Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 20
Grandagarði 13 Glæsibæ, 5.hæð eyesland.is Gr dagarði 13 Gl sibæ, 5.hæð eyesland.is Sjónmæling innifalin í eins árs áskrift á linsum. Pantaðu linsur í áskrift á eyesland.is Frí heimsending! Linsur í áskrift Stefán John Turner hefur lengi haft áhuga á tísku og ljósmyndun en hann vinnur meðal annars við efnis- sköpun á samfélagsmiðlum fyrir ýmis erlend vörumerki. Hér sýnir hann lesendum inn í fataskápinn sinn. starri@frettabladid.is Stefán John Turner hefur mikla ástríðu fyrir ljósmyndun og öllu sem tengist tísku. „Ég byrjaði árið 2016 að pósta tískuefni á sam- félagsmiðlum og hafði greinilega svo gaman af því að ég er enn að því í dag. Þetta hefur þó þróast ansi mikið síðan þá og er ég bæði að taka að mér verkefni fyrir Instagram reikninginn minn (@stefanjohnturner) og einnig að búa til myndefni fyrir fyrir- tæki til að pósta á sína miðla. Ég legg mikla vinnu og pælingar í efnið sem ég skapa og þekki hvað virkar.“ Heimsfaraldurinn hefur ekki haft mikil áhrif á störf hans heldur gaf hann sér tíma og tæki- færi til að skapa og gera enn betur. „Ég gaf mér til dæmis meiri tíma til að vinna myndirnar mínar og læra betur á myndbandsforrit. Síðan hef ég unnið mikið við efnissköpun á samfélagsmiðlum fyrir ýmis erlend vörumerki á borð við HM, Samsonite, Paul Hewitt, The Fifth, Shoe The Bear og f leiri. Annars er ég virkilega spenntur fyrir árinu fram undan þar sem bíða ýmis ævintýri. Ég mun til dæmis mynda brúðkaup í Barcelona í sumar sem ég er spenntur fyrir.“ Langar að mynda í náttúrunni Aðspurður um helstu kosti þess fyrir skapandi fólk að búa hér á landi nefnir hann náttúruna þótt hann nýti hana reyndar lítið í sínu efni. „Ég er meira að reyna að láta Reykjavík líta út eins og stórborg sem er skemmtileg áskorun fyrir mig. En í ár langar mig að mynda tísku í íslenskri náttúru. Helstu gallarnir eru veðrið sem getur verið leiðinlegt og tækifærin hér eru ekki eins mörg og í stærri borgum.“ Utan brúðkaupsins í Barcelona í sumar stefnir Stefán á að reyna að ferðast eins mikið og hann getur og um leið að skapa betra efni, þar á meðal í íslenskri náttúru. Stefán sýnir hér lesendum inn í fataskápinn sinn. Spurt og svarað: Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast undanfarin ár? Ég er ekki lengur hræddur við að prófa nýja hluti og er með opnari huga gagnvart tísku en áður. Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Ég nota Instagram, Pinterest og tískublöð eins og Vouge og GQ. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég kaupi þau mikið á netinu, til dæmis frá Asos, Shoe The Bear, Er virkilega spenntur fyrir árinu Hér klæðist Stefán buxum frá Zöru og skyrtu frá Selected. Derhúfan er frá Les Deux og skórnir úr H&M. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ljósu útvíðu buxurnar eru frá Weekday og skyrtan er frá Selected. Skórnir eru frá Nike og hálsmenið frá Nialaya frá LA Outfit. Weekday, Zara, Botaskin, Cosstore og A.P.C Paris. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Helstu litirnir núna eru pastel- litir, sérstaklega grænn og ljósblár. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Ekkert sem mér dettur í hug en það eru alltaf einhver tímabil sem maður fer í gegnum en það er svo mikið partur af þessu. Alltaf gaman að líta til baka og hlæja. Hvaða þekkti einstaklingur er svalur þegar kemur að fatnaði? David Beckham, klárt mál. Hvaða f líkur hefur þú átt lengst og notar enn þá? Það eru alveg nokkrar flíkur en ég mundi helst nefna vintage leðurjakka. Ég er farinn að hafa meiri áhuga á vintage flíkum en ég hafði áður. Mér finnst stíllinn oftar en ekki meira sérstakur og stendur upp úr. Áttu uppáhaldsverslanir? A.P.C Paris, efnið og sniðið er mjög flott. Áttu eina uppáhaldsf lík? Þær eru nokkrar en helst vil ég nefna frakka sem ég keypti fyrir nokkrum árum. Hann hefur mögulega besta snið sem ég veit um fyrir frakka en hann var keyptur í Zöru á sínum tíma. Bestu og verstu fatakaupin? Bestu kaupin mín eru klassísk jakkaföt. Ég bara man ekki hver verstu kaupin eru því ég reyni að passa mig hvað ég kaupi. En verstu kaupin eru klárlega þau þar sem ég er ekki alveg viss en enda á að kaupa flíkina og notar hana svo aldrei. Notar þú fylgihluti? Ég nota grófa hringi og hálsmen og á nóg af þeim. Ég alveg elska flott skart. Eyðir þú miklum peningum í föt miðað við jafnaldra þína? Ég þori nú varla að viðurkenna það en ég held að ég sé klárlega að eyða meira en jafnaldrar. En á sama tíma er þetta bæði áhugamál og partur af vinnunni minni. n Skyrtan er frá Polo Ralph Lauren og keypt í Herragarðinum. Vestið er frá Zöru, Buxurnar frá Les Deux og keyptar í Hanz. Skórnir eru Nike og skartið frá Sign. 4 kynningarblað A L LT 14. apríl 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.