Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2020, Page 11
11
Poppað á Sigló
- sjötti hluti
Helgi Svavar, Steinsteypa og fleiri bönd.
Helgi Svavar Helgason hóf sinn feril
m.a. með því að leika á trommur í
Léttsveit Tónskólans sem fór m.a.
í heilmikla ferð til Danmerkur og
fljótlega eftir það lék hann líka
með Harmonikkusveitinni sem illu
heilli liggur nú í dvala. Um svipað
leyti gat hann einnig byrjað að læra
eitthvað á trommur því það hafði
fengist kennari til Tónskóla Siglu-
fjarðar sem veitti góða tilsögn á það
hljóðfæri. Sá ágæti maður hét
Helgi Ástvaldsson og kom frá
Ólafsfirði, en hans naut því miður
ekki lengi við því hann lést af slys-
förum á sviplegan hátt fáeinum
mánuðum eftir að kennslan hófst.
Eftir hann tóku þeir við, Sveinn
Hjartar, Steini Sveins og Aggi
Sveins.
Ég tók hús á Helga Svavari ný-
verið og við spjölluðum um hljóm-
sveitarárin hans á Siglufirði.
Hjólabrettaáhugadrengirnir Börkur
Þórðarson og Tryggvi Jónasson
voru ásamt vinum sínum Víði,
Sigga og Jónsa að grúska með ein-
hvers konar tilraunakennt rapp og
eitthvað fleira í þeim dúr í kjallar-
anum í Gagganum og einnig niðri
í Æskó, en þessir ungu menn köll-
uðu sig Dexis records. Á þessum
tíma var ég að djöflast við að spila
á gítar og við Sibbi (Sigurbjörn
Einar Guðmundsson) fundum
gamlan bassa sem við löguðum og
máluðum og spiluðum svo ótrúlega
oft og mikið saman á kvöldin og
vorum þá að herma bæði eftir því
sem við fíluðum og svo því sem var
í gangi. Red hot Chili peppers,
Hendrix, og fleiri goð voru til
dæmis í hávegum höfð hjá okkur
svo einhverjir séu nefndir. Vina-
hópur stækkaði eins og gengur
þegar eitthvað er að gerast og
Sigurður Steinsson sem spilaði á
gítar bættist fljótlega í hann. Sam-
an héldum við svo oft til á kvöldin
heima hjá Hjalta syni Valþórs
læknis, dunduðum okkur við að
gera grínmyndbönd og tókum upp
tónlist á gamla tölvu sem Hjalti átti.
Einhvern veginn svona byrjaði þetta
allt saman.
Sumarið eftir kemur svo Grétar
sonur Sigga Hilmars í bæinn, en
hann var oft á Sigló á sumrin.
Hann er tvíburabróðir hans
Dodda ef einhver tengir betur með
þær upplýsingar. Grétar kemur með
ferska strauma úr Árbænum þar
sem voru í gangi svolítið experi-
mental hljómsveitir t.d. Bibbi
Curver og co og Yukatan svo dæmi
sé tekið. Hann kemur líka með fulla
tösku af kassettum með Nirvana,
Primus og ýmsum hljómsveitum
sem gátu með góðu eða ekki góðu
móti flokkast undir hálfgerða jaðar-
músík sem hafði fram að þessu
ekki numið land á Siglufirði.
Þegar þarna er komið sögu var í
gangi band sem æfði í gömlu Matta
sjoppunni sem í voru meðal ann-
arra þeir Jón Svanur og Ási Tona
en ég man ekki alveg hvað hét.
Við fengum aðstöðu á efri hæðinni,
en héngum samt mikið saman niðri
með hinni hljómsveitinni. Þarna
verður til band sem við nefndum
Steinsteypa þar sem ég er á trommur,
Grétar á bassa, Börkur söng,
Sigþór Ægir var minnir mig fyrst
á gítar, en hættir fljótlega og fer í
hljómsveitina á neðri hæðinni og
þá held ég að Siggi Steins hafi kom-
ið í hans stað. Þeir Hjalti og Sibbi
héngu alltaf með okkur, en eftir
sumarið flytur Grétar úr bænum,
Sibbi fer á bassann og þá minnir
mig að við höfum breytt nafninu
úr Steinsteypa í Concrete. Við
missum síðan húsnæðið að Aðal-
Helgi byrjaði kornungur að munda kjuðana.