Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 8
Einstaklingar sem hafa slíka reynslu búa yfir mikilli þekkingu og það skiptir máli að hlusta á þá. Kristján Hölluson Háaleitisbraut 68 Sími: 581 2101 ALLA DAGA Verið velkomin Kæru viðskiptavinir. Við höfum opið í Apótekaranum Austurveri til miðnættis alla páskana. Verið velkomin og gleðilega páska. OPIÐ ALLA DAGA YFIR PÁSKANA Í AUSTURVERI www.apotekarinn.is Fjársterkir aðilar eru að leita að listaverkum eftir framangreinda listamenn. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ágúst Hansen í síma 8450450. - fold@myndlist.is Fold uppboðshús ehf. | Rauðarárstíg 12-14. Jóhannes S. Kjarval (gjarnan fígúratíva mynd) Svavar Guðnason | Alfreð Flóki Gríma (Ólöf Grímea Þorláksdóttir / blómamynd) Fríar forskoðanir fyrir laseraðgerðir út apríl Tímapantanir 414 7000 /Augljos Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is Kristján Hölluson hefur fengið sæti í starfshóp um af glæpa væðingu neyslu­ skammta. Hann er glaður yfir ákvörðuninni og telur þetta vera merki um við­ horfsbreytingu stjórnvalda gagnvart notendum. benediktarnar@frettabladid.is FÍKNIEFNI „Þetta er eiginlega stærsti heiður sem maður hefur fengið, að fá að taka þátt í þessum starfshóp,“ segir Kristján Höllu son, fyrrum vímu efna notandi í bata, sem fékk nýverið sæti í starfshópi Willums Þórs Þórs sonar heil brigðis ráð­ herra um af glæpa væðingu neyslu­ skammta. Kristján hafði kallað eftir því að einhver sem hefði persónulega reynslu af neyslu fengi að vera hluti af starfshópnum. „Mér finnst ekki í lagi að það sé enginn þarna inni sem hefur upp­ lifað þetta sjálfur og skilur raun­ veru lega hvernig það er að vera í þessari stöðu,“ sagði Kristján í við­ tali við Fréttablaðið þann 22. mars síðastliðinn. Í dag er hann orðinn hluti af starfshópnum og kveðst vera í skýj­ unum yfir því. „Ég hringdi í heilbrigðisráðu­ neytið og sendi tölvupóst þar sem ég gaf kost á mér. Þar sagði ég frá persónulegri reynslu af þessum heimi, bæði sem notandi og sem starfsmaður í úrræðum fyrir fólk í neyslu,“ segir Kristján, aðspurður hvernig hann fékk boð um að koma í starfshópinn. Í síðustu viku barst honum svar um að hann hefði verið samþykkt­ ur í starfshópinn. „Ég held að fólk í hópnum sé ánægt með þetta, enda er hann vel skipaður af góðu fólki. Ég þekki einhverja í þessum hóp og ég veit að þau voru ánægð með að ég komst inn,“ segir hann. Ásamt Kristjáni mun Guðmund­ ur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, einnig koma að starfs­ hópnum. „Guðmundur er í hópnum á sömu forsendum og ég, í notenda­ samráði. Hann hefur persónulega reynslu af málefninu og ég er rosa­ lega spenntur að fá að vinna með honum og öllum í þessum hóp. Það er mikill heiður,“ segir Kristján. „Þetta er rosalega stórt skref í viðhor fsbreytingu stjórnvalda gagnvart þessu mikilvæga mál­ efni,“ segir Kristján um þá þróun að hlustað sé á neytendur varðandi þeirra málefni. „Það hefur alltaf verið venja að tala um þennan hóp án þess að tala við hann,“ segir hann og kveðst vera glaður með þessa ákvörðun. „Ég er mjög ánægður með heil­ brigðisráðuneytið að hafa tekið þessa ákvörðun. Þetta boðar rosa­ lega gott.“ „Það væri fínt að negla þetta frumvarp niður,“ segir Kristján og segir að nú sé kominn tími á breytingu. „Það þarf að fara koma hlutum í gegn, það er af leitt að þetta sé ekki komið lengra en raunin er. Vonandi fer þetta loksins að gerast.“ „Þegar ég var í neyslu þá var ég ekki í skóla, ég var ekki í vinnu, það eina sem ég gerði var að neyta fíkniefna. En reynsluna af þessum fíkniefnaheimi setur þú ekkert í ferilskrána þína. Þetta er lífsreynsla sem er frekar einstök á sinn hátt,“ segir Kristján. Hann telur sig geta komið með mikla reynslu í starfshópinn. „Einstaklingar sem hafa slíka reynslu búa yfir mikilli þekkingu og það skiptir máli að hlusta á þá.“ n Kristjáni boðið í starfshóp um afglæpavæðingu Afglæpavæðing neysluskammta er til skoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kristinnpall@frettabladid.is NÁTTÚRUVÁ Sigríður Kristjáns­ dóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þó að það sé erfitt að spá fyrir um skjálfta­ virkni virðist sem svo að hlutirnir séu teknir að róast á Reykjanes­ skaga. Um hádegisbilið í gær höfðu 640 skjálftar mælst í jarðskjálfta­ hrinunni sem hófst á þriðjudaginn. „Þetta hefur aðeins verið að róast. Það koma oft svona stuttar skjálfta­ hrinur á Reykjanesi sem taka fljótt af,“ segir Sigríður. Veðurstofunni bárust tilkynn­ ingar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hefði fundið fyrir stærstu skjálftunum en jarðskjálftarnir eru í talsverðri fjarlægð frá Geldinga­ dölum þar sem eldgos stóð yfir á síðasta ári. „Þetta hefur verið alveg út við tána á Reykjanesi og ég á ekki von á því að íbúar á Reykjanesskaga finni fyrir mikilli skjálftavirkni um helg­ ina,“ segir Sigríður, aðspurð hvort íbúar Reykjanesbæjar ættu von á mikilli skjálftavirkni um helgina. n Tók strax að draga úr skjálftavirkni Um 640 skjálftar mældust á fyrstu fimm- tán klukkutímunum. 8 Fréttir 14. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.