Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2020, Síða 3
Siglfirðingablaðið 3
Sagan hefst norður á Ströndum
árið 1907. Þá fæddist þar þ.
24. ágúst sveinbarn sem hlaut
nafnið Guðbrandur. Hann var
þriðji af sex börnum Magnúsar
hreppstjóra, og Kristínar konu
hans.
Hann fékk dæmigert uppeldi
þess tíma að Hólum, harðbýlu
afdalakoti við frekar þröngan
kost.
Hann óx úr grasi og þroskaðist,
var bæði námfús og vel greindur.
Varð dugnaðarforkur og þurfti
snemma að fara að hjálpa til við
öll störf og ekki var mikið um
leiki.
Persónur eru: Guðbrandur Magnússon
Anna Magnúsdóttir
Borghildur Magnúsdóttir,
(Bogga) systir Guðbrandar.
Filippía Þorsteinsdóttir, móðir Önnu.
Hólmfríður Þorsteinsdóttir, (Fríða)
móðursystir Önnu
Magnús Steingrímsson, faðir
Guðbrandar.
Allar þessar persónur eru túlkaðar og leiknar af:
Önnu Gígju Guðbrandsdóttur,
Kristínu Guðbrandsdóttur,
Filippíu Guðbrandsdóttur.
Sama sviðsmynd er notuð í öllum atriðunum sem
á eftir fara. Sviðsmyndin á að tákna ýmis heimili
frá þeim tíma og er lítillega breytt frá einu atriði
til annars.
Leikrit, eða réttara sagt leikin frásögn af ævi foreldra minna. Flutt
í tilefni af 75 ára afmæli mömmu þ. 7. júlí 1995, svonefndri
„Júlíuhátíð” að félagsmiðstöðinni Hóli á Siglufirði.
Leikendur voru systur mínar þær Anna Gígja, Stína og Pía. Sjálf
var ég sögumaður, leikstjóri og réði svona allflestu.
Leikmyndin var flutt að sunnan með ærinni fyrirhöfn í stóra
bílnum hans Halla. Hún samanstóð aðallega af gömlum
búshlutum frá Fríðu tengdamömmu. Einnig voru með í farteskinu
kökur og aðrar góðgerðir sem gestir afmælishátíðarinnar gæddu
sér á þessa helgi.
Það snjóaði drjúgum nóttina áður og leist okkur ekkert á blikuna.
Veðrið var orðið bjart og fagurt þegar hátíðin gekk í garð og fjöllin
drifhvít niður í miðjar hlíðar.
Umrædd hátíð stóð í 3 daga. Minna mátti ekki gagn gera þegar
ættmóðirin sjálf, hin eina sanna, átti í hlut.
Leikritið: Ævi foreldra okkar
- Höfundur: Hildur Guðbrandsdóttir.