Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FIMMTUDAGUR 14. apríl 2022
Krist Novoselic úr Nirvana er einn
meðlima nýju sveitarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
oddurfreyr@frettabladid.is
Hljómsveitin 3rd Secret, sem
samanstendur af meðlimum úr
Nirvana, Soundgarden og Pearl
Jam, gaf óvænt út plötu á mánudag.
Tilvist sveitarinnar hafði ekki
verið tilkynnt áður en platan kom
út. Rolling Stone segir frá.
Í hljómsveitinni eru Kim Thayil,
gítarleikari Soundgarden, Krist
Novoselic, bassaleikari Nirvana, og
Matt Cameron, sem er trommari
Pearl Jam en var áður í Sound gar d
en. Auk þeirra eru Bubba Dupree,
gítarleikari harðkjarnasveitarinn
ar Void, og söngkonurnar Jennifer
Johnson og Jillian Raye, sem eru
líka í annarri sveit Novoselic, Giant
in the Trees, einnig í sveitinni.
Höfðu gefið vísbendingar
Nýja platan var tekin upp og
hljóðblönduð af Jack Endino, sem
varð frægur fyrir hljómplötufram
leiðslu á gruggtímanum.
Hljómsveitin lék líka á óvæntum
tónleikum á Poppmenningar
safninu í Seattle nýlega.
Krist Novoselic hafði gefið vís
bendingar um tilvist plötunnar,
en í febrúar sagði hann í tísti sem
hann hefur eytt að hann væri mjög
upptekinn við að klára nýja plötu,
en að það væri leyndarmál svo
enginn mætti segja neinum frá
henni.
Thayil gaf líka til kynna í nýlegu
viðtali að hann myndi líklega
vinna meira með gömlu félög
unum sínum úr Soundgarden. ■
Ný plata frá
ofur-gruggsveit
Soffía Dögg hefur mikla ástríðu fyrir að skreyta heimilið. Hér er hún búin að töfra fram páskakökuna í ár, keypti hana í 17 sortum og skreytti að neðan með
litlum súkkulaðieggjum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Páskarnir boðberi vors og blóma
Soffía Dögg Garðarsdóttir er konan á bak við Skreytumhus.is sem ber það nafn með
rentu. Hún elskar að skreyta og fegra heimili sitt og nýtir hvert tilefni til þess. Soffía býr á
Álftanesi ásamt eiginmanni sínum, tveimur börnum og hundinum Mola. 2
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is