forstjóra og stjórnar Bankasýsl
unnar. Rökin eru þau að fjármála
ráðherra sé ábyrgðarlaus vegna
armslengdarreglu.
Þessi forsenda er hins vegar
hreinn tilbúningur. Í lögunum um
sölu fjármálafyrirtækja er einfald
lega engin armslengdarregla um
þessar ákvarðanir.
Bankasýslan gerir aðeins tillögur
og sér um handavinnuna.
Ráðherra tekur aftur á móti
allar ákvarðanir um söluferlið
og leikreglurnar. Hann ákveður
hvaða tilboðum er tekið og honum
ber að undirrita samninga. Þessi
lögbundna ábyrgð er ekki fram
seljanleg.
Þingmenn VG vilja því hengja
bakara fyrir smið. Það er lægsta stig
pólitísks siðferðis.
Vanhæfi
Gagnrýnt hefur verið að faðir fjár
málaráðherra var í hópi kaupanda.
Þar er hann þó í fullum rétti, bæði
lagalega og siðferðilega. Hitt er að
fjármálaráðherra kann að hafa
verið vanhæfur til þess að taka
ákvarðanir í þessu einstaka máli.
Fjármálaráðherra ætlaði að veita
takmörkuðum hópi kost á að kaupa
þessa ríkiseign með afslætti. Hann
vissi að faðir hans var í þeim hópi.
Af því leiðir að skoða þarf hvort
fjármálaráðherra átti ekki að
víkja sæti á frumstigi ákvarðana
um söluferlið.
Þegar Bankasýslunni var ljóst
að faðir fjármálaráðherra var á
meðal tilboðsgjafa bar henni að
f lagga hugsanlegu vanhæfi ráð
herra. Margt bendir til að í síðasta
lagi á þessu stigi hafi ráðherra átt
að víkja sæti.
Þetta álitaefni snýst um megin
reglu stjórnsýslulaga. Brot á henni
er mjög alvarlegt. Skoða þarf hvort
það hefur einhver áhrif á gildi
sölunnar. En stjórnarþingmenn
ákveða hvort það hefur einhverjar
pólitískar afleiðingar. Sé um brot
að ræða er erfitt að komast hjá því.
Vanræksla
Ráðherra er skylt samkvæmt
lögunum um bankasölu að kapp
kosta að efla virka og eðlilega
samkeppni á fjármálamarkaði
þegar eignarhlutir eru seldir.
Hagsmunir alls almennings,
neytenda og fyrirtækja, liggja
mest í því að þessari lagaskyldu
sé sinnt.
Hvergi kemur fram að það
hafi verið reynt. Viðreisn er eini
f lokkurinn, sem lagt hefur áherslu
á þessa mikilvægu almannahags
muni í umræðum um söluna.
Ítrekuð vanræksla á að gæta
þessarar lagaskyldu hlýtur að
koma til rannsóknar og einnig
ábyrgð ráðherra samkeppnis og
neytendamála á henni. n
Áttavitalaus landstjórn
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli
Enn á ný erum við Reykvíkingar
og landsmenn allir minntir óþægi
lega mikið á siðferðisvitund ríkis
stjórnarf lokkanna sem selja hluti
í Íslandsbanka til vina sinna. Fyrir
okkur Reykvíkinga er þetta áminn
ing um að þessir sömu flokkar, sem
nú sitja saman í ríkisstjórn, gætu
sem hægast myndað meirihluta
í borgarstjórn ef kjósendur veita
þeim brautargengi til þess.
Sjálfstæðisf lok k urinn hef ur
lengst af verið stærstur borgar
stjórnarf lokkanna og þrátt fyrir
skoðanaágreining innan f lokks
ins þá sýnir sig að þegar völd eru
innan seilingar þá hljóðna þær
raddir og freisting valdsins verður
sannfæringunni yfirsterkari. Þá er
hætt við að hugmyndir um nútíma
lega borg og borgarsamfélag verði
látnar víkja fyrir sannfæringu
„freka karlsins“ sem hugnast ekki
sú borgarmenning og skipulag sem
hefur tekist að þróa í Reykjavík
undanfarin ár.
Framsóknarf lokkurinn er auð
vitað kapítuli út af fyrir sig. Flokk
urinn leitar vinsælda í Reykjavík
urborg með afar sérstæðum hætti.
Formaðurinn talar um að sjávar
útvegurinn þurfi að greiða meira
fyrir aðgang að fiskimiðunum en
stendur fyrir hinu gagnstæða með
lækkun veiðigjalda. Varaformaður
inn talar fjálglega um að ofsagróða
fyrirtækja í veirufaraldrinum og
að hafa alltaf verið á móti banka
sölunni. En það nær ekki lengra,
f lokkurinn hreyfir hvorki legg né
lið og gerir ekkert í málunum. Hvað
er að marka slíkan málf lutning?
Hvort á að hlæja eða gráta yfir
svona framkomu? Trúverðugt er
þetta ekki og ætti að kveikja á við
vörunarbjöllum hjá kjósendum
um að Framsóknarf lokkurinn
muni ásamt Sjálfstæðisf lokknum
leggja til atlögu við þær framsæknu
hugmyndir sem hafa breytt lífinu í
borginni til hins betra.
Þjóðin hefur undanfarin ár
mátt horfa upp á hvernig Vinstri
græn hafa þóst vera f lokkur sem
gætir hagsmuna almennings. En
þegar há embætti standa til boða
þá gleymast hagsmunir almenn
ings og f lokkurinn hreiðrar um
sig með sérhagsmunaöf lunum. Ef
Vinstri grænum yrði boðin borgar
stjórastaðan er ekki ólíklegt að þau
myndu hoppa á það og við sæjum
sömu f lokka taka saman í borgar
stjórn og á landsvísu.
Er það áhættunnar virði fyrir
okkur Reykvíkinga að stuðla að
ríkisstjórnarsamstarfi bankasölu
f lokkanna á vettvangi borgar
stjórnar? n
Bankasöluflokkana
í borgarstjórn?
Þjóðin hefur undan-
farin ár mátt horfa upp
á hvernig Vinstri græn
hafa þóst vera flokkur
sem gætir hagsmuna
almennings.
Bolli Héðinsson
hagfræðingur
Skoða þarf hvort fjár-
málaráðherra átti ekki
að víkja sæti á frum-
stigi ákvarðana um
söluferlið.
Reykjavíkurborg hefur skyldum
að gegna gagnvart borgarbúum og
fyrirtækjum í borginni. Ekki aðeins
að veita þá þjónustu sem borginni
þóknast að veita, heldur ber henni
skylda til að veita lögbundna þjón
ustu samkvæmt sveitarstjórnar
lögum.
Það sem skiptir borgarbúa mestu
og við höfum sterkastar skoðanir á
eru m.a. þjónusta grunnskóla, leik
skóla, snjómokstur, sorpþjónusta,
málefni aldraðra, málefni fatlaðra,
félagsleg þjónusta, þ.m.t. húsnæðis
þörf viðkvæmari hópa og stuðn
ingsþjónusta ýmiss konar.
Á því kjörtímabili sem fer nú senn
að ljúka er áhugavert að rýna hvern
ig borgin hefur verið að standa sig í
þjónustuhlutverkinu.
Einn besti mælikvarðinn er þjón
ustukannanir, viðhorfskannanir
meðal ólíkra hópa borgarinnar, sem
sýna hvar borgin okkar er að standa
sig vel og hvað má bæta.
Einnig er mikilvægt að Reykja
víkurborg setji sér þjónustustefnu,
markmið hvernig hún vilji standa
sig.
Það er skilvirkasta leiðin, að bera
síðan saman þjónustustefnu borg
arinnar við niðurstöður þjónustu
kannana og sjá hvað má bæta. Slíkar
kannanir á að gera árlega, bæði
meðal borgarbúa og fyrirtækja.
Berum okkur saman við þá bestu
Reykjavíkurborg á að setja sér
háleit markmið. Reykjavík á að
gera samanburðarhæfar þjónustu
kannanir og bera sig saman við þá
sem eru að standa sig vel. Markmið
borgarinnar á að vera að standa sig
best á Norðurlöndunum í þjónustu
gagnvart öllum hópum samfélags
ins, ekkert minna!
St ar fsmönnum borgar innar
hefur fjölgað um 20% síðustu 4
ár, það jafngildir um 500 nýjum
starfsmönnum á ári þannig að
ætla mætti að borgin sé að standa
sig af burðavel í að þjónusta íbúa og
fyrirtæki.
Borgin fær falleinkunn
Í þjónustukönnun sem Gallup
framkvæmdi í janúar 2018 kom
fram að Reykjavíkurborg mælist
langneðst í þjónustukönnun í
samanburði við önnur sveitar
félög á höfuðborgarsvæðinu. Þegar
kemur að þjónustu bæði leikskóla
og grunnskóla, þjónustu við eldri
borgara og þjónustu við fatlaða fær
borgin falleinkunn.
Innan við 40% borgarbúa eru
ánægð með heildarþjónustu borgar
innar gagnvart borgarbúum.
Þjónustukannanir Gallup voru
gerðar meðal sveitarfélaga frá árinu
2008 til 2018, en eftir niðurstöðurn
ar árið 2018 dró Reykjavíkurborg sig
út, hafnaði frekari samanburði við
önnur sveitarfélög á höfuðborgar
svæðinu.
Reykjavíkurborg fék k síðan
fyrirtækið Maskínu til að gera
þjónustukönnun meðal borgarbúa
árið 2019 þar sem að niðurstaðan
var sú sama. Innan við 40% borgar
búa voru ánægðir með þjónustu
borgarinnar.
Eftir þá könnun hefur Reykja
víkurborg ekki tekið þátt í saman
burðarþjónustukönnunum meðal
borgarbúa.
Ég mun beita mér fyrir því að
Reykjavíkurborg setji sér virka
þjónustustefnu þar sem áherslur
þjónustu borgarinnar gagnvart
íbúum og fyrirtækjum verða skýrar
og virkar. Jafnframt að þjónustu
kannanir verði gerðar árlega meðal
íbúa og fyrirtækja í Reykjavík og
niðurstöður nýttar til að bæta þjón
ustu borgarinnar.
Ég mun einnig beita mér fyrir því
að koma á samstarfi við aðrar borg
ir á Norðurlöndunum þar sem við
berum okkur saman við þá bestu,
með það að leiðarljósi að gera enn
betur. n
Þjónustuborgin Reykjavík –
við getum gert betur
Ómar Már
Jónsson
oddviti Miðflokks
ins í Reykjavík
16 Skoðun 14. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ