Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2020, Page 23

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2020, Page 23
Siglfirðingablaðið 23 Svipmynd: Sigurjóna Bára Hauksdóttir Jóna Bára er fædd á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 1. janúar 1966. Foreldrar hennar voru Guðný Friðfinnsdóttir (Gunna Finna) og Haukur Kristjánsson (Haukur á Kambi). Börn þeirra Gunnu og Hauks eru sjö og er Jóna Bára yngst í hópnum. Með námi og að loknu námi í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar þá vann Jóna í fiski, einnig á Hótel Höfn Siglufirði hjá Viðari Ottesen og Jónu Elísabetu Guðjónsdóttur konu hans og á Knattborðstofu Siglufjarðar, öðru nafni Billinn hjá Guðmundi Davíðssyni og Lilju Guðmundsdóttur. Jóna Bára fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og vann á ýmsum stöðum í veitinga- geiranum, svo sem Hressingarskálanum, Pítunni og á Gauknum hjá Guffa. Hún starfaði einnig hjá Eimskipafélagi Íslands á MS Laxfossi sem þerna og hjá Landssíma Íslands. Jóna starfaði einnig í Korpuskóla sem matráður og fór síðan í nám sem stuðningsfulltrúi. Að auki starfaði hún hjá Innnes ehf heildsölu. Í höfuð á hverri heitir þú? Sigurjóna eftir fyrri konu Gísla Þor- steins, móðurbróður hennar mömmu og Bára eftir góðri vinkonu mömmu og pabba, henni Báru Stefánsdóttur, gift Sigmari Magnússyni. Maki? Sá fallegasti og besti. Sveinn Óskar Þorsteinsson, rafverktaki. Börn? Þorsteinn og Andri. Bifreið? Volvo. Fyrsti bíllinn? Toyota Corolla. Fallegasta land sem þú hefur ferðast til? Noregur og auðvitað Ísland. Mesta gleði í lífinu? Fjölskylda og vinir. Mestu vonbrigði lífsins? Að eiga ekki fleiri gæðastundir með ástvinum sem fallnir eru frá. Besta bók? Frík, nördar og aspergersheilkenni. Eat pray love. Besta plata? The Rose (Bette Midler) og margar, Hvað myndirðu gera ef þú yrðir ósýnileg einn dag? Uh!! Hvar á ég að byrja? … ég myndi gera eitthvað skemmtilegt eins og t.d skreppa í karlaklefann í Heilsuborg, slökkviliðið æfir nefnilega þar, sjáðu til Áhugamál? Söngur og ferðalög. Helsti veikleiki? Ég má ekkert aumt sjá og á það til að vera svo óheyrilega hlý að ég hreinlega svitna bara út í eitt, sér í lagi núna þar sem ég er á breytingaskeiðinu … ég get einnig aldrei staðist neitt sætt, hvort sem er nammi, kökur eða karl- menn, aðallega þó Svenna minn. Helsti kostur? Þrautseigja, öðru nafni þrjóska. Uppáhalds matur? Soðin ýsa og lúða með nýjum kartöfl- um og smjöri. Ekki verra að hafa hamsa með. Uppáhalds drykkur? Te og vatn. Uppáhalds fréttamiðill? RÚV og CNN Uppáhalds hljómsveit? Gautar og Miðaldamenn. Hver man ekki eftir, “Eftir ballið bæði förum” og “Meiri bjór og límonaði”? Versti matur? Súrmatur! Uppáhalds tónlist? Úff, þessi er flókin og viðbúið að svarið verði langt Núna í augnablikinu, soul og gospel, en hef mjög breiðan tónlistarsmekk, sem gefur að skilja, enda sú yngsta af sjö systkinum og öll með músík iðandi í æðum. Sennilega höfum við fengið músíkina með brjóstamjólkinni. Ætli ég sé ekki næstum alæta á músík enda vel uppalin af eldri systkinum. Tónlist var daglegt brauð á heimilinu og lærðum við snemma, all flest ef ekki öll, íslensku dægurlögin hjá mömmu, sem mjög gjarnan raðaði okkur krökkunum í kringum eldhúsborðið og spilaði undir á gítarinn sinn með vinnukonugripum, lög eins og Lýsa geislar um grundir, Á heimleið, Sjö litlar mýs, Dagný, Erla góða Erla, Litla flugan, When the saints go marching in með Louis Armstrong, Ég einskis barn er o.fl., o.fl. góð lög. Ef mamma var ekki að spila og syngja þá tók blessaður grammófónninn við á yfirsnúningi nánast “twenty four seven” með lögum Ellu Fitzgerald, Louis Armstrong, Ellýjar og Villa Vill, Ragga Bjarna, The Temptations, Everly brothers, Surpremes, Eric Clapton, Dave Mason, Demis Roussos, 10cc, Meatloaf, Bette Midler, Barbara Streisand, Gary Moore, The Police, Donna Summer, Sheena Easton, Fleetwood Mac, Stevie Nicks, Smokie, Micael Jackson, Whitney Houston o.s.frv. Fjölbreytt tónlist, enda margir á heimilinu og tónlistarsmekkurinn breiður Já, ég var ótrúlega heppið stelpuskott. Uppáhalds Íþróttakona? Vala Flosadóttir.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.