Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 10

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maí 2020, Blaðsíða 10
10 Bítlarnir eða Kósakkakórinn Á hlið tvö á plötu karlakórsins Vísis sem verðlaunuð var í Cannes 1968 eru fimm erlend lög við íslenska texta tveggja Siglfirðinga. Tvo þeirra samdi Hafliði Guðmundsson en þrír eru eftir föður minn, Stefán Friðbjarnarson, þeirra á meðal texti við rússneska lagið Troika. Ég man vel eftir því þegar hann var að berja þessa texta saman, sérstaklega Troika. Þá var slegist um lítinn plötuspilara á heimilinu sem við systkinin höfðum einokað til að spila Bítlana og fleiri popp- goð þess tíma. Það vakti lítinn fögnuð fimmtán ára unglings þegar pabbi kom heim með plötu með Kósakkakórnum og spilaði sínkt og heilagt lagið Troika. Þá máttu Bítlarnir víkja. Sjálfur var pabbi ekki lagviss og átti í fyrstu erfitt með að fá textann til að falla að laginu. Þurfti móðir mín, Hulda Sigmundsdóttir, að syngja textann og þá komu hnökrar í ljós sem voru sniðnir af smám saman. Ég var feginn þegar þessu lauk því þá gat ég aftur spilað Bítlaplöturnar mínar óhindrað. Og kannski spilaði ég mest plötuna sem Bítlarnir fengu verðlaun fyrir í Cannes á sama tíma og karlakórinn Vísir var þar á ferð forðum daga. Kjartan Stefánsson Feðgarnir háðu harða baráttu um plötuspilarann. Rét tingaverkstæði LITRÓF umhverfisvottuð prentsmiðja Sími 563 6000 · Vatnagörðum 14 · 104 Reykjavík · www.litrof.is

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.