Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Qupperneq 20

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2020, Qupperneq 20
Sjá má einkenni siglfirska gaflsins á Siglufjarðarkirkju sem er byggð í ný-klassískum stíl. Arkitekt er Arne Finsen. Mynd fengin að láni af netinu. Ljósmyndari Þórarinn Ólafsson. Hverjir voru að verki? Hús með siglfirska gaflinum eru dreifð um allan bæ en þéttast standa þau við Hverfisgötuna á Brekkunni. Þekkt hús hafa þessi einkenni þótt þau leyni á sér, svo sem Siglufjarðarkirkja og Útvegs- bankahúsið. Fróðlegt væri að vita hvaða smiðir eða hönnuðir voru þarna að verki. Því miður eru fáar upplýsingar aðgengi- legar sem geta varpað ljósi á það. Að- eins örfáar teikningar eru til af húsum sem byggð voru á þessum tíma og fárra húsasmíðameistara getið. Aðeins fyrirfinnast 11 nafngreindar teikningar af steinhúsum frá fjórða ára- tugnum með siglfirska gaflinum. Flestir nafngreindu hönnuðirnir hafa aðeins teiknað 1 hús en einn sker sig úr með 6 hús. Sá heitir Sverre A. Tynes. Hægt er að sjá þessar teikning- ar á kortasjá sem finna má á vef Fjalla- byggðar. Í augum leikmanns bera teikningar Sverre af. Vegleg hús sem prýða bæinn Af þeim gögnum sem liggja fyrir verð- ur ekkert fullyrt um tilurð siglfirska gaflsins. Þó er ljóst að Sverre A. Tynes hefur teiknað um 17% þeirra stein- húsa sem byggð voru á fjórða áratugn- um og skarta siglfirska gaflinum. Meðal verka hans eru nokkur vegleg hús sem prýða Siglufjörð enn þann dag í dag, svo sem hús Aage Schiöth við Aðalgötu. Sverre er sannarlega þess verður að Siglfirðingar haldi nafni hans á lofti. Sverre A. Tynes fæddist í Noregi og kom til Siglufjarðar árið 1926 og dvaldist þar til ársins 1939. Kona hans var Hrefna Tynes skátahöfðingi. Nánar verður fallað um Sverre A. Tynes og verk hans í næsta tölublaði Siglfirðingablaðsins. Kjartan Stefánsson 1940 eða síðar. Þessu til við- bótar fann ég með grúski á net- inu myndir af 4 húsum með siglfirska gaflinum sem hafa verið rifin. Þú færð Siglfirðingablaðið sent til þín vegna þess að þú ert meðlimur í Siglfirðingafélaginu. Allir sem fæddir eru á Siglufirði eða hafa einhvern tímann skráð sig í félagið eða verið skráðir af öðrum í félagið eru félagsmenn. Siglfirðingafélagið er átthagafélag með um 2300 félagsmenn sem búsettir eru á Íslandi. Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum og sendir félagsmönnum tvö blöð á ári, eitt að vori og annað að hausti. Félagsgjöld í félaginu eru í dag kr. 2.000 og eru ákveðin á árlegum aðalfundi félagsins. Stjórn Siglfirðingafélagsins vill gjarnan hafa þig áfram í félaginu en í ljósi nýrra reglna um persónuvernd viljum við benda félagsmönnum á að hægt er að segja þig úr félaginu hvenær sem er með því að senda tölvupóst á stjorn@siglfirdingafelagid.is. Upplýsingarnar um félagsmenn varðveitast í gagna- grunni félagsins og verða aldrei sendar til þriðja aðila í markaðstilgangi. Við vonumst eftir að hafa þig áfram í okkar frábæra félagi! Siglfirðingafélagið í ljósi nýrra reglna um persónuvernd Siglufirði. Um helmingur þeirra er með siglfirska gaflinum. Svo afgerandi var þessi byggingarstíll á sínum tíma. Fjögur hús með skreyttum gafli voru byggð fyrir árið 1930 og fimm hús árið 20

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.