Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Qupperneq 13

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Qupperneq 13
13 í skóla á Laugarvatni og Hlöðver tók við. Pálmi var þó ekki alveg hættur í bransanum því hann stóð fyrir stofnun hljómsveita á Laugar- vatni. - Hlöðver segir frá: "Hljómsveitin Max var stofnuð í janúar árið 1988 og hana skipuðu í fyrstu Pálmi Steingrímsson söngur, Hilmar Elef- sen gítar, Rúnar Sveinsson bassa, Örvar Bjarnason hljómborð og Sveinn Hjartarson trommur. Áður hafði hún heitið Ekkó og var tromm- ari þá Jón Pálmi, en árið 1989 tók ég við sem söngvari. Hljómsveitin spilaði í músíktilraunum árið 1989 og komst nærri því áfram, en vorum því miður í riðli með hljóm- sveitinni sem vann. Við fengum engu að síður flest atkvæði frá áhorfendum. Við spiluðum þrisvar í Húnaveri á útihátíð og þar var Hilmar eitt sinn að tala við Helga Björns og Helgi var að segja honum þegar þeir í Sssól höfðu spilað fyrir yfir 5000 manns í Vestmannaeyjum og þá sagði Hilmar að það væri nú ekkert við hefðum spilað fyrir 10.000 manns á Síldarævintýrinu og þá varð Helgi kjaftstopp. Síðustu 10 ár hefur Max verið endurvakin og þá undir nafninu Hugrakka Brauðristin Max og hefur Pálmi þá verið með okkur spilað á gítar og sungið og höfum við verið að spila á svokölluðum Siglfirðingaböllum til dæmis á Spot. Læt þetta duga frá mér því ég er ekki alveg tilbú- inn að segja grófu bransasögurnar, því það gæti leitt til vinslita". Hmm. Pinhead Nokkrir ungir menn komu saman veturinn 1992-93 og úr varð hljóm- sveitin Pinhead. Þetta voru: Ásgrímur Finnur Antonsson á trommur, Jón Svanur Sveinsson á bassa, Sigþór Ægir Frímannsson á gítar og Leó Ingi Leósson á rythma- gítar til að byrja með, en seinna aðeins söngur. Þá söng Sigurbjörn Óskar Guðmundsson með hljóm- sveitinni í fyrsta skiptið sem hún kom fram. Hljómsveitin Pinhead þótti þétt og ágætlega spilandi. Fyrsta æfingar- húsnæðið var í bílskúr við Hvann- eyrarbraut sem Frímann faðir Sig- þórs átti, það næsta í tónlistarskól- anum og að síðustu í Dröfn sem var númer 5 við Aðalgötu þar sem Matti Jó hafði rekið söluturninn Tröð, en þar æfðu a.m.k. tvær aðrar hljómsveitir á sama tíma. Lagalistinn var ekkert ósvipaður hefðbundnum lagalistum á sveita Newshit sem er eiginlega orðaleikur sem getur lesist sem News hit, en einnig sem New shit. Upp úr þessari spilamennsku verður síðan til sá jarðvegur sem hljómsveitin Day- sleeper er eiginlega grundvölluð á. Hugrakka brauðristin Max Ævintýrið byrjaði í Æskó árið 1987 að sögn Jóns Pálma Rögnvaldssonar og þá nefndist hljómsveitin Ekkó, en það nafn hafði reyndar einnig verið notað á sjöunda áratugnum af öðrum siglfirskum ungmennum og mér er ekki kunnugt um neina sérstaka tengingu þar á milli. Ekkó spilaði tvisvar eða þrisvar í Æskó áður en nafnið breyttist og Svenni Hjartar tók við af Jóni Pálma. Fyrsta árið eða svo söng frændi hans Pálmi Steingríms með bandinu eða þar til hann hætti til að fara suður Hljómsveitina Blackmail skipuðu þeir Sigþór Ægir Frímannsson sem er fyrir framan magnarann til vinstri, Ásgrímur Antonsson aftast, Jón Svanur Sveinsson fremst á mynd og Víðir Vernharðsson lengst til hægri. Á myndina vantar Gotta Kristjáns. sem hefur þá annað hvort verið myndasmiðurinn eða ekki á staðnum. Myndin er tekin í æfingahúsnæðinu að Aðalgötu 5 eða í Drafnarhúsinu sem seinna varð verslunin Tröð sem var rekin af Matta Jóhanns og Jónu.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.