Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 12
Þingmenn verða sjálfir að svara fyrir það af hverju athugasemdir komu ekki fram þegar fyrirkomulagið var kynnt. magdalena@frettabladid.is Arion banki spáir 5,5 prósenta hag- vexti á árinu og er sú spá bjartsýnni heldur en spár annarra greiningar- aðila. Þetta kom fram í viðtali við Ernu Björgu Sverrisdóttur, aðalhag- fræðing Arion banka, í Markaðnum sem sýndur var á Hringbraut í gær- kvöldi. Erna segir að það séu fyrst og fremst tveir þættir sem gera það að verkum. „Við erum að gera ráð fyrir meiri innlendri eftirspurn heldur en aðrir hafa verið að gera ráð fyrir. Síðan erum við tiltölulega bjart- sýn á fjölda ferðamanna sem koma hingað til lands á árinu en við erum að spá að 1,6 milljónir ferðamanna muni sækja landið heim í ár.“ Arion er að spá minni hagvexti en bankinn gerði ráð fyrir í síðustu hagspá sinni. Erna segir að ástæðan fyrir því að bankinn spái minni hagvexti nú en áður, sé fyrst og fremst meiri inn- lend eftirspurn. „Það myndu flestir halda að við séum að spá minni hagvexti út af stríði í Evrópu og uppgangi Covid í upphafi árs. En það eru ekki bara versnandi efnahagshorfur sem spila hér inn í, heldur þvert á móti erum við að gera ráð fyrir meiri inn- lendri eftirspurn, meiri einkaneyslu og meiri fjárfestingu. Það kallar á gríðarlega mikinn innf lutning þannig að framlag utanríkisversl- unar til hagvaxtar verður minna, eða réttara sagt ekki jafn hagfellt og áður.“ Erna bætir við að staðan á íbúðamarkaði sé erfið eins og sakir standa. „Staðan er auðvitað erfið en það eru jákvæð teikn á lofti og f leiri íbúðir á fyrstu byggingarstigum sem er mjög jákvætt. Þó verður að hafa í huga að það tekur tíma fyrir þetta framboð að koma inn á mark- aðinn, eða 1-2 ár. Í okkar spá gerum við ráð fyrir að íbúðum muni fjölga út spátímann, en að fjárfestingin komist ekki almennilega á skrið fyrr en á næsta ári. Á sama tíma er eftirspurnarhliðin mjög sterk. Líklega verður áfram eftirspurnar- þrýstingur á markaðnum, þrátt fyrir aðgerðir Seðlabankans til að stemma stigu við verðlækkunum, enda fólksfjölgun mikil og laun að hækka. n Spá Arion banka bjartsýnni en spár annarra greiningaraðila Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræð- ingur Arion banka MYND/HRINGBRAUT Við erum að gera ráð fyrir meiri innlendri eftirspurn heldur en aðrir hafa verið að gera ráð fyrir. Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að salan á á 22,5 pró- senta hlut ríkisins í Íslands- banka hafi gengið framar vonum. Hann sé reiðubúinn að svara allri gagnrýni. Bankasýslan hafi ekkert að fela. Hann telur mikilvægt að fá fram niðurstöðu Ríkisend- urskoðunar áður en lengra er haldið. ggunnars@frettabladid.is Í allri orrahríðinni um söluna á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslands- banka þann 22. mars síðastliðinn hafa spjótin meðal annars beinst að stjórn Bankasýslu ríkisins og Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra. Stofn- unin hefur verið harðlega gagn- rýnd fyrir sína aðkomu að málinu, meðal annars af þingmönnum og ráðherrum. Jón Gunnar segist sannfærður um að það sé ekkert við aðkomu stofnunarinnar að athuga. Útboðið hafi verið vel heppnað og í fullu samræmi við minnis- blað sem lagt var fyrir ráðherra og nefndir Alþingis í janúar. Hann sé reiðubúinn að svara allri gagnrýni efnislega. Mikilvægt sé þó að hafa í huga að fjárhagsleg niðurstaða útboðsins hafi verið betri en búist var við. „Þetta fór nákvæmlega eins fram og við höfðum lýst,“ segir Jón Gunnar. Hann segir að þingmenn verði sjálfir að svara fyrir það af hverju athugasemdir varðandi söluna komu ekki fram þegar málið var til meðferðar í nefndum og fyrirkomu- lagið kynnt. „Efnislega er mjög erf- itt að taka undir það að ferlið hafi verið með einhverjum öðrum hætti en það var kynnt í upphafi,“ segir Jón Gunnar. Bankasýslan hefði vissulega getað staðið betur að því hvernig upplýs- ingum var miðlað til almennings, að mati hans. Á sama tíma bendir hann á að við framkvæmdina hafi Bankasýslan birt mun ítarlegri gögn en gengur og gerist erlendis. „En ef við lítum á stóru myndina þá erum við að tala um þriðja stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Ríkissjóður hefur aflað tæplega 110 milljarða með þessari sölu á síðustu 9 mánuðum,“ segir Jón Gunnar. Bjar ni Jónsson, þing maður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, hefur gengið einna lengst í gagnrýninni á  Bankasýsluna. Hann hefur krafist þess að stjórn og forstjóri stígi til hliðar. Jón Gunnar segir þingmanninn aldrei hafa sett sig í samband við Bankasýsluna til að reyna að afla frekari upplýsinga um ferlið eða söluna. Hann segist ekki átta sig á því hvað búi að baki þessari kröfu Bjarna. Jón Gunnar telur gæta nokkurs misskilnings varðandi fyrirkomu- lag útboðsins. Farin hafi verið sú leið að leita til fagfjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Sú leið hafi verið talin heppileg þar sem eitt af markmiðunum var að fá verð fyrir hlutinn í bankanum sem væri sem næst markaðsverði. Á sama tíma væri tilboðsleiðin best til þess fallin að lágmarka áhættu ríkissjóðs. Hann bendir á að þetta tiltekna fyrirkomulag sé langalgengasta útboðsleiðin víða um Evrópu. En það er ekki bara aðferðafræðin við útboðið sem hefur verið gagn- rýnd. Þingmenn hafa fundið að því að ekki hafi verið gert ráð fyrir lág- marksupphæð í útboðinu. Jón Gunnar svarar því til að þetta sé raunar spurning sem ætti að beina að þingmönnunum sjálfum. „Það er þeirra að spyrja spurn- inganna í þessum aðstæðum.“ Að hans mati geti vel verið að einhver skilyrði um lágmarksfjárhæðir, eins og talað hefur verið um, hefðu getað komið í veg fyrir að minni fjárfestar væru á meðal þeirra sem tóku þátt í útboðinu. Slík skilyrði geti þó skapað önnur vandamál og beinlínis unnið gegn markmiðum um dreift eignarhald og opið söluferli. Hann segir mikil- vægt að hafa í huga að það sé ekki Bankasýslunnar að ákveða hverjir teljist fagfjárfestar. „Það er á foræði fjármálafyrirtækjanna sjálfra. Allir þeir sem f lokkuðust undir þessa skilgreiningu og uppfylla skilyrði útboðsins gátu tekið þátt,“ áréttar Jón Gunnar. Um frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka segir Jón Gunn- ar ljóst að Bankasýslan muni bíða eftir niðurstöðu Ríkisendurskoð- unar, sem falið hefur verið að fara í saumana á sölunni. Hann segist fagna athuguninni, sem og fyrir- hugaðri rannsókn Fjármálaeftir- litsins. Einkum og sér í lagi á þeim þáttum sölumeðferðarinnar sem snúi að fjármálafyrirtækjum. „Ég held það sé rétt að bíða með næstu skref þangað til niðurstöður þessara tveggja kannana liggja fyrir.“ n Forstjóri Bankasýslunnar segir ekkert að fela Jón Gunnar Jónsson, for- stjóri Banka- sýslunnar, er hæstánægður með söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. MYND/ HRINGBRAUT 12 Fréttir 14. apríl 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 14. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.