Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2020, Síða 14

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - mai 2020, Síða 14
14 böllum þess tíma, en útsetningar laganna voru þyngri en venjan var. Notaðir voru alvöru þungir gítar- effectar, s.s. Thrash Master og Heavy Metal frá Boss, og fengu öll hljóðfæri að njóta sín. Hljóm- sveitin Pinhead kom nokkrum sinnum fram og voru undirtektir oftast góðar. Hún var nokkrum sinnum upphitunar- og/eða pásu- hljómsveit fyrir Hugrökku Brauð- ristina Max og svo kom hún fram á einu síldarævintýri. Þá spilaði hún á tveimur dansleikjum sem aðal- númer. Í fyrra skiptið var um að ræða dansleik á landsmóti unglinga í badminton og þar voru undirtektir verulega góðar. Sá dansleikur stóð yfir í þrjá tíma fyrir troðfullu Al- þýðuhúsi og dönsuðu allir, allan tímann. Í seinna skiptið var um ræða dansleik í félagsmiðstöðinni Fellahelli í Reykjavík. Óhætt er að segja að þar hafi meiri eftirspurn verið eftir raftónlist og blikkljósum, en kraftmikilli sveitaballtónlist með metalívafi og óteljandi gítar, trommu og bassasólóum. Voru undirtektir á þeim dansleik því töluvert undir meðallagi góðar. Hljómsveitin Pin- head leystist smám saman upp yfir sumarið/haustið 1994 og í kjölfarið . Hér er hljómsveitin Blackmail einnig, en þetta mun vera síðari útgáfa hennar. Frá vinstri talið: Jón Svanur Sveinsson, Gotti Kristjáns, Víðir Venna, Sigþór Ægir og Helgi Svavar sem var þarna kominn í staðinn fyrir Ásgrím Antonsson undir það síðasta. Ljósmynd: Sveinn Hjartarson gengu flestir meðlima hennar inn í aðrar hljómsveitir á Sigló. Farið verður yfir þá sögu í næsta þætti um popplífið á Sigló. En nánar verður farið yfir þá sögu í næsta og síðasta þætti um popp- lífið á Sigló á árum áður. - LRÓ HEIMILDARMENN: Hlöðver Sigurðsson, Jón Pálmi Steingrímsson, Pálmi Rögnvaldsson, Sveinn Hjartarson, Leó Ingi Leósson, Víðir Vernharðsson, Ásgrímur Antonsson, Gottskálk H. Kristjánsson, Helgi Svavar Helgason, Sigurbjörn Einar Guðmundsson, Jón Svanur Sveinsson.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.