Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1965, Page 206
140
Taflkvœði
38
1. Jómfrúin situr í hægu lopti,
— Um sumarið —
tefldi hún bæði óðt og opt.
— Þar allir fuglar sýngja vel.
2. Hún hafði teflt við riddara fimm,
alla tefldi hún æru af þeim.
3. Þar var einginn smásveinn,
sem þyrði tefla við hana einn.
4. Utan hinn úngi Levikus sveinn,
hans var hjarta hart sem steinn.
5. “Vilji jómfrúin tefla við mig,
sex kastala set eg út við þig.”
6. “Þá set eg ei minna á móti ein,
eg má vel svara úngum svein.”
7. Fyrsti teníngur um taflborð rann,
sveininn tapaði, jómfrúin vann.
8. Upp stóð jómfrúin, hægt hún hló:
“Nú er vel teflt, á mína trú.”
9. Hann setti undir sinn hauk og hest,
og alla gripi hann átti best.
10. “Þar set eg mína systur í veð,
úngum sveini svara eg fjeð.”
11. Annar teníngur um taflborð rann,
sveininn tapaði, jómfrúin vann.
12. Upp stóð jómfrúin, liægt hún hló:
“Nú er vel teflt, á mína trú.”
13. Hann gekk þá í garðinn út,
heitir á Guð og hinn helga Knút.
14. Hann heitir á Guð og hinn helga kross:
“Að jómfrúin tefli ei lífið af oss.”
15. Hann heitir á Guð og hinn helga Paul,
að meigi hann sigra taflsins tál.
16. Hann heitir á Guð og hitt helga skrín,
að jómfrúin skuli verða sín.
1 1 hægu (= DFS 65), rettet fra hæga.
7 2 svein-, rettet til sveinn-, sál. ogsá 112 192.
16 1 hitt, rettet til hið.