Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 22
Pínupils, mínípils, míkrópils eða hvað sem menn vilja kalla þau, eru nú orðin hámóðins aftur eftir að miðjusíð og síð pils fengu að flæða um leggina síðustu ár. jme@frettabladid.is Líkt og tíska f lestra áratuga gengur reglulega í endur- nýjun lífdaganna í tískuheiminum, þá er tíundi áratugurinn engin undantekning. Eitt helsta ein- kenni þúsaldartískunnar, sem prýddi stjörnur eins og Christinu Aguilera, Britney Spears, söngkonurnar í Destiny’s Child og Paris Hilton, mátti sjá víða á tískupöllum í lok 2021 og byrjun 2022 fyrir sumarið 2022. Tískuspekúlantar víða um heim spá því rísandi pilsföldum í beinu orsakasambandi við gang sólar í sumar. Miu Miu sýndi eina mest áberandi og vinsælustu útgáfu pilssíddarinnar á tískuvikunni í París í októ- ber í fyrra. Bæði er pilsið stutt og lágt í mittið, litlu efnismeira en beltið sem það er gjarnan parað við á pöllunum og utan þeirra. Í ofanálag var það parað við peysu sem rétt náði niður fyrir brjóstkassann. En örvæntum nú eigi. Það eru ekki öll pils eins sköpuð og pínupilsin á tískupöllunum voru jafnólík og þau voru mörg. Á meðan sum huldu vart það allra heilagasta þá voru önnur há í mittið. Og þau sem ótt- ast ekkert fremur en tískuslys í svo stuttri f lík gætu látið sér nægja pínubuxur eða jafnvel stuttbuxur sem eru með flipa að framan sem lítur út eins og pils. ■ Upprisa stutta pilsfaldsins Givenchy sýndi þetta dásamlega sumarlega og pastel- græna dress með ermalausum topp og flæðandi pínu- pilsi í Nanterre í október síðastliðnum. Balmain á tískuvikunni í París í september fyrir vor/ sumar 2022 með sparilegt svart og gyllt mínípils. Loewe með puttann á pínupilsapúlsinum á tískuvikunni í París í október með túrkísblátt og diskóglatt pínupils. Miu Miu skapaði epískt augnablik þegar tískuhúsið sýndi þetta míkrópils á tískuvikunni í október í fyrra fyrir sumar- tískuna 2022. Síðan þá hafa tískuunnendur keppst við að klæðast þessari efnislitlu en furðulega smart flík. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HJÓLABLAÐ Föstudaginn 22. apríl gefur Fréttablaðið út sérblaðið Hjólablað. Í þessu skemmtilega blaði er fjallað um allt sem viðkemur hjólreiðum á Íslandi. Allir sem stunda hjólreiðar að einhverju marki munu finna áhugavert efni í blaðinu. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryg þér gott uglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 kynningarblað A L LT 14. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.