Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2020, Page 12

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2020, Page 12
12 Síðan lá leið Helga á Krókinn og það má segja að litlu böndin frá Sigló hafi bráðnað svolítið saman þar. Þar spilaði hann með Jónsa Sveins, Víði Vernharðs og Gísla sem kom frá Hvammstanga, en svo fór Gotti Kristjáns að syngja með bandinu og annar trommari tók við af Helga þegar hann hélt suður í jazzinn. Þá nefndist bandið Skemmtileg mynd af hljómsveitinni Max sem Sigurður Hlöðvesson tók. götu 5 en fáum í staðinn einbýlis- hús við Túngötu á horninu á móti Alþýðuhúsinu sem bærinn átti líka á þessum tíma. Þarna vorum við komnir með fína aðstöðu og æfðum á hverju kvöldi, sömdum mikið af tónlist og tókum í framhaldinu þátt í músiktilraunum undir Stein- steypunafninu. Sú meinlega villa slæddist inn með fréttinni í Mogganum að hljóm- sveitin Steinsteypa var sögð vera frá Hafnarfirði og voru drengirnir ekki mjög kátir með það, enda Siglfirðingar og stoltir af sínum heimabæ. Þegar þarna var komið sögu í spjallinu, sagðist Helgi vilja "hringja í vin" og sló í framhaldinu á þráð til Sibba til að fá tímalínuna stað- festa. Allt passaði með smávægileg- um leiðréttingum og viðbótum. Eftir Mattasjoppuna æfðum við um tíma í gamla leikskólanum uppi á Hlíðarvegi bætti Sibbi við, (þar sem Þormóður Eyjólfsson átti einu sinni heima). Hann rifjaði líka upp að þeir spiluðu einu sinni í pásu hjá Max og það var hljóm- sveitin Stjörnukisi sem vann músik- tilraunirnar sem þeir tóku þátt í árið 1996. Sibbi hafði líka í eina tíð komið lítillega við sögu í hljóm- sveitunum Pinhead og Bugles. Mörgum árum síðar fer Sibbi suð- ur og gengur til liðs við pönkband- ið Spírandi baunir. Og Helgi hringdi aftur í annan vin, og í þetta skiptið var það Jón Svanur Sveinsson. Hann kom líka með nokkrar viðbætur sem skerpti á heildarmyndinni og ég púslaði í beinu framhaldi inn í textann.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.